Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2016/102 495 að sjá að alls 20 einstaklingar (9%) náðu nægilegum framförum í endurhæfingu til að teljast tilheyra flokki E við útskrift, það er með eðlilegt skyn og fulla hreyfigetu. Á Íslandi voru umferðarslys algengasta orsök mænuskaða þegar rannsóknartímabilið var skoðað í heild en hlutfall umferð- arslysa hefur lækkað úr 54% á árunum 1990-1994 í 23% á árunum 2010-2014. Í meirihluta tilfella var um að ræða bílslys, oftast bíl- veltu í dreifbýli. Umferðarslys eru einnig algengasta orsök mænu- skaða í Kanada,16 Bandaríkjunum3 og Ástralíu18 en á Norðurlönd- um er fall algengasta orsökin.10-12 Rúmlega helmingur þeirra sem fékk mænuskaða vegna bílslyss var ekki í bílbelti en það hlutfall gæti verið hærra þar sem upplýsingar um bílbeltanotkun vantaði fyrir 28%. Þetta gefur ríka ástæðu að auka enn áróður fyrir notkun bílbelta. Á árunum 2005-2009 sást mikil aukning falla sem orsök mænu- skaða og voru þau algengasta orsök mænuskaða á síðasta áratug rannsóknartímabilsins. Ástæður þessarar aukningar eru ekki ljós- ar en skýrast hugsanlega af hækkandi meðalaldri þeirra sem fá mænuskaða en fall var algengasta orsök mænuskaða hjá fólki eftir sextugt. Þetta er í samræmi við upplýsingar úr bandaríska NSCID- gagnagrunninum.3 Fall er algengasta orsök mænuskaða í mörgum nágrannlöndum Íslands, það er Svíþjóð,11 V-Noregi,12 Finnlandi,10 Skotlandi17 og Austurríki.9 Höfundar hafa velt fyrir sér hugsanlegum orsökum þess að nýgengi mænuskaða á Íslandi jókst mikið á árunum 2005-2009. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru þessar ný- gengisbreytingar í samræmi við aukningu á einkaneyslu á þessu tímabili19 (mynd 5) sem gæti hafa leitt til aukinnar þátttöku fólks í frístundaiðkunum og aukningar á byggingaframkvæmdum (mynd 6).20 Á þessu tímabili sást fjölgun falla sem orsök mænu- skaða sem gæti tengst aukningu á byggingaframkvæmdum en í þeirri starfsgrein voru vinnuslys algengust. Upplýsingar úr Slysaskrá Íslands sýna að hlutfall vinnuslysa jókst á árunum 2003-2006 og náði hámarki árið 2006 þegar það var um 20% en fór svo lækkandi aftur.21 Á árunum 2005-2009 sást einnig fjölgun íþrótta- og tómstundaslysa sem mætti hugsanlega rekja til breytts lífsstíls sem gæti tengst þessari hagfræðilegu uppsveiflu á Íslandi á tímabilinu. Þó er vert að nefna að á síðustu árum rannsóknar- tímabilsins sést einnig aukning á einkaneyslu og mannvirkjagerð án tilheyrandi aukningar á mænuskaðatilfellum. Jafnframt skýrir þessi hagfræðilega uppsveifla ekki hátt nýgengi mænuskaða á ár- unum 1975-1979 sem þá var 30 tilfelli á hverja milljón íbúa. Bent skal á að ökumönnum og farþegum var ekki gert skylt að nota öryggisbelti fyrr en árið 1981 og forvarnarumræða í tengslum við umferð var þá lítil sem engin. Einnig má ætla að ástand þjóðvega á Íslandi á þeim árum hafi verið bágborið miðað við nú. Þrátt fyrir að rannsóknarhópurinn hafi ekki verið sérlega stór, eykur óvenju langt rannsóknartímabil gildi rannsóknarinnar, ekki síst hvað varðar upplýsingar um mikilvægar breytingar á faralds- fræði mænuskaða á Íslandi undanfarna fjóra áratugi. Rannsóknin var afturskyggn en því rannsóknarsniði fylgja ákveðnar takmark- anir. Sem dæmi má nefna skráningu bílbeltanotkunar, sem var mjög ábótavant, en fróðlegt hefði verið að sjá betur hversu margir þeirra sem hlutu mænuskaða í bílslysi notuðu ekki bílbelti. Annað dæmi gæti verið rangt val á ICD-kóða sem mikilvægt er að hafa í huga við faraldsfræðilega samantekt eins og þessa. Mænuskaði leiðir oftast til varanlegrar örorku og á meðan ekki finnst lækning þarf að leita allra ráða til að fyrirbyggja slys sem valda slíkum meiðslum. Faraldsfræðilegar rannsóknir sem þessi geta varpað ljósi á áhættuhópa og hugsanlega áhættuþætti og gef- ið upplýsingar um á hvaða sviðum sé hægt að bæta aðbúnað og öryggi. Á grundvelli niðurstaðna þessarar rannsóknar er mikil- vægt að efla forvarnir með áherslu á íþrótta- og tómstundaslys, einna helst reiðmennsku og vetraríþróttir, en einnig er mikilvægt að auka enn frekar forvarnir og áróður í tengslum við notkun bíl- belta og öryggi við akstur á þjóðvegum landsins. Jafnframt þarf að leita leiða til að fækka mænuskaðatilfellum vegna falls, svo sem með því að kanna nánar ástæður falla hjá eldra fólki og bæta enn frekar öryggisreglur á vinnustöðum. R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.