Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2016, Page 27

Læknablaðið - 01.11.2016, Page 27
LÆKNAblaðið 2016/102 499 þekktur fylgikvilli kviðarholsaðgerða, og þá sérstaklega maga- hjáveituaðgerða, þótt óvenjulegt teljist að þau sé langvinn. Þekkt er að langvarandi uppköst geta valdið þíamínskorti og Wernicke- -heilkenni8 en ógleði og uppköst eru jafnframt ein helstu einkenni beriberi.2 Þannig getur verið erfitt að greina mun á því hvort langvinn uppköst séu orsök og/eða afleiðing þíamínskorts. Helstu mismunagreiningar beriberi eru aðrir fjöltaugakvill- ar (polyneuropathy), einkum þar sem einkenni byrja fjærst í út- limum, ná til bæði skyn- og afltauga og þróast á löngum tíma. Í þessum hópi eru fjöltaugakvillar vegna langvinnrar sykursýki eða vannæring vegna skorts á öðrum B-vítamínum en þíamíni, til dæmis B12. Einnig eru til arfgengir fjöltaugakvillar sem lýsa sér með svipuðum einkennum.14 Í okkar tilfelli hafði sjúklingur- inn ekki haft sykursýki í næstum áratug og langtímablóðsykur var eðlilegur. Einnig voru mælingar á B12 innan eðlilegra marka. Hægt er að staðfesta greiningu beriberi með mælingu þíamíns í blóði. Leiki vafi á greiningunni getur komið til greina að gera taugarafleiðnipróf og jafnvel taka taugasýni.14 Heimildir 1. Koike H, Iijima M, Mori K, Hattori N, Ito H, Hirayama M, et al. Postgastrectomy polyneuropathy with thiamine deficiency is identical to beriberi neuropathy. Nutr 2004; 20: 961-6. 2. Devlin TM. Textbook of Biochemistry: With Clinical Correlations, Sixth ed. Hoboken; Wiley-Liss, NJ 2006: 1102. 3. Wooley JA. Characteristics of Thiamin and Its Relevance to the Management of Heart Failure. Nutr Clin Pract 2008; 23: 487-93. 4. Þórarinsson BL, Ólafsson E, Kjartansson Ó, Blöndal H. Wernicke-sjúkdómur meðal áfengissjúkra. Læknablaðið 2011; 97: 21-8. 5. Carpenter KJ. Acute versus marginal deficiencies of nutri- ents. Nutr Rev 2002; 60: 277-80. 6. Grace DM, Alfieri MAH, Leung FY. Alcohol and poor compliance as factors in Wernicke’s encephalopathy diagnosed 13 years after gastric bypass. Can J Surg 1998; 41: 389-92. 7. Elder KA, Wolfe BM. Bariatric Surgery: A Review of Procedures and Outcomes. Gastroenterol 2007; 132: 2253- 71. 8. Angstadt J, Bodziner R. Peripheral Polyneuropathy from Thiamine Deficiency following Laparoscopic Roux-en-Y Gastric Bypass. Obes Surg 2005; 15:8 90-2. 9. Buchwald H, Oien DM. Metabolic/bariatric surgery worldwide 2011. Obes Surg 2013; 23: 427-36. 10. Juhasz-Pocsine K, Rudnicki SA, Archer RL, Harik SI. Neurologic complications of gastric bypass surgery for morbid obesity. Neurol 2007; 68: 1843-50. 11. Podnos YD, Jimenez JC, Wilson SE, Stevens C, Nguyen NT. Complications after laparoscopic gastric bypass: A review of 3464 cases. Arch Surg 2003; 138: 957-61. 12. Gollobin C, Marcus W. Bariatric Beriberi. Obes Surg 2002; 12: 309-11. 13. Towbin A, Inge TH, Garcia VF, Roehrig HR, Clements RH, Harmon CM, et al. Beriberi after gastric bypass surgery in adolescence. J Pediatr 2004; 145: 263-7. 14. England JD, Asbury AK. Peripheral neuropathy. Lancet 2004; 363: 2151-61. ENGLISH SUMMARY Beriberi is primarily related to malnutrition, but also known as a complication following abdominal surgical procedures. A 41 year old woman, who underwent gastric bypass surgery 10 years earlier, presented at the emergency department of Landspitali with general weakness and paresthesia. Physical examination revealed muscle atrophy and attenuated deep tendon reflexes in her lower limbs; pres- enting as polyneuropathy due to beriberi. The diagnosis was confirmed with serum thiamine levels measuring well below reference levels. She was treated with 300 mg of thiamine intravenously and her condition started to improve. Thiamine deficiency in this case is most likely related to malnutrition secondary to the gastric bypass surgery. This rare complication must be considered in patients that present with polyne- uropathy following bariatric surgery. Beriberi 10 years after gastric bypass surgery – case report Linda Ó. Árnadóttir1, Svanur Sigurbjörnsson2, Tómas Guðbjartsson1,3 1Faculty of Medicine, University of Iceland, Emergency Medicine, 2Cardiothoracic Surgery, 3Landspitali University Hospital. Key words: Beriberi, gastric bypass, thiamine, polyneuropathy, surgery, case report. Correspondence: Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali.is Einkenni beriberi ganga yfirleitt til baka á nokkrum mánuðum eftir gjöf þíamíns. Algengast er að gefa fyrst þíamín í æð en síðan er notast við töflur ef frásog frá görn er eðlilegt.13 Í okkar tilfelli gengu sum einkennin að miklu leyti til baka á nokkrum klukku- stundum. Frekari bati var hægur þótt henni tækist betur að nærast þegar uppköstin hættu. Þetta tilfelli sýnir hversu mikilvægt er að fylgjast vel með sjúklingum sem gengist hafa undir magahjáveituaðgerð og sjá til þess að þeir taki til viðbótar fæðubótarefni sem frásogast í mjó- girni. Einnig ber að hafa í huga aðra samverkandi þætti eins og misnotkun áfengis sem hafði sitt að segja í þróun sjúkdómsins hjá sjúklingnum. Magahjáveituaðgerðir eru algengar aðgerðir og læknar þurfa því að kannast við helstu fylgikvilla en einnig þá sjaldgæfari eins og beriberi, sérstaklega þegar sjúklingar hafa ein- kenni fjöltaugakvilla eftir aðgerð. Þakkir fá Björn Logi Þórarinsson taugalæknir og Páll Helgi Möller skurðlæknir fyrir aðstoð við upplýsingaöflun. Einnig fær Guðjón Örn Lárusson þakkir fyrir aðstoð við gerð myndefnis. S J Ú K R A T I L F E L L I

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.