Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 22
494 LÆKNAblaðið 2016/102 höfðu náð nógu miklum framförum hvað varðar skyn og hreyfi- getu til að teljast með gerð E við útskrift. Umferðarslys voru orsök ferlömunar í 51 tilfelli (44%) en fall var næstalgengasta orsökin (32%, n=38). Af þeim sem voru með þverlömun (paraplegia) voru 37% (n=38) með alskaða, 54% (n=56) með hlutskaða og 9% (n=9) með gerð E við útskrift. Meðal þeirra voru umferðarslys (37%, n=38) og föll (36%, n=37) algengustu orsakirnar. Umræður Á árunum 1975-2014 voru 233 einstaklingar lagðir inn á Landspít- ala með mænuskaða af völdum áverka. Landspítalinn þjónar stórhöfuðborgarsvæðinu en þangað eru einnig send alvarleg slys af landinu öllu og þeir sem fá mænuskaða á Íslandi koma nán- ast undantekningarlaust til bráðameðferðar á Landspítala og fá endurhæfingarmeðferð á Grensásdeild í kjölfarið. Því má ætla að rannsóknin nái til langflestra sem fengu mænuskaða á Íslandi á rannsóknartímabilinu og má því í raun kalla rannsóknina lýð- grundaða. Ekki er þó hægt að útiloka með öllu að til séu dæmi um að vægur mænuskaði hafi verið meðhöndlaður á öðrum heil- brigðisstofnunum á landinu. Nýgengi mænuskaða á rannsóknar- tímabilinu var 26 tilfelli á hverja milljón íbúa að meðaltali en var þó mjög breytilegt milli tímabila eða allt frá 13 upp í 34 tilfelli á hverja milljón íbúa. Sá breytileiki skýrist líklega að einhverju leyti af smæð íslensku þjóðarinnar. Á árunum 2005-2009 sást lang- hæsta nýgengið sem var þá 34 tilfelli á hverja milljón íbúa. Árlegt nýgengi mænuskaða hér á landi er mjög sambærilegt því sem sást í Vestur-Noregi á 50 ára tímabili (1952-2001) sem var um 26,3 tilfelli á hverja milljón íbúa.12 Nýgengið í Svíþjóð virðist heldur lægra en á Íslandi, en það var 19,6 á hverja milljón íbúa á 13 mánaða tímabili á árunum 2006-2007.11 Sama má segja um nýgengið í Finnlandi en það var 10 tilfelli á hverja milljón íbúa á árunum 1976-2005.10 Nýgengið hér á landi virðist einnig hærra en í Austurríki9 (17 tilfelli á hverja milljón íbúa á árunum 2002-2012) og Skotlandi14 (16 tilfelli á hverja milljón íbúa á árunum 1994-2013). Ekki er ljóst af hverju þessi munur stafar en mikilvægt er að hafa í huga að beinn samanburður á niðurstöðum þessara rannsókna er varhugaverður þar sem þær höfðu sumar mismunandi inntöku- skilyrði og voru ekki allar lýðgrundaðar. Nýgengi mænuskaða hér á landi virðist lægra en í Kanada8,16 og Bandaríkjunum3 þar sem nýgengið er um 40 tilfelli á hverja milljón íbúa. Hugsanlega stafar þessi munur að einhverju leyti af því að hlutfall ofbeldis- verka sem orsök mænuskaða í Bandaríkjunum og Kanada er hátt (17,8% og 8,2%) en á Íslandi hafa aðeins þrír einstaklingar fengið mænuskaða af þeim orsökum á síðastliðnum fjórum áratugum.3,8 Meðalaldur í rannsóknarhópnum var 39 ár (4-83) en það er að- eins hærri meðalaldur en fram kemur í alþjóðlegri samantekt á faraldsfræði mænuskaða þar sem meðalaldurinn var 33 ár.1 Þegar meðalaldurinn var skoðaður fyrir hvert 5 ára tímabil kom í ljós að hann jókst marktækt úr 31 í 47 ár á rannsóknartímabilinu. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsóknir víða að úr heiminum sem sýna hækkandi meðalaldur þeirra sem fá mænuskaða.3,4,7 Niðurstöður nýlegrar rannsóknar á faraldsfræði mænuskaða í Skotlandi sýndu hækkun á meðalaldri úr 44,1 í 52,6 ár á 20 ára tímabili (1994-2013).17 Orsakir þessarar hækkunar eru ekki þekktar en hana má að hluta skýra með hækkandi meðalaldri þjóðanna sem eiga í hlut.3 Vegna smæðar íslensku þjóðarinnar og þar með rannsókn- arhópsins er varhugavert að draga miklar ályktanir af breyting- um á hlutfalli kvenna á rannsóknartímabilinu. Þó að munurinn hafi ekki reynst marktækur þegar rannsóknartímabilið var skoðað í heild má benda á að helmingur kvennanna slasaðist eftir árið 2000. Niðurstöður rannsóknar sem byggir á bandaríska NSCID- gagnagrunninum sýndu að hlutfall kvenna af þeim sem slasast í umferðarslysum, íþróttaslysum og ekki síst þeim sem tilheyra orsakaflokknum annað hefur hækkað. Þó telja höfundar jafnvel lík- legra að þessi fjölgun kvenna í hópi þeirra sem fá mænuskaða stafi af slysum sem verða hjá eldra fólki, til dæmis lágu falli, því konur eru í meirihluta í eldri aldursflokkum bandarísku þjóðarinnar.3 Niðurstöður fjölþjóðlegrar samantektar á faraldsfræði mænu- skaða frá árinu 2010 sýndu mjög breytileg hlutföll þverlömunar milli landa eða allt frá 19% og upp í 68% og það sama gilti um ferlömun en þar var hlutfallið 32-75%.4 Á Íslandi var hlutfall þver- lömunar og ferlömunar svipað. Fjölmennasti hópurinn reyndist samanstanda af einstaklingum sem hlutu ferlömun vegna hlutskaða á mænu en sá næstfjölmennasti af einstaklingum með þverlömun vegna hlutskaða. Svipaðar niðurstöður sáust í sam- bærilegri rannsókn frá Ástralíu.18 Samkvæmt nýlegri rannsókn frá Skotlandi reyndist hlutfall alskaða þar vera lægra (um 30%) en hér á landi og á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýna einnig fjölgun mænuskaðatilfella af gerð C og D og telja höfundar ástæðuna vera aukinn fjölda mænuskaða vegna lágra falla meðal eldra fólks en þeir áverkar eru oftast ekki eins alvarlegir og mænuáverkar af öðrum orsökum.17 Athyglisvert er R A N N S Ó K N Mynd 5. Einkaneysla á Íslandi á árunum 1990­2014. Mynd 6. Fjármunamyndun í mannvirkjagerð. 0 2000 4000 6000 8000 10000 12000 14000 16000 18000 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 M illj ón ir kr ón a á fö st u ve rð la gi (2 00 5) Ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.