Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2016/102 491 R A N N S Ó K N Inngangur Mænuskaði er meðal alvarlegustu afleiðinga slysa og getur haft mikil áhrif á líf hins slasaða, fjölskyldu hans og samfélagið í heild. Oftast er þetta varanlegur skaði og sá sem í hlut á getur þurft að reiða sig á heilbrigðiskerfið og félagsmálayfirvöld með marga eða alla þætti daglegs lífs til æviloka. Mænuskaði hefur oft mikil áhrif á andlega líðan einstaklingsins auk þess sem álagið á fjölskyldu hans getur orðið mikið. Endurhæfing er mikilvæg til að gera hinn mænuskaðaða eins sjálfbjarga og unnt er og bæta lífsgæði hans. Þar sem ekki hefur tekist að finna lækningu við mænuskaða þrátt fyrir miklar rannsóknir hefur áhersla verið lögð á forvarnarstarf til að fyrirbyggja þessa áverka. Niðurstöður faraldsfræðirannsóknar frá árinu 2006 sýndu mjög breytilegt nýgengi mænuskaða milli landa eða allt frá 10,4 (Holland) upp í 83 tilfelli (Alaska) á hverja milljón íbúa. Algengast var þó að nýgengið væri á bilinu 15-30 á hverja milljón íbúa.1 Sam- kvæmt samantekt á faraldsfræði mænuskaða sem gerð var árið 2014 var alþjóðlegt nýgengi árið 2007 áætlað 23 á hverja milljón íbúa2 sem er í góðu samræmi við rannsóknina frá 2006. Niðurstöður rannsókna víða að úr heiminum hafa sýnt breytingar á ýmsum þáttum varðandi faraldsfræði mænuskaða í Inngangur: Mænuskaði er meðal alvarlegustu afleiðinga slysa og þar sem ekki hefur tekist að finna lækningu við mænuskaða hefur áhersla verið lögð á forvarnarstarf. Nýgengi mænuskaða er breytilegt milli landa og ýmsar breytingar hafa orðið á faraldsfræði mænuskaða í áranna rás. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði mænuskaða af völdum slysa á Íslandi og leita áhættuþátta sem nýta mætti í forvarnar- skyni. Efniviður og aðferðir: Farið var afturskyggnt yfir sjúkraskrár allra sem greindust með mænuskaða samkvæmt ICD-9/ICD-10 á Landspítala á árunum 1975-2014. Upplýsinga var aflað um nýgengi, aldur, kynjaskipt- ingu og orsakir. Notaður var skalinn American Spinal Injury Association Impairment Scale (AIS) við mat á alvarleika mænuskaða. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu hlutu 233 einstaklingar mænuskaða af völdum áverka, eða 26 á hverja milljón íbúa á ári að meðaltali. Karlmenn voru 73% og meðalaldurinn 39 ár. Umferðarslys voru algengasta orsök mænuskaða. Oftast var um að ræða bílveltur í dreifbýli og í að minnsta kosti helmingi tilfella voru bílbelti ekki notuð. Fall var næstalgengasta orsök mænuskaða en í þeim orsakaflokki var meðalaldurinn hæstur. Reið- mennsku- og vetraríþróttaslys voru algengust íþrótta- og tómstundaslysa. Í um þriðjungi mænuskaðatilfella var um að ræða alskaða á mænu. Við útskrift höfðu 9% náð fullum bata. Ályktun: Mikilvægt er að efla enn frekar forvarnir og áróður í tengslum við bílbeltanotkun og öryggi á vegum landsins. Einnig þarf að leita leiða til að fækka mænuskaðatilfellum vegna falls, svo sem með því að kanna nánar ástæður falla hjá eldra fólki og bæta öryggisreglur á vinnustöðum. Hugs- anlega mætti fækka íþrótta- og tómstundaslysum með forvarnaraðgerð- um og bættum öryggisbúnaði. Á G R I P Mænuskaði af völdum slysa á Íslandi á árunum 1975-2014 Eyrún Arna Kristinsdóttir1 læknanemi, Sigrún Knútsdóttir2 sjúkraþjálfari, Kristinn Sigvaldason3 læknir, Halldór Jónsson jr.1,4 læknir, Páll E. Ingvarsson1,2 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2endurhæfingardeild Landspítala