Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 30
502 LÆKNAblaðið 2016/102 V I Ð T A L „Eftir að ég kláraði kandídatsárið vann ég sem deildarlæknir á Grensásdeild Landspítala og vann þar með feðginunum Guðbjörgu Ludvigsdóttur endurhæfingar- lækni og Ludvig Guðmundssyni heim- ilislækni. Þau hafa starfað með Íþrótta- sambandi fatlaðra (ÍF) í læknaráði um árabil og þegar þau komust að því að ég hefði mikinn áhuga á íþróttalækningum drógu þau mig með inn í þá starfsemi. Þau voru læknar Paralympic-liðanna okkar í London og Peking en höfðu ekki tök á að fara með til Ríó og þá var stungið upp á því að ég færi,“ segir Hera Jóhannesdóttir læknir Paralympic-liðsins í Ríó de Janeiró í september. „Þau drógu mig semsagt inn í þetta og ég sé ekki eftir því,“ segir Hera sem sjálf stundaði fimleika um árabil og keppti með landsliði Íslands í áhaldafimleikum og einnig í hópfimleikum og hefur mikla reynslu af því að taka þátt í stórmótum erlendis fyrir Íslands hönd. „Mamma var fimleikaþjálfari svo það kom eiginlega af sjálfu sér að ég byrjaði að stunda fimleika um leið og ég gat staðið í fæturna. Eftir að ég hætti að keppa sjálf í áhaldafimleik- um fór ég að þjálfa fimleika og þjálfaði í nokkur ár samfara keppni í hópfimleikum fyrstu árin í læknadeild . . . “ Hún segir starf liðslæknis Paralympic- liðsins sé í grunninn mjög svipað og að vera læknir hvaða íþróttaliðs sem er en þó eru ákveðin atriði sem eru ólík. „Skyldurnar eru svipaðar hvað það snertir að huga að heilsu keppenda og að vera til staðar ef og þegar eitthvað bjátar á. Sam- hliða hefðbundnum álagstengdum meiðsl- um geta hins vegar verið fleiri heilsufars- vandamál hjá fötluðum íþróttamönnum samanborið við ófatlaða íþróttamenn. Það er því að mörgu að huga við undirbún- inginn fyrir keppnina en síðan er hlut- verkið mjög svipað á keppnisvellinum. Ég fór nokkuð vandlega yfir ástand hvers og eins fyrir keppnina, hitti þau og kynnti mér sögu og virk núverandi vandamál til að vera sem best undirbúin ef eitthvað kæmi upp á. Hvað lyf varðar gilda í raun sömu regl- ur og um ófatlaða íþróttamenn þannig að ef íþróttamaður þarf að taka lyf sem er á bannlista WADA þarf að sækja um undan- þágu og rökstyðja notkun lyfsins. Það er reyndar hlutverk þess læknis sem ávísaði lyfinu, ekki liðslæknis, en ég aðstoðaði keppendurna við að skoða hvort lyf væru á bannlista svo þessi mál væru frágengin fyrir keppnina. Úr því að mótið var haldið í Ríó þar sem Zika-veira hefur verið landlæg ásamt fleiri framandi sjúkdómum var að ýmsu öðru að huga: bólusetningum, moskító- vörnum, almennum smitvörnum og fræðslu. Ég var svo með helstu grunnlyf og sýklalyf í læknatöskunni ásamt sára- umbúðum og teygjubindum. Í þorpinu var svokölluð Polyklíník þar sem hægt var að sækja læknisþjónustu frítt. Þar voru meðal annars íþróttalæknar, augnlæknar, tannlæknar og hægt að nálg- ast aðra sérfræðiþjónustu ef þörf var á. Þar var einnig apótek þar sem ég gat skrifað út lyfseðla og auk þess gat ég pantað blóðprufur og myndrannsóknir (röntgen, ómun og MRI) fyrir keppendur. Bráða- þjónusta og sjúkrabílar voru til staðar í þorpinu og á öllum keppnissvæðum og hægt var að leita á nærliggjandi sjúkrahús með alvarlegri vandamál. Við læknar Norðurlandaþjóðanna vorum einnig í samstarfi og gátum leitað ráða hvert hjá öðru og aðstoðað hvert annað ef þörf var á, en þeirra á meðal var heimilislæknir, bæklunarlæknir og taugalæknir. Norður- landaþjóðirnar voru í rauninni með eitt sameiginlegt lið og þetta samstarf Norð- urlandaþjóðanna kallast 6N1T, eða Six Nations – One Team.“ Miklar andstæður blöstu við í Ríó Hera segir að áhugi fyrir ólympíuleikum fatlaðra hafi farið vaxandi í heiminum undanfarin ár. „Þeir vöktu mikla athygli í London og þar var uppselt á nánast alla viðburði keppninnar. Það skiptir máli hversu mikil umfjöllunin er í fjölmiðlum og ég held að núna hafi verið sýnt meira frá leikunum í Ríó en oft áður. Leikarnir voru vel sóttir af áhorfendum í Ríó þó að samfélagið þar sé greinilega markað af miklum andstæðum í efnahag almenn- ings. Fátæktin er mikil hjá stórum hópi íbúa sem gat líklega ekki sótt leikana en „Sýnir hvað einstaklingurinn getur gert þrátt fyrir fötlun“ – segir Hera Jóhannesdóttir liðslæknir íslensku keppendanna á ólympíuleikum fatlaðra í Ríó ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Í heild má segja að við höfum sloppið mjög vel í gegnum þetta. Við komumst vel af með lyfjatöskuna að heiman og plástra og þurftum ekkert að leita á Polyklíník­ in eða sjúkrahús,“ segir Hera Jóhannesdóttir læknir ólympíuliðs sem keppti fyrir Íslands hönd á leikunum fyrir fatlaða í Ríó í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.