Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 26
498 LÆKNAblaðið 2016/102 limum en hún var greinilega óstöðug við gang og vöðvar í neðri útlimum titruðu við áreynslu. Lærvöðvar voru áberandi rýrir. Við taugaskoðun fengust hvorki fram hné- né hælviðbrögð en á báð- um upphandleggjum voru góð sinaviðbrögð í tvíhöfðavöðvum. Í fingurgómum og tám var skert snertiskyn og sjúklingurinn kvart- aði um dofa í fingrum. Á bráðamóttöku vaknaði fljótlega grunur um að einkenn- in, þar með talinn fjöltaugakvillinn með vöðvarýrnun aðlægra (proximal) útlimavöðva, gætu samrýmst beriberi. Þíamínskortur gæti hafa orðið vegna vannæringar eftir magahjáveituaðgerð og langvarandi uppkasta. Styrkur þíamíns í blóði var mældur og barst svarið nokkrum dögum síðar þar sem senda þurfti sýnið er- lendis til rannsóknar. Þíamín í sermi mældist aðeins 71 nmól/L en viðmiðunargildi eru 100-300 nmól/L. Fékk hún því greininguna beriberi án hjartabilunar og bjúgs, sem einnig er þekkt sem þurrt beriberi (dry beriberi). Á bráðamóttöku voru henni gefin 300 mg af þíamíni í æð og dró úr sumum einkennanna næstu klukkustundirnar, sérstaklega ógleði, auk þess sem máttleysi minnkaði. Um kvöldið var hún út- skrifuð heim til sín og lögð áhersla á að hún tæki daglega sterkt B-vítamín sem bætiefni. Frekara eftirlit var fyrirhugað hjá heim- ilislækni þar sem taka átti afstöðu til frekari þíamíngjafar í æð. Gengu einkenni til baka að miklu leyti á næstu mánuðum þótt þau hyrfu ekki að fullu. Um hálfu ári síðar var hún lögð inn á Landspítala að nýju vegna lifrarbilunar sem rakin var til áfeng- ismisnotkunar. Lést hún á gjörgæsludeild nokkrum vikum síðar. Umræða Hér er lýst tilfelli af þurru beriberi sem tengist vannæringu eft- ir hjáveituaðgerð sem gerð var áratug áður. Algengustu einkenni vægs þíamínskorts eru lystarleysi, hægðatregða, ógleði og upp- köst, lækkað geðslag og þreyta. Við alvarlegri skort fer að bera á einkennum frá úttaugum og vöðvum líkt og sáust í tilfellinu sem hér var lýst; einkenni sem eru dæmigerð fyrir fjöltaugakvilla í þurru beriberi. Mest áberandi einkenni voru nánast upphafin sinaviðbrögð, veruleg vöðvarýrnun, minnkaður vöðvakraftur og skert snertiskyn auk dofa og verkja. Í beriberi er algengt að skyn- truflanir og máttleysi byrji fjærst í tám og fingrum og færist síðan smá saman nær bol1,2, líkt og sást í þessu tilfelli. Á Vesturlöndum er þurrt beriberi ekki algengasta birtingarform þíamínskorts heldur heilkenni Wernicke eða Korsakoff. Fjöltauga- kvilli er þó oftast til staðar hjá þeim sem greinast með Wernicke- heilkenni og er stundum undanfari sjúkdómsins.4 Við langvarandi þíamínskort verður hins vegar oftar hrörnun á úttaugum, líkt og sést í þurru beriberi, eða hjartastækkun og hjartabilun eins og í blautu beriberi. Ofhleðsla glúkósa til viðbótar við þíamínskort er hins vegar talin tengjast orsök taugasjúkdóma í heilakvilla Wern- icke eða Korsakoff-heilkenni.4,5 Í okkar tilfelli er sennilegasta skýringin á þíamínskorti maga- hjáveituaðgerð sem konan hafði gengist undir áratug áður, þrátt fyrir að langvarandi uppköst og vannæring tengd ofnotkun áfeng- is gæti einnig hafa haft áhrif.4, 6 Svipuðum tilfellum hefur verið lýst áður, meðal annars eftir magahjáveituaðgerð vegna offituvanda- mála hjá sjúklingi sem hafði einnig sögu um misnotkun áfengis.6 Þyngdartap eftir magahjáveituaðgerð skýrist af minni inntöku fæðu þar sem sjúklingurinn verður fyrr saddur, en einnig vegna þess að frásog næringarefna í maga og mjógirni minnkar.7,8 Þannig getur dregið verulega úr upptöku þíamíns og annarra næringar- efna en einnig járns sem frásogast í smágirni, enda er tilgangur Roux-en-Y tengingarinnar að veita fæðunni fram hjá 100-150 cm af 500-600 cm heildarlengd smágirnis, og um leið allri skeifugörn- inni.7 Offituaðgerðir eru á meðal algengustu kviðarholsaðgerða víðast hvar á Vesturlöndum og tíðni þeirra fer vaxandi á heims- vísu.9 Hér á landi hafa verið gerðar frá 23 til 82 hjáveituaðgerðir árlega síðustu fimm árin við offitu. Eru þá ekki taldar með offitu- aðgerðir þar sem notast er við sultaról (gastric banding). Magahjáveita er almennt talin örugg aðgerð og þótt tíðni fylgi- kvilla sé há er hægt að fyrirbyggja suma fylgikvilla, til dæmis með inntöku vítamína.10,11 Á meðal þessara fylgikvilla er þíamínskortur en þurru beriberi hefur áður verið lýst sem sjaldgæfum fylgikvilla eftir magahjáveituaðgerð.8,12,13 Einkenni eru þá svipuð og þegar þíamínskortur hlýst af vannæringu.1 Algengast er að einkenni komi fram fyrstu mánuðina eftir aðgerðina þegar þyngdartap er hvað mest.13 Þó hefur verið lýst tilfelli þar sem þíamínskortur greindist 13 árum eftir magahjáveituaðgerð.6 Uppköst eru einnig Mynd 1. Mynd af hjáveituaðgerðinni. Sá hluti magans sem tekur við fæðu er minnkað­ ur í um það bil 50 ml og ásgörn síðan tengd með Roux­en­Y tengingu við magarestina. Þannig er fæðunni beint fram hjá stórum hluta af smágirni. Mynd: Guðjón Örn Lár­ usson. S J Ú K R A T I L F E L L I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.