Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 42
514 LÆKNAblaðið 2016/102 Ö L D U N G A D E I L D Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðrún Agnarsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir. Öldungaráð Bergþóra Ragnarsdóttir, Jón Hilmar Alfreðsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Snorri Ingimarsson, Tryggvi Ásmundsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Texti og myndir: Þórarinn E. Sveinsson Að morgni 20. dags septembermánaðar hittumst við 24 Íslendingar á flugvellinum í Glasgow-borg eftir vel heppnað morgun- flug. Skotlands- og Orkneyjaferð hafin undir styrkri stjórn Magnúsar Jónssonar sagnfræðings. Fylgdi hann okkur út í milt haustveðrið að fararskjóta okkar næstu daga, nýjum rúmgóðum Man-langferðabíl. Eftir að hafa heilsað bílstjóra okkar Steve var haldið af stað í norðurátt á vit ævin- týra. Söguferðin hafin. Ekin var svokölluð vatnaleið, sú hin sama sem Hákon gamli sigldi með yfir 100 skip sín árið 1262, til þess að tryggja yfir- ráð Noregskonunga á svæðinu, en leiddi í reynd til þess að Norðmenn misstu öll ítök sín þar, á Suðureyjum og Mön, en héldu þeim þó áfram á Orkneyjum fram á 16. öld. Skýrði Magnús landnám norrænna manna á svæðinu um leið og hann fór yfir forsögu Skota. Áð var í þorpinