Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 10
482 LÆKNAblaðið 2016/102 Inngangur Nýgengi sáraristilbólgu hefur aukist stöðugt á Íslandi frá 1950 til 2009. Nýgengið var 7,4 á tímabilinu 1950-1979,1 11,7 1980-1989,2 16,6 1990-19943 og 20,4 1995-2009.4 Fyrir tímabilið 2005-2009 var ný- gengið 22,1.4 Brottnám á ristli og endaþarmi er mikilvægur þáttur í með- ferð á sáraristilbólgu. Ábendingar fyrir bráðaaðgerð eru oftast bráð ristil bólga sem ekki ræðst við með lyfjum og sjaldnar rof á ristli eða blæðingar. Ábendingar fyrir valaðgerðum eru skortur á svörun við lyfjameðferð, krabbamein eða krabbameinsáhætta, þrenging á görn, fylgisjúkdómar utan garnarinnar og þegar börn þrífast ekki.5,6 Líkur á þörf fyrir ristilbrottnám eru 31% lægri meðal þeirra sem hafa verið meðhöndlaðir með infliximab en með cyclo- sporíni. Hlutfall sjúklinga sem fer í ristilbrottnám er hærra í fyrsta „kasti“ en síðari „köstum“ (17,2% á móti 10,6%). Alvarleiki ristil- bólgu og aldur eru mikilvægir forspárþættir fyrir ristilbrottnám.7 Hlutfall sjúklinga með sáraristilbólgu sem þarf á aðgerð að halda einu, 5 og 10 árum eftir greiningu var 4,9%, 11,6% og 15,6% árin 1955-70 og hefur farið lækkandi síðustu 6 áratugi. Meðal sjúk- linga sem greindust árin 2000-2010 var hlutfallið eftir eitt og 5 ár Tilgangur: Þónokkur hluti sjúklinga með sáraristilbólgu fer í ristilbrott- nám. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lífsgæði þessara sjúklinga eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar með sáraristilbólgu sem fóru í ristil- brottnám á Landspítala eða Sjúkrahúsi Akureyrar á árunum 1995-2009 og voru á lífi í upphafi rannsóknar voru í úrtakinu. 106 sjúklingar fengu senda þrjá spurningalista. SF-36v2 og EORCT QLQ-CR29 eru staðlaðir lífsgæða listar þar sem spurt er um almennt viðhorf til heilsu og um ein- kenni frá endaþarmi eða stóma. Þriðji listinn innihélt starfrænar spurn- ingar hannaðar af rannsóknaraðilum. Niðurstöður: Svör bárust frá 83 (78%), 45 körlum (54%) og 38 konum (46%). Meðalaldur við aðgerð var 45 ár (10-91 ár). Fjörutíu og fjórir (53%) höfðu garnarauf, 28 (34%) innri garnapoka (IPAA) og 11 (13%) tengingu mjógirnis í endaþarm. Hjá sjúklingum þar sem endaþarmur var fjarlægður lýstu 37% breytingum á þvaglátum og 46% á kynlífi eftir aðgerð. 75% svarenda með innri garnapoka lýstu hægðaleka en hann var vægur samkvæmt Wexner-skala hjá 83% þeirra. Enginn munur var á lífsgæðum þátttakenda og almenns þýðis samkvæmt SF-36v2. Sjúklingar höfðu litlar áhyggjur af heilsu, líkamsímynd eða þyngd og höfðu aðeins mild einkenni samkvæmt EORTC QLQ-CR29. Ályktanir: Algengt var að breytingar yrðu á þvaglátum og kynlífi eftir aðgerð þegar endaþarmur var fjarlægður. Hægðaleki hjá þeim sem fengu innri garnapoka virtist mun algengari en búist var við. Ekki var marktækur munur á lífsgæðum þeirra sem höfðu farið í aðgerð og almenns þýðis. Niðurstöður rannsóknarinnar eru mikilvægar þegar verið er að upplýsa sjúklinga um aðgerðarmöguleika þar sem brottnám á ristli eða það að hafa stóma virðist ekki skerða lífsgæði. Á G R I P 2,3% og 7,6%.8 Aðalaðgerðin vegna sáraristilbólgu er brottnám á ristli og endaþarmi með endagarnarauf. Stómapokinn getur verið óþægilegur og hindrað þá sem þurfa að hafa hann. Breytingar á meðferðinni hafa því miðast við það að losa sjúklinga við stóma- pokann. Ef endaþarmurinn er ekki sjúkur er hægt að skilja hann eftir og tengja smáþarminn í efsta hluta endaþarmsins.9 Árið 1971 gerðu Parks og Nichols innri garnapoka (ileal pouch­anal anastomos­ is, IPAA) sem þeir tengdu niður í endaþarmsopið.10 Við þá tegund aðgerðar er oft útbúin tímabundin garnarauf (covering loop ileos­ tomy) sem síðar er sökkt. Nýgengi þarmabólgusjúkdóma í vestrænum löndum hefur ver- ið að aukast frá því um miðja 20. öld og aukningin virðist tengjast umhverfisþáttum.11 Þó liggja ekki fyrir nákvæmlega hvaða þættir í umhverfinu (lífsstíll, mataræði, aukið hreinlæti eða annað) tengj- ast þróun sjúkdómanna.12 Þó miklar framfarir hafi orðið í lyfja- meðferð þarmabólgusjúkdóma undanfarin ár er alltaf stór hluti sjúklinga sem á endanum þarf á aðgerð að halda. Lífsgæði sjúklinga með alvarlega sáraristilbólgu batna umtals- vert eftir brottnám á ristli og samsvara jafnvel lífsgæðum almenns þýðis í erlendum rannsóknum.13,14 Lífsgæði sjúkinga með garna- rauf og innri garnapoka eru svipuð.15-17 Tilgangur rannsóknarinn- ar var að meta árangur aðgerða hjá þeim sem fóru í brottnám á ristli og endaþarmi vegna sáraristilbólgu á Íslandi 1995-2009 með tveimur lífsgæðaprófum SF-36v2 (Short Form (36) Health Survey) og EORTC QLQ-CR29 (European Organization for Research and Treatment of Cancer Quality of Life Questionnaire – Colorectal 29) og spurningalista sem var hannaður af rannsakendum sjálfum. Lífsgæði eftir ristilbrottnám vegna sáraristilbólgu Katrín Guðlaugsdóttir1, Elsa B. Valsdóttir1,2, Tryggvi B. Stefánsson1 Höfundar eru öll læknar R A N N S Ó K N 1Skurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Elsa B. Valsdóttir, elsava@landspitali.is Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. https://doi.org/10.17992/lbl.2016.11.105 Greinin barst 19. janúar 2016, samþykkt til birtingar 22. september 2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.