Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2016/102 515 var þjóðflokkurinn Piktar. Er þjóðflokkur þessi mikil ráðgáta, en hann er talinn hafa verið þriðjungur íbúa Skota á þeim tíma. Hafa þeir væntanlega verið kristnir eftir trúboð Kóllumkilla nokkrum öldum áður. Hverfur þjóðflokkur þessi úr sögunni eftir að norrænir menn settust hér að. Vænt- anlega hafa þeir verið írskir að uppruna og talað keltneska tungu. Er þeirra fyrst getið í heimildum á þriðju öld. Mynduðu þeir mörg lítil konungsríki, til dæmis á Orkneyjum, en höfuðkonungur þeirra sat í Inverness. Herjuðu á Noreg Eftir að víkingar settust að á eyjunum upp úr 800 herjuðu þeir þaðan á Noreg á sumrin, en höfðu vetrarsetu á eyjunum. Vegna þessa lagði Haraldur hárfagri í herför vestur með Rögnvaldi Mærajarli á síðari hluta 9. aldar, tók Hjaltland, Orkn- eyjar og Suðureyjar, allt vestur að Mön. Friðaði hann eyjarnar, en í sonarbætur fyrir Ívar, son Rögnvaldar, sem féll í leið- angrinum, gaf hann Rögnvaldi Orkneyjar og Hjaltland. Rögnvaldur gaf síðan Sigurði bróður sínum löndin. Varð hann þar eftir og þáði jarlstign af konungi. Ketill flatnefur Bjarnarson var kon- ungur á Suðureyjum og Mön í umboði Haraldar, en frá afkomendum þeirra Rögnvaldar og Ketils eru nær allir Orkn- eyjajarlar komnir. Börn þeirra önnur eins og Hrollaugur Rögnvaldsson og Auður djúpúðga, Björn austræni, Helgi bjóla, Jórunn mannvitsbrekka og Þórunn hyrna Ketilsbörn námu land á Íslandi og eru af þeim miklar ættir. Á leiðinni til Thurso var nærst við Loch Ness, nutum fagurs umhverfis, en ekki sáum við skrímslið Nessie. Á Suður- landi var Broch (borg, virki) of Carn Liath skoðuð, sem byggð mun hafa verið af Piktum um árið 0. Undruðumst við um- fang byggingarinnar og hve vel hún hefur varðveist, en rústir þessar voru í reynd aðeins forsmekkur þess, sem beið okkar á Orkneyjum. Í Thurso var gist á hótelinu St. Clair, en haldið þaðan með bílferjunni Pentalinn yfir Pentlandsfjörð til St. Margarets Hope á syðri Ronaldsey. Siglingin var þægileg, tók eina klukkustund. Þaðan var ekinn eins konar strandvegur til Hrosseyjar á varnar- görðum sem byggðir höfðu verið milli aðlægra eyja til lokunar hluta Scapaflóa. Var það gert til að hindra aðgang þýskra kafbáta að breska flotanum, en það er önnur saga. Til þessa verks voru fengnir ítalskir stríðsfangar. Byggðu þeir samhliða sérkennilega fagurt guðshús úr tveimur braggabyggingum á eyjunni Lambey og er ekki hægt annað en að falla í stafi yfir þessari afurð heimsstyrjaldarinnar síðari. Frá Lambey var ekið yfir til Kirkjuvogs (Kirkwall), höfuðstaðar Orkneyja á Hross- ey, þar sem dvalið var næstu fjóra daga. Orkneyjar Það að ferðast um og skoða Orkneyjar er eins og að ganga um stórt opið safn einstakra minja. Ber þar hæst minjar frá forsögulegum tíma eins og hið stórkost- lega grafhýsi Orkahaug (Maes Howe), er reistur var fyrir um 5000 árum og aðrar steinaldarminjar til dæmis „Ring of Brodgar“ og steinana á Steinnesi áður umluktir af gerði og síki, mögulega byggt í trúarlegum tilgangi, til samtengingar við látna ættingja. Frá sama tíma er steinald- arþorpið Skara Brae, en talið er að búið hafi verið í því í 600 ár frá 3100 til 2500 f. Kr. Þá mun þorpið hafa verið yfirgefið af óþekktum ástæðum en það síðan grafist í fjörusandinn. Lýsa rústirnar lífi steinald- arfólks er hætti hirðingjalífi og setti sig niður í skipulagt samfélag, er lagði stund á jarðyrkju og veiðar. Á Orkneyjum hafa fundist um 120 virki en sérstaða þeirra er sú að í kringum borgina, sem var að líkindum íverustaður höfðingja flokksins, samkomustaður og virki, voru hús annarra íbúa. Eru borgir þessar flestar byggðar á annarri og fyrstu öld f. Kr. og er borgin við Gurness gott dæmi, en eins og áður er getið hverfa Piktarnir af leiksviðinu við landnám vík- inganna upp úr 800. Áhugi okkar ferðafélaganna var þó einkum bundinn við tímabil Orkneyjajarla og tengsl þeirra við sögur Íslendinga, allt frá Sigurði ríka Eysteinssyni til Jóns jarls Haraldssonar Maddaðarsonar, en Lang- líf systir hans var heitkona Sæmundar Jónssonar í Odda. Er hér um að ræða 354 ára tímabil, frá 875-1231. Fylgdum við í fótspor jarlanna undir leiðsögn Magn- úsar fararstjóra, en í þessu greinarkorni mun ég einkum staldra við þrjá þeirra, Sigurð Hlöðvisson, Þorfinn Sigurðsson Grafhýsið Orkahaugur (Maes Howe) er talið 5000 ára. Steinaldarbyggðin í Skara Brae.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.