Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 36
508 LÆKNAblaðið 2016/102 Þórunn Halldóra Þórðardóttir námslæknir í lyflækningum við Landspítala og fulltrúi Íslands í Hópi ungra lyflækna í Evrópu thorhtho@landspitali.is Sumarskóli Evrópusamtaka lyflækna (European Summer School of Internal Medicine) var haldinn í þriðja og síðasta sinn á Sardiníu á Ítalíu á nýafstöðnu sumri. Greinarhöfundur, ásamt tveimur öðrum námslæknum á lyflækningasviði Landspítalans, þeim Helgu Huld Petersen og Óskari Valdórssyni, var þess heiðurs aðnjótandi að vera þátttakandi í þetta sinn og njóta góðs af þeirri frábæru kennslu og handleiðslu sem einkennir þennan skóla. Evrópusamtök lyflækna (EFIM – Europe- an Federation of Internal Medicine) voru stofnuð árið 1996 með það hlutverk að leiða saman félög lyflækna í hverju landi fyrir sig og beina athyglinni að lyflækn- ingum sem sérgrein, á tímum vaxandi áherslu á sérhæfingu og undirsérgreinar lyflækninga. Samtökin ná yfir 33 undirfé- lög víðsvegar um Evrópu og innan þeirra starfa um 40.000 lyflæknar. Það sem lík- lega færri vita er að Evrópusamtökin halda úti öflugu starfi fyrir unga námslækna í Evrópu. Innan þeirra er starfræktur sérstakur „Hópur ungra lyflækna“ (YI - Young Internists) með það að markmiði að styrkja lyflækningar sem sérgrein með því að leiða saman unga námslækna og sérfræðinga í Evrópu, stuðla að samstarfi, mynda tengslanet, auðvelda möguleika á starfsframa í öðrum löndum og hvetja aðra til feta í fótspor þeirra. Undir merkj- um Evrópusamtaka lyflækna og Hóps ungra lyflækna standa til boða fjölmörg verkefni sem áhugaverð eru fyrir unga lækna. Þar ber helst að nefna Evrópuskóla ungra lækna í framhaldsnámi í lyflækn- ingum. Markmið þessa skóla er að stuðla að kennslu í læknisfræði af hæsta gæða- flokki fyrir námslækna í lyflækningum en ekki síður hvetja til félagslegra tengsla og skapa vináttu milli þeirra. Skólinn er haldinn tvisvar á ári, að sumri og vetri til, í vikutíma og á tilteknum stað í þrjú ár í senn. Hverju sinni sækja 50-60 læknar frá 20-25 löndum skólann, þó aldrei fleiri en þrír einstaklingar frá sama landi. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera vel á veg komnir í sínu sérnámi í lyflækningum og vera yngri en 36 ára. Rúmlega 1000 læknar hafa farið í gegnum skólann frá því hann var haldinn fyrst árið 1998 og saman mynda þeir grunninn að Hópi ungra lyf- lækna. Kennslan fer fram frá morgni fram eftir degi og samanstendur af fyrirlestrum, vinnubúðum og kynningu sjúkratilfella. Saman dvelja læknarnir á hóteli þar sem öll kennsla fer fram en ekki er síður lagt upp úr félagslegri tengslamyndun með sameiginlegum málsverðum í hádeg- inu og á kvöldin ásamt skipulögðum skoðunarferðum og öðrum skemmtunum. Greinarhöfundur hafði miklar væntingar til sumarskólans enda höfðu þrír ungir íslenskir læknar setið hann á sama stað árið áður og létu vel af vistinni. Var það því með mikilli eftirvæntingu sem haldið var til Costa Rei á suðausturhluta Sardiníu á sunnudegi í júnímánuði. Þema skólans að þessu sinni var „Less is More“ eða minna er meira til að vekja athygli á ofgreiningum og ofmeðhöndlunum í læknisfræði. Fengum við jafnframt að hlýða á fyrirlestra um hvernig best sé að takast á við og draga úr líkum á mistök- um í okkar starfi, efni sem öllum ungum læknum er mjög hugleikið, en ekki síður athyglisverð var umræðan um ákvörðun meðferðartakmarkana. Evrópskir sér- Að loknum Sumarskóla Evrópusamtaka lyflækna: „Minna er meira“ Endurfundir nokkurra námslækna á þingi Evrópusamtaka lyflækna í Amsterdam í september síðastliðnum: Mark frá Hollandi, Sarah frá Svíþjóð, Þórunn frá Íslandi, Inma frá Spáni og Inbar og Amir frá Ísrael. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.