Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2016/102 505 vaknaði með fjölskyldunni á morgnana og fór í stutta gönguferð, svona 5 mínútur, kom aftur og þurfti þá að leggja sig. Hún gat gert einn lítinn hlut á dag, svo sem sett í eina þvottavél en þurfti að leggja sig eftir það. Hún gat ekki eldað mat vegna þess að hún réð ekki við að gera tvennt í einu. Hávaðinn í börnunum fannst henni illþol- anlegur. Þannig gekk þetta dag eftir dag og ekkert breyttist.“ Kristina sagði að meirihluti sjúklinga sem leituðu til Stressklíníkurinnar væri kominn aftur til vinnu eftir tvö til þrjú ár, það væri þó misjafnt. Það tók Elsu tvö ár að komast aftur í vinnu, en aðeins í 25% starfshlutfall til að byrja með. Nú eru liðin 6 ár frá því hún var lögð inn og hún er komin í 75% starfshlutfall. Hún er enn þreytt eftir vinnu og viðkvæm fyrir streituvöldum. Hún þarf að skrifa hjá sér allt það sem mikilvægt er að muna. Gerist margt ólíkt á sama tíma lendir hún í vand- ræðum. Nái hún að vinna hægt og rólega er allt í lagi. Gefið sjúklingum betri tíma Hér verður ekki vitnað frekar í fyrirlestur Kristinu Glise en að honum loknum settist hún niður með blaðamanni og svaraði nokkrum spurningum. Fyrsta spurningin var á þá leið hvernig læknir eigi að bregð- ast við í niðurhólfuðum veruleikanum. Hvað byrjar hann að gera þegar grunur vaknar um sjúklega streitu? „Þegar til hans koma sjúklingar með andlega eða líkamlega vanlíðan, kvíða, depurð eða höfuðverki, ættu þeir að spyrja þá um samhengið og gefa þeim góðan tíma til að útskýra. Lausnin má ekki vera að afgreiða höfuðverk á 10 mínútum með resepti. Höfuðverkur getur verið einkenni einhvers sem er miklu flóknara. Læknar verða að sýna sjúklingum þolinmæði og leyfa þeim að útskýra eftir hverju þeir eru að leita. Þeir þurfa að spyrja hvernig þeim líði í vinnunni og heima fyrir, hvort einhver vandamál steðji að. Það hjálpar sjúklingnum að átta sig á því hvers vegna hann fær svona oft höfuðverk, auðveldar honum að skilja fyrr en síðar um hvað vandinn snýst. Þá getur hann unnið gegn því að hann verði meiri en orðið er. Ef hann veit ekki hvernig hann á að leysa vandann er hægt að ræða það á stofunni. Það leiðir kannski til tilvísunar til sál- fræðings eða annarra sérfræðinga sem geta aðstoðað við lausn vandans.“ – Á heilsugæslunni er oft mikið að gera og læknar hafa lítinn tíma fyrir hvern sjúkling sem til þeirra kemur. „Já, það er rétt, en það stafar oftast af því hvernig við skipuleggjum störf okkar. Það væri til dæmis góð regla að þegar sjúklingur leitar til læknis í annað sinn með líkamlega vanlíðan sem hann kann enga skýringu á, þá fái hann lengri tíma. Það eykur líkurnar á að læknirinn greini vandann fyrr. Það hjálpar lækninum, sjúk- lingnum og samfélaginu. Þetta snýst um skipulagið í heilsugæslunni og fyrir hverja það er hugsað.“ – Læknar segjast gjarnan vera að drukkna í sjúklingum og geti ekki veitt þeim löng viðtöl. „Já, en ef hann hjálpar einum þeirra við að hefja lausn vandans kemur hann ekki aftur. Ef hann er afgreiddur með lyfseðli á 10 mínútum birtist hann aftur og aftur. Með tímanum fækkar því sjúklingunum.“ Læknar fá líka streitu – Læknar eru að sjálfsögðu mannlegir svo þeir geta sjálfir orðið fyrir barðinu á streitu. „Já, það er meira að segja frekar al- gengt, einkum meðal kvenkyns lækna.“ – Hvernig á læknir að bregðast við sem greinir sjálfan sig með streitueinkenni? „Hann ætti að ræða við framkvæmda- stjóra sinn og fá aðstoð við að forgangs- raða verkefnum, hvað sé mikilvægast og hverju megi sleppa. Síðan ætti hann að hugleiða lífsstíl sinn, hvernig skipulegg ég Kristina Glise heldur fyrirlestur sinn á málþingi Forvarna um miðjan september. Mynd: Motiv/Jón Svavarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.