Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 38
510 LÆKNAblaðið 2016/102
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
„Þetta var þriggja daga intensívt
námskeið núna í haust þar sem verið var
að kynna akademískar geðlækningar,“
segir Anna Kristín sem sótti námskeið
við læknadeild Oxfordháskóla (Oxford
Psychiatry Autumn School) í byrjun sept-
ember.
Anna Kristín vann í sumar á geðdeild
Landspítalans. „Ég vissi að hér heima væri
vandað sérnám í boði í geðlækningum
og auk þess mörg áhugaverð rannsóknar-
verkefni og önnur vísindastörf í gangi
en þetta námskeið opnaði augu mín enn
frekar fyrir möguleikunum sem geðlækn-
ingar bjóða upp á og í rauninni hvað
það eru spennandi tímar framundan í
faginu. Námskeiðið var byggt upp þannig
að geðlæknar við Oxfordháskóla, bæði
klínískir og akademískir, kynntu rann-
sóknir sínar, framhaldsnámið og starfsem-
ina almennt fyrir okkur sem þarna vorum
saman komin.“
Var semsagt verið að reyna að fá ykkur til
að velja Oxford?
„Já, það var eiginlega það fyndna við
þetta. Þau voru raunverulega að selja okk-
ur hugmyndina um að koma til Oxford
í framhaldsnám. Eins og þess þurfi eitt-
hvað? Hver vill ekki fara til Oxford?“ segir
Anna Kristín og hlær. „En fyrir kandídata
þarna úti er þetta lengra ferli en hjá okkur.
Þau taka tvö kandídatsár og þurfa því að
vera búin að skipuleggja næstu skref með
góðum fyrirvara. Þau sem voru með mér á
námskeiðinu voru ýmist á lokaárinu eins
og ég eða byrjuð á kandídatsári, svo ég
get ímyndað mér að þetta hjálpi þeim að
ákveða hvort þetta sé málið eða ekki. Það
voru svo reyndar nokkrir sérnámslæknar
líka.“
Ósannfærandi læknanemi í flugvélinni
Hvað kom til að þú fórst á þetta námskeið?
„Það er eiginlega dálítið góð saga og í
rauninni samansafn af tilviljunum. Fyrir
rúmum tveimur árum var ég á leiðinni
til London á dansnámskeið með Hofesh
Shechter-dansflokknum sem hafði verið á
bucket-listanum lengi. Þetta var akkúrat
á þeim tíma á 4. árinu sem við vorum
á skurðlækningakúrsinum. Ég var þá í
rauninni, ef ég má sletta, á krónískum
bömmer því ég er með svo lágan blóð-
þrýsting. Í þeim aðgerðum sem ég var
viðstödd heyrðist reglulega: læknaneminn
þarf brjóstsykur, hún er að líða útaf! – en
í sannleika sagt hefði ég þurft eitthvað
öflugara en brjóstsykur þrátt fyrir að hafa
reynt öll trixin í bókinni. En þetta er út-
úrdúr, ég grét það sem sagt ekki að þurfa
að biðja um leyfi í nokkra daga. En ég sat í
flugvélinni og var að lesa bók í skurðlækn-
isfræði. Þá spyr breskur strákur sem sat
við hliðina á mér hvort ég sé læknanemi.
Ég játaði því og þá sagðist hann líka vera
læknanemi. Mér fannst fasið hans hálf-
óþægilegt og þegar það kom í ljós að við
vorum á leið á sömu lestarstöðina sá ég
fyrir mér alls konar tilbrigði við senur
úr kvikmyndinni Taken. Ég ákvað því að
stinga upp á því að við myndum hlýða
hvort öðru yfir og eftir yfirheyrsluna var
ég nokkuð sannfærð um að hann hafði
ekki logið. Greyið maðurinn reyndist hinn
indælasti og við ákváðum að halda sam-
bandi. Ég fékk svo ráðleggingar frá honum
núna í byrjun sumars í tengslum við að
taka hluta af valtímabilinu í London en
þá sendi hann í leiðinni upplýsingar um
þetta námskeið og hvatti mig til að sækja
um. Ég var þá nýbyrjuð að vinna á Bráða-
móttöku geðsviðs og fannst það virkilega
gefandi og áhugavert. Teymið sem ég var
svo heppin að vera partur af var alveg
hreint einstakt og vakti áhuga minn á
því að velja geðlækningar sem framtíðar-
starf. Ég ákvað því að láta á það reyna að
senda umsókn en bjóst alls ekki við því
að komast að og leit fyrst og fremst á um-
sóknarferlið sem góða reynslu, sérstaklega
þar sem þetta er ætlað breskum nemum.
Skiptingin á námskeiðið er þannig að 20
pláss eru fyrir læknanema utan Oxford
og þá er gisting innifalin en síðan eru 10
pláss sem virðast ætluð læknanemum
með aðsetur í Oxford og gisting því ekki
innifalin. Mér var sagt að ég gæti prófað
að sækja um eitt af þessum 10 og niður-
staðan varð sú að ég fékk að gista hjá vin-
konu minni sem er þar að læra eðlisfræði
og heimspeki. Við kynntumst reyndar á
dansnámskeiði erlendis svo þetta tengist
allt á svo skemmtilegan hátt.“
„Læknisfræði
er svo miklu
meira en bókin“
Segir Anna Kristín Gunnarsdóttir
læknanemi á 6. ári
sem bjóst aldrei við að íhuga
sérnám í geðlækningum
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
„Dansinn er góð þjálfun í að temja sér sjálfsaga og að gefast ekki upp þó á
móti blási,“ segir Anna Kristín Gunnarsdóttir dansari og læknanemi á 6.
ári sem sótti kynningarnámskeið í geðlækningum til Oxford í sumar.