Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2016/102 483 Efniviður og aðferðir Þátttakendur voru allir sjúklingar með sáraristilbólgu sem fóru í ristilbrottnám á Landspítala eða Sjúkrahúsinu á Akureyri á árun- um 1995-2009 og voru á lífi í upphafi rannsóknar. Á þessu tímabili greindust 884 einstaklingar með sáraristilbólgu á Íslandi.4 Upp- lýsingar um hvaða sjúklingar fóru í ristilbrottnám 1995 til 2009 voru fengnar frá rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og frá meinafræðideild Sjúkrahússins á Akureyri. Nánari upplýsingar um greiningu, aðgerð og afdrif sjúklinganna voru fengnar úr sjúkraskrám. Aðgerð var skilgreind sem bráðaaðgerð ef hún var skilgreind þannig í aðgerðarlýsingu eða af svæfingarblaði. Þrá- lát bráð einkenni eru svæsin einkenni sem lagast ekki við lyfja- meðferð. Þrálát langvinn einkenni eru einkenni sem hægt er að halda að einhverju leyti niðri með lyfjum en sjúklingurinn verður aldrei einkennalaus eða ekki hægt að taka hann af sterameðferð. Dreifing sjúkdómsins var fengin frá meinafræðisvörum og var skilgreind sem bólga í vinstri hluta ristils ef bólgan var neðan við miltisbeygju og víðtæk, (umfangsmikil, meiriháttar) ef hún náði upp fyrir miltisbeygju. Þrjár tegundir aðgerða voru framkvæmdar: 1) Tenging innri garnapoka við endaþarm (Ileal pouch­anal anasto­ mosis, eða IPAA), oft með tímabundinni garnarauf (covering loop ileostomy); 2) Tenging smágirnis við endaþarm (Ileorectal anastomos­ is, eða IRA); 3) Garnarauf (end ileostomy, eða EI). Innri garnatenging var skilgreind sem tenging smágirnis í endaþarm (IRA) eða innri garnapoki (IPAA). Fundinn var meðalaldur sjúklinga við aðgerð og einnig meðalaldur þegar rannsóknin var gerð (2011). Hundrað og sex sjúklingar fengu senda þrjá spurningalista. Send var út ein ítrekun til 60 sjúklinga og síðan hringt einu sinni í þá sem enn höfðu ekki svarað. Fyrsti listinn innihélt að mestu leyti starfrænar spurningar hannaðar af rannsóknaraðilum. Listinn var í fjórum hlutum. Fyrsti hlutinn var um þvaglát og kynlíf. Annar hlutinn var um hægðaleka (mælt með Wexner-skala þar sem 5 breytur eru metn- ar á bilinu 0 (aldrei) til 4 (daglega) hvað varðar tíðni leka á lofti, vökva, formuðum hægðum, notkun innleggs, og breytingar á lífs- stíl) og hægðalosunarvandamál. Í þriðja hlutanum var spurt um vandamál af garnaraufinni. Í fjórða hluta var spurt almennt um meðferðina og fjarveru frá vinnu fyrir og eftir aðgerðirnar. SF-36v2-listinn inniheldur spurningar um almennt viðhorf til heilsu og metur bæði líkamlega og andlega þætti. Spurningar list- ans má flokka í 8 undirflokka, fjóra líkamlega og fjóra andlega. Þeir eru eftirfarandi: Líkamleg virkni (physical functioning), líkam- legt hlutverk (physical role), líkamlegur verkur (bodily pain), almenn heilsa (general health), lífsneisti (vitality), félagsleg virkni (social function), tilfinningalegt hlutverk (emotional role) og andleg heilsa (mental health). Niðurstöðurnar eru dregnar saman í tvö tölugildi (score), heildartölugildi fyrir líkamlega þætti (physical component score) og heildartölugildi fyrir andlega þætti (mental component score). Hærra tölugildi þýðir meiri lífsgæði, lægra gildi þýðir minni lífsgæði. Svör sjúklinga voru sett inn í forrit (Quality Metric Health OutcomesTM Scoring Software 4.0) sem vann úr niðurstöðunum og bar þær saman við almennt bandarískt þýði. Niðurstöðurnar voru svo skoðaðar út frá kyni, tegund aðgerðar og aldurshópi. EORTC QLQ-CR29 er spurningalisti sem mælir sjúkdómstengd lífsgæði.18 Hann, líkt og aðrir EORTC-spurningalistar, var hann- aður fyrir sjúklinga með krabbamein en þessir spurningalistar hafa einnig verið notaðir til að meta lífsgæði sjúklinga með góð- kynja sjúkdóma.19 Listinn inniheldur 29 atriði sem má flokka í fjóra virkniskala (líkamsímynd, kvíði, þyngd og áhugi á kynlífi) og 18 einkennisskala (þvagfæraeinkenni, gerð hægða, meltingar- einkenni, verkir og önnur einkenni) Álitið er að því sterkari sem einkenni eru, þeim mum minni séu lífsgæðin. Spurningar varð- andi meltingareinkenni eru mismunandi fyrir sjúklinga með og án garnaraufar. Vandamál tengd kynlífi eru metin á mismunandi hátt fyrir konur og karla og notast við mismunandi spurningar fyrir hvort kyn. Tölugildin sem gefin eru eru milli 0 og 100. Fyrir lífsgæði í almenna lífsgæða- og virkniskalanum þýðir hærra gildi meiri lífsgæði. Fyrir einkennaskalana þýðir hærra gildi verri/ meiri einkenni. Leyfi fyrir notkun listans var fengið hjá útgefend- um hans. Spurningalistarnir þrír eru birtir við greinina á heima- síðu blaðsins. Leyfi fyrir rannsókninni fengust frá Vísindasiðanefnd (VSNb2011010001/03.1) og Persónuvernd (S5440/2011). Tölfræði er fyrst og fremst lýsandi. Forritið sem notað var við úrvinnslu SF-36v2 gefur upp meðaltöl með staðalfráviki og við miðum við að munur sé ekki marktækur ef hann er minni en eitt staðalfrávik. Úrvinnsla EORTC-listans var framkvæmd með Excel með miðgildi og fjórðungaspönn (interquartile range). Niðurstöður Almennt Alls fundust 118 sem höfðu farið í ristilbrottnám vegna sáraristil- bólgu á Íslandi á árunum 1995 til 2009. Fimmtíu og fimm fóru í bráðaaðgerð (47 á Landspítala og 8 á Sjúkrahúsinu á Akureyri) og 63 í valaðgerð (62 á Landspítala og einn á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri). Við upphaf rannsóknar höfðu 7 sjúklinganna látist, tveir sjúklingar voru með krabbamein og þrír voru búsettir erlendis og voru því útilokaðir (mynd 1). Ábendingar fyrir aðgerð hjá þeim 106 sem eftir voru, voru þrálát bráð sáraristilbólga (n=91) og þrá- lát krónísk sáraristilbólga (n=15), það fór enginn í aðgerð vegna bólgu í endaþarmi eingöngu. Tuttugu og þrír sjúklingar höfðu „colitis sin“ (E2) og 83 höfðu víðtæka ristilbólgu (extensive colitis) (E3) samkvæmt Montreal-skala. Það fóru allir í aðgerð vegna mis- svæsinna einkenna en engin aðgerð var gerð hjá einkennalausum einstaklingi vegna þess að hann væri búinn að vera lengi (>10 ár) með sjúkdóminn. R A N N S Ó K N Mynd 1. Sjúklingar sem fengu senda spurningalista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.