Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2016/102 503 okkur skildist þó að miðaverði hefði verið stillt í hóf svo að sem flestir hefðu ráð á. Keppnistaðirnir voru um alla borgina og við fórum á milli með rútum og fengum því að sjá ólíka hluta borgarinnar, bæði fátækrahverfin og ríkari hverfi og voru öfgarnar greinilegar. Glæpatíðnin er há í Ríó en sjálft ólympíuþorpið var alveg lok- að og mikil öryggisgæsla við inngangana. Ég fór í heimsókn á spítalann sem hafði tekið að sér spítalaþjónustu fyrir leikana en þangað gátu keppendur og aðstandend- ur leitað að kostnaðarlausu. Spítalinn var byggður fyrir tveimur árum af einkaaðil- um, að mér skilst sérstaklega vegna leik- anna og var ótrúlega flottur. Þarna voru öll nýjustu tækin, allt einkastofur og mörg rosaleg lúxusherbergi sem fólk gat borgað fyrir að vera í ef það átti næga peninga. Allt innanstokks var margfalt flottara en hér heima en þetta er einkasjúkrahús og því einungis fyrir þá sem eiga peninga. Ég verð að viðurkenna að maður fékk smá hnút í magann við að sjá þennan lúxus, nýkominn úr fátækrahverfinu.“ Leikarnir stóðu yfir í þrjár vikur og auðvelt að ímynda sér að ýmislegt geti komið upp á þeim tíma en Hera segir að í sem stystu máli hafi ekkert komið upp á sem orð sé gerandi á. „Það voru engin alvarleg vandamál eða veikindi en ýmislegt minniháttar sem auð- velt var að leysa og í heild má segja að við höfum sloppið mjög vel í gegnum þetta. Við komumst vel af með lyfjatöskuna að heiman og plástra og þurftum ekkert að leita á Polyklíníkina eða sjúkrahús. Hins vegar skiptir andlegi þátturinn ekki minna máli en sá líkamlegi þegar kepp- endur eru komnir á stærsta íþróttamót heimsins og líklega stærstu keppni lífs síns. Svona keppni fylgir mikil streita og var eitt af hlutverkum mínum sem læknis og annarra sem fylgdu hópnum að styðja við keppendur. Þá skiptir máli að viðhalda góðum anda í hópnum og láta hlutina ganga smurt fyrir sig og þannig að halda óþarfa streitu í lágmarki. Hópurinn var mjög samhentur og þetta gekk allt saman mjög vel.“ Þegar ólympíuleikunum lauk var ólympíuþorpinu breytt í Paralympic- þorpið en við bjuggum í íbúðum í þorp- inu. Þar er allt til alls, stór matsalur með fjölbreyttri fæðu og hægt að sækja þar ýmsa þjónustu. Við dvölina þar sá maður íþróttafólk alls staðar að úr heiminum með hinar ólíkustu fatlanir. Það var veru- lega áhugavert frá læknisfræðilegu sjónar- miði að sjá margar fatlanir sem sjást ekki á Íslandi, eins og alvarlega aflimunaráverka eftir stríð eða sjaldgæfa meðfædda sjúk- dóma. Jafnframt var ótrúlegt að sjá hversu sjálfstætt fólk var þrátt fyrir mikla fötlun og hversu öflugt fólk var í að bjarga sér sjálft. Ég fór á nokkra læknafundi þarna á vegum Alþjóða Paralympic-hreyfingarinn- ar og kynntist þar helstu málunum sem eru á borðum núna en stöðugt er leitast við að læra af reynslunni og bæta öryggi og heilbrigði keppenda.“ Hvatning til allra, bæði fatlaðra og ófatlaðra Hera segir að ólympíuleikarnir séu gríðar- lega mikilvægir fyrir fatlaða en ekki síður heimsbyggðina alla. „Þetta sýnir okkur öllum hvað einstaklingurinn getur gert mikið þrátt fyrir ýmiss konar fötlun. Þetta slær á fordóma og fáfræði en er líka óskaplega hvetjandi, bæði fyrir fatlaða og alla aðra. Við mættum huga miklu betur að ýmsu sem snýr að fötluðum, svo sem aðgengi og þjónustu. Hreyfing og líkams- þjálfun er gríðarlega mikilvæg fyrir alla og mikil endurhæfing getur verið fólgin í því að stunda íþróttir. Þó að fæstir komist á ólympíuleika fatlaðra geta íþróttir fatl- aðra skipt sköpum og verið mikilvægur liður í því að gera fólk meira sjálfbjarga, styrkja sjálfsmyndina og fyrir suma gefa þær lífinu tilgang. Ég vil hvetja kollega mína til vera vakandi fyrir því að benda skjólstæðingum á möguleikana (fjöldi íþróttagreina hjá ÍF) en allir geta stundað íþróttir, hversu mikil sem fötlunin er.“ Hera ásamt sundkonunum Sonju Sigurðardóttur og Thelmu Björgu Björnsdóttur. Mynd úr einkasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.