Grensási, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4bæklunarskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Páll E. Ingvarsson, palling@landspitali.is Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. https://doi.org/10.17992/lbl.2016.11.106 Greinin barst 25. febrúar 2016, samþykkt til birtingar 27. september 2016. áranna rás.3-6 Má þar einna helst nefna hækkandi meðalaldur slas- aðra en samkvæmt bandarískum gagnagrunni frá 1973, National Spinal Cord Injury Database (NSCID), sem inniheldur gögn um 22.000 mænuskaðasjúklinga, hækkaði meðalaldurinn um 9 ár milli tímabilanna 1973-1979 og 2000-2003.3,7 Aldursdreifingin er nú orðin tvítoppa, stærsti aldurshópurinn er víðast hvar ennþá ungt fólk sem oftast hefur slasast í umferðarslysum en aldurshópurinn ≥65 ára er stækkandi og meðal þeirra er fall algengasta orsökin.4 Mænuáverkum af völdum falla virðist fara fjölgandi og sums stað- ar er fall orðið veigameiri orsök en umferðarslys sem voru lengi vel algengasta orsök mænuskaða í vestrænum löndum.3-5,8-12 Karl- menn eru enn í meirihluta þeirra sem fá mænuskaða en hlutfall kvenna hefur verið að aukast undanfarna áratugi. Samkvæmt NSCID-gagnagrunninum jókst hlutfall kvenna úr 18,2% í kring- um 1970 í 21,8% um 2000 og var munurinn marktækur.3 Frá árslokum 1973 hafa nánast undantekningarlaust allir með mænuskaða á Íslandi legið á Landspítala og fengið endur- hæfingarmeðferð á Grensásdeild Landspítala í kjölfarið og gefst því einstakt tækifæri til að gera ítarlega rannsókn á faraldsfræði mænuskaða á Íslandi. Stuðst var að hluta við gögn úr fyrri rann- sókn á faraldsfræði mænuskaða á Íslandi á árunum 1975-2009 en niðurstöður hennar voru birtar árið 2012.6 Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um nýgengi, algengi, orsakir, aldur, kynjaskiptingu og alvarleika mænuskaða á Íslandi á 40 ára tímabili (1975-2014) og kanna hvort hægt væri að finna einhverja áhættuþætti mænuskaða og bera kennsl á áhættuhópa en slíkar upplýsingar eru grundvöllur forvarnarstarfs. • Marktækt betri árangur við að hætta að reykja en með notkun búprópíons, nikótínplástra (21 mg) eða lyfleysu í vikum 9-12 og vikum 9-241 • Ekki marktækt aukin áhætta á taugageðrænum aukaverkunum* samanborið við notkun lyfleysu við að hætta að reykja, óháð sögu um geðraskanir1 • Hjálpar til við að hætta að reykja með því að hindra verkun nikótíns og draga úr þörf fyrir reykingar2,3,4 • Þolist vel og hentar flestum fullorðnum reykingamönnum sem vilja hætta að reykja1,3 Hætt að reykja: Bentu sjúklingum þínum á árangur meðferðar með CHAMPIX® Nikótínlaus leið til að hætta að reykja 3 Fylgstu með reynslu sjúklinga þinna, svo þú sjáir árangurinn Ábending: Notað hjá fullorðnum til að hætta reykingum3. Upplýsingar um CHAMPIX® (vareniclin) er að finna í blaðinu. Heimildir: 1. Anthenelli RM, et al. Lancet 2016, 22. apr. doi: 10.1016/S0140-6736(16)30272-0 [Rafræn útgáfa áður en prentuð útgáfa kom út]. 2. Jorenby DE, et al. JAMA 2006;296:56-63. 3. CHAMPIX Samantekt á eiginleikum lyfs, júlí 2016. 4. West R, et al. Psychopharmacology 2008;197:371-377. *16 meðalalvarlegar og alvarlegar taugageðrænar aukaverkanir, þ.m.t.: kvíði, þunglyndi, óeðlileg líðan, fjandsamleg hegðun (teljast mjög alvarlegar aukaverkanir), æsingur, árásargirni, ranghugmyndir, ofskynjanir, manndrápshugsanir, oflæti, ofsahræðsla, vænisýki, geðrof, sjálfsmorðshugsanir, sjálfsmorðshegðun og sjálfsvíg (teljast meðalalvarlegar eða alvarlegar aukaverkanir). P FI -1 6- 10 -0 2 P P- C H M -D N K- 00 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.