Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 34
506 LÆKNAblaðið 2016/102 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða lækni til starfa með aðalstarfsstöð á Heilsugæslustöðinni Djúpavogi og sem jafnframt þjóni Breiðdalsvík og Stöðvar firði. Staðan veitist frá 1. janúar 2017 eða eftir nánara samkomulagi. Djúpivogur er ein ellefu starfsstöðva á stóru þjónustusvæði HSA, þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu lækna og annars fagfólks og ekki síður samvinnu á milli starfsstöðva og þar með talið og eftir atvikum vissan hreyfanleika milli þeirra líka. Ýmis sérfræðiþjónusta er í boði innan þjónustusvæðis HSA og þar er löng reynslu af kennslu læknanema, kandídata og sérfræðinema í heimilislækningum. Lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu lækna með öðru fagfólki, þ.á.m. hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2016. Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands, en áhugasamir eru hvattir til að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um kjör. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á vef Embættis landlæknis; www.land laeknir. is, til HSA, mannauðsstjóra, Lagarási 22, 700 Egilsstöðum. Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og starfsleyfi og ef við á um rann- sóknir og greinaskrif. Viðtöl verða tekin við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA. Nánari upplýsingar veita: Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 470-3052 og 860-6830, netf. petur@hsa.is Emil Sigurjónsson, mannauðsstjóri, s. 470-3053 og 895-2488, netf. emils@hsa.is Kristín B. Albertsdóttir forstjóri HSA s. 470-3051 og 866-8696, netf. kba@hsa.is. Helstu verkefni og ábyrgð ● Almennar lækningar ● Heilsuvernd ● Vaktþjónusta ● Þátttaka í vísindastarfi, gæða- og umbótaverkefnum og kennslu er æskileg Hæfnikröfur ● Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði, sérfræði- menntun í heimilislækningum eða eftir atvikum annarri sérgrein er æskileg ● Sjálfstæði í starfi, skipuleg og öguð vinnu- brögð og faglegur metnaður. ● Vilji til þverfaglegrar samvinnu (teymisvinnu) ● Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðan- leiki, jákvæðni og sveigjanleiki ● Íslenskukunnátta og almenn ökuréttindi áskilin ● Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá þeim sem ekki teljast uppfylla framan- greind skilyrði LÆKNISSTAÐA Á HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á sam- vinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Á þjónustusvæði HSA eru auk þess fimm heilsugæslustöðvar, en alls eru starfsstöðvarnar ellefu talsins. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu. Lækni vantar í heilsugæslu HSA Djúpavogshreppur/Búlandstindur líf mitt? hreyfi ég mig nóg? hvernig geng- ur hjónabandið? Og svo framvegis. Í Svíþjóð fara flestir sjúklingar fyrst í heilsugæsluna svo þar þyrfti að vera til næg þekking á vandanum. Sé vandinn greindur þar dregur það verulega úr alvarlegri vandamálum.“ Kristina leggur áherslu á að vandinn sé margþættur og þess vegna þurfi að fylgj- ast með á öllum vígstöðum. Henni er mjög í mun að fylgst sé með fólki í vinnunni því þar er uppruna sjúkdómsins oft að leita. „Atvinnurekendur ættu að setja sig inn í einkennin því þeir geta greint þau hjá starfsmanni áður en hann leitar til læknis. Verði atvinnurekandi var við breytingar í fari starfsmanns gæti það verið tákn um að eitthvað sé að.“ – En getur forstjóri í stóru fyrirtæki gefið sig á tal við starfsmann og spurt hvernig gangi í hjónabandinu og hvort hann sé að borða hollan mat? „Já, hann ætti að geta það. Á Íslandi er almenningur vel vitandi um einkenni og afleiðingar ofneyslu áfengis og vímuefna og það sama ætti að gilda um streitu. Það er alveg hægt að gera þá kröfu til atvinnu- rekenda að þeir haldi reglulega fundi með starfsfólki sínu þar sem þeir ræða um streitu og hvetja til árvekni um hana. Í flestum fyrirtækjum eru haldnir fundir um skipulag vinnunnar og fyrirtækis- ins og þetta ætti að vera hluti af þeim. Hvernig líður ykkur með skipulagið og störfin? Er þörf á að breyta einhverju, vilja einhverjir skipta um starf? Hvernig get ég sem stjórnandi hjálpað til með það?“ segir Kristina Glise sem íslenskir læknar geta fræðst frekar af á Læknadögum í janúar þar sem hún verður með erindi. Við erum Mylan Eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi M YL161002 LÆGRA LYFJAVERÐ FYRIR ÞIG U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.