Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Síða 10

Læknablaðið - 01.11.2016, Síða 10
482 LÆKNAblaðið 2016/102 Inngangur Nýgengi sáraristilbólgu hefur aukist stöðugt á Íslandi frá 1950 til 2009. Nýgengið var 7,4 á tímabilinu 1950-1979,1 11,7 1980-1989,2 16,6 1990-19943 og 20,4 1995-2009.4 Fyrir tímabilið 2005-2009 var ný- gengið 22,1.4 Brottnám á ristli og endaþarmi er mikilvægur þáttur í með- ferð á sáraristilbólgu. Ábendingar fyrir bráðaaðgerð eru oftast bráð ristil bólga sem ekki ræðst við með lyfjum og sjaldnar rof á ristli eða blæðingar. Ábendingar fyrir valaðgerðum eru skortur á svörun við lyfjameðferð, krabbamein eða krabbameinsáhætta, þrenging á görn, fylgisjúkdómar utan garnarinnar og þegar börn þrífast ekki.5,6 Líkur á þörf fyrir ristilbrottnám eru 31% lægri meðal þeirra sem hafa verið meðhöndlaðir með infliximab en með cyclo- sporíni. Hlutfall sjúklinga sem fer í ristilbrottnám er hærra í fyrsta „kasti“ en síðari „köstum“ (17,2% á móti 10,6%). Alvarleiki ristil- bólgu og aldur eru mikilvægir forspárþættir fyrir ristilbrottnám.7 Hlutfall sjúklinga með sáraristilbólgu sem þarf á aðgerð að halda einu, 5 og 10 árum eftir greiningu var 4,9%, 11,6% og 15,6% árin 1955-70 og hefur farið lækkandi síðustu 6 áratugi. Meðal sjúk- linga sem greindust árin 2000-2010 var hlutfallið eftir eitt og 5 ár Tilgangur: Þónokkur hluti sjúklinga með sáraristilbólgu fer í ristilbrott- nám. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lífsgæði þessara sjúklinga eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar með sáraristilbólgu sem fóru í ristil- brottnám á Landspítala eða Sjúkrahúsi Akureyrar á árunum 1995-2009 og voru á lífi í upphafi rannsóknar voru í úrtakinu. 106 sjúklingar fengu senda þrjá spurningalista. SF-36v2 og EORCT QLQ-CR29 eru staðlaðir lífsgæða listar þar sem spurt er um almennt viðhorf til heilsu og um ein- kenni frá endaþarmi eða stóma. Þriðji listinn innihélt starfrænar spurn- ingar hannaðar af rannsóknaraðilum. Niðurstöður: Svör bárust frá 83 (78%), 45 körlum (54%) og 38 konum (46%). Meðalaldur við aðgerð var 45 ár (10-91 ár). Fjörutíu og fjórir (53%) höfðu garnarauf, 28 (34%) innri garnapoka (IPAA) og 11 (13%) tengingu mjógirnis í endaþarm. Hjá sjúklingum þar sem endaþarmur var fjarlægður lýstu 37% breytingum á þvaglátum og 46% á kynlífi eftir aðgerð. 75% svarenda með innri garnapoka lýstu hægðaleka en hann var vægur samkvæmt Wexner-skala hjá 83% þeirra. Enginn munur var á lífsgæðum þátttakenda og almenns þýðis samkvæmt SF-36v2. Sjúklingar höfðu litlar áhyggjur af heilsu, líkamsímynd eða þyngd og höfðu aðeins mild einkenni samkvæmt EORTC QLQ-CR29. Ályktanir: Algengt var að breytingar yrðu á þvaglátum og kynlífi eftir aðgerð þegar endaþarmur var fjarlægður. Hægðaleki hjá þeim sem fengu innri garnapoka virtist mun algengari en búist var við. Ekki var marktækur munur á lífsgæðum þeirra sem höfðu farið í aðgerð og almenns þýðis. Niðurstöður rannsóknarinnar eru mikilvægar þegar verið er að upplýsa sjúklinga um aðgerðarmöguleika þar sem brottnám á ristli eða það að hafa stóma virðist ekki skerða lífsgæði. Á G R I P 2,3% og 7,6%.8 Aðalaðgerðin vegna sáraristilbólgu er brottnám á ristli og endaþarmi með endagarnarauf. Stómapokinn getur verið óþægilegur og hindrað þá sem þurfa að hafa hann. Breytingar á meðferðinni hafa því miðast við það að losa sjúklinga við stóma- pokann. Ef endaþarmurinn er ekki sjúkur er hægt að skilja hann eftir og tengja smáþarminn í efsta hluta endaþarmsins.9 Árið 1971 gerðu Parks og Nichols innri garnapoka (ileal pouch­anal anastomos­ is, IPAA) sem þeir tengdu niður í endaþarmsopið.10 Við þá tegund aðgerðar er oft útbúin tímabundin garnarauf (covering loop ileos­ tomy) sem síðar er sökkt. Nýgengi þarmabólgusjúkdóma í vestrænum löndum hefur ver- ið að aukast frá því um miðja 20. öld og aukningin virðist tengjast umhverfisþáttum.11 Þó liggja ekki fyrir nákvæmlega hvaða þættir í umhverfinu (lífsstíll, mataræði, aukið hreinlæti eða annað) tengj- ast þróun sjúkdómanna.12 Þó miklar framfarir hafi orðið í lyfja- meðferð þarmabólgusjúkdóma undanfarin ár er alltaf stór hluti sjúklinga sem á endanum þarf á aðgerð að halda. Lífsgæði sjúklinga með alvarlega sáraristilbólgu batna umtals- vert eftir brottnám á ristli og samsvara jafnvel lífsgæðum almenns þýðis í erlendum rannsóknum.13,14 Lífsgæði sjúkinga með garna- rauf og innri garnapoka eru svipuð.15-17 Tilgangur rannsóknarinn- ar var að meta árangur aðgerða hjá þeim sem fóru í brottnám á ristli og endaþarmi vegna sáraristilbólgu á Íslandi 1995-2009 með tveimur lífsgæðaprófum SF-36v2 (Short Form (36) Health Survey) og EORTC QLQ-CR29 (European Organization for Research and Treatment of Cancer Quality of Life Questionnaire – Colorectal 29) og spurningalista sem var hannaður af rannsakendum sjálfum. Lífsgæði eftir ristilbrottnám vegna sáraristilbólgu Katrín Guðlaugsdóttir1, Elsa B. Valsdóttir1,2, Tryggvi B. Stefánsson1 Höfundar eru öll læknar R A N N S Ó K N 1Skurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Elsa B. Valsdóttir, elsava@landspitali.is Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. https://doi.org/10.17992/lbl.2016.11.105 Greinin barst 19. janúar 2016, samþykkt til birtingar 22. september 2016.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.