Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2016/102 497 S J Ú K R A T I L F E L L I Inngangur Beriberi má rekja til þíamínskorts og geta einkennin verið fjöl- breytileg þar sem máttleysi og dofi eru algengust.1 Þíamín, einnig þekkt sem B1-vítamín, er vatnsleysanleg sameind sem er forveri margra mikilvægra virkra afleiða, þar á meðal þíamín pýrófos- fats og þíamín þrífosfats.2 Þíamín pýrófosfat er nauðsynlegt fyrir ýmis efnaskipti líkamans, svo sem í efnahvörfum Krebs-hrings- ins.3 Þíamín þrífosfat tekur þátt í myndun taugaboða í útlægum taugum en rekja má algengustu einkenni beriberi til truflunar á þeim.2,3 Helmingunartími þíamíns er einungis 10-20 dagar og mjög litlar birgðir eru geymdar af því í líkamanum.2 Því verður að neyta þíamíns reglulega í fæðu til að koma í veg fyrir skort. Fæðan verður að vera fjölbreytt því þíamín er aðallega að finna í kornvör- um en einnig í minna magni í grænmeti og kjötvörum.3 Beriberi er sjaldséður sjúkdómur hér á landi enda tengist hann aðallega vannæringu og einhæfu mataræði í fátækari löndum heimsins. Þetta á sérstaklega við um landsvæði þar sem hýðislaus hrísgrjón eru meginuppistaða fæðunnar, eins og í Suðaustur-Asíu.2 Á Vest- urlöndum greinist sjúkdómurinn helst hjá sjúklingum sem þjást af vannæringu og langvinnri áfengissýki.1,4 Beriberi hefur einnig verið lýst eftir kviðarholsskurðaðgerðir.1 Hér er lýst tilfelli sem greindist á bráðamóttöku Landspítala en sjúklingurinn hafði 10 árum áður gengist undir magahjáveituaðgerð vegna offituvanda- mála. Beriberi-sjúkdómur stafar af skorti á vítamíninu þíamíni sem er langoft- ast afleiðing vannæringar en getur verið fylgikvilli skurðaðgerða. Rúm- lega fertug kona sem gengist hafði undir magahjáveituaðgerð 10 árum áður leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna máttleysis og dofa. Við skoðun voru lærvöðvar rýrir og sinaviðbrögð í neðri útlimum ógreinanleg. Einkenni bentu til fjöltaugakvilla sem talinn var samrýmast einkennum beriberi en magn þíamíns í blóði mældist töluvert undir viðmiðunarmörk- um. Hún var meðhöndluð með 300 mg af þíamíni í æð og einkenni tóku að hjaðna. Þíamínskort í þessu tilfelli má sennilega rekja að mestu til magahjáveituaðgerðar og vannæringar tengda henni. Þetta er sjaldgæf- ur fylgikvilli sem ber að hafa í huga hjá sjúklingum með fjöltaugakvilla, jafnvel löngu eftir slíka aðgerð. Á G R I P Beriberi áratug eftir magahjáveituaðgerð – sjúkratilfelli Linda Ó. Árnadóttir1 læknanemi, Svanur Sigurbjörnsson2 læknir, Tómas Guðbjartsson1,3 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2slysa- og bráðadeild, 3skurðsviði Landspítala. Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali.is Höfundar fengu samþykki ættingja sjúklings fyrir þessari umfjöllun og birtingu. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. https://doi.org/10.17992/lbl.2016.11.107 Greinin barst 16. mars 2016, samþykkt til birtingar 16. september 2016. Tilfelli Rúmlega fertug kona leitaði í tvígang með 5 daga millibili á bráða- móttöku Landspítala vegna vaxandi dofa og máttleysis í útlimum. Einkennin voru mest áberandi í ganglimum og fannst henni „eins og að hún stæði á brauðfótum og ætti erfitt með að standa óstudd“. Sömuleiðis kvartaði hún um dofa í fingurgómum og tám. Dregið hafði úr matarlyst og hún hafði kastað upp daglega um nokkurra vikna skeið. Því léttist hún um nokkur kílógrömm en ástæða upp- kastanna var óþekkt. Hún hafði auk þess margra ára sögu um ofnotkun áfengis, þó ekki vikurnar fyrir innlögn, og hafði alltaf nærst vel þar til þessi veikindi með uppköstum gerðu vart við sig. Í heilsufarssögu kom fram að hún hafði verið greind með sykur- sýki af tegund 2, sóragigt og þunglyndi og gengist undir gall- blöðrutöku og svuntuaðgerð á kvið. Tíu árum áður hafði hún jafn- framt gengist undir magahjáveituaðgerð vegna offituvandamála; gerð var Roux-en-Y tenging á ásgörn við maga og rúmmál magans minnkað í kringum 50 ml (mynd 1). Gangurinn eftir aðgerðina var eðlilegur og án alvarlegra fylgikvilla. Léttist hún um 35 kíló, mest- megnis á fyrstu mánuðum. Líkamsþyngdarstuðull hennar lækk- aði úr 37 í 25 kg/m2. Jafnframt lækkaði blóðsykur það mikið að hún gat hætt að taka sykursýkislyf. Hins vegar þurfti hún að taka járntöflur vegna járnskortsblóðleysis og fékk B12-vítamínsprautur á þriggja mánaða fresti vegna lágra B12-gilda í blóði. Fjórum árum eftir aðgerð var hún í tvígang greind með góðkynja magasár á hálfs árs tímabili, nánar tiltekið á mótum tengingar milli maga og ásgarnar. Var hún í bæði skiptin meðhöndluð með sýrustillandi prótónpumpuhemlum og löguðust einkenni á nokkrum vikum. Ári síðar var hún lögð inn vegna bráðra kviðverkja og kom þá í ljós rof á maga vegna góðkynja ætisárs sem var á sama stað og fyrri ætisár. Var sárinu lokað með opinni skurðaðgerð og gerð ný samtenging frá maga og yfir á ásgarnarhluta Roux-en-Y tengingar- innar. Eftir aðgerðina var henni ráðlagt að taka um ótilgreindan tíma omeprazole töflur, 20 mg einu sinni á dag. Við komu á bráðamóttöku var hún vel áttuð og lífsmörk innan eðlilegra marka. Ekki sáust merki um hjartabilun eða bjúg á út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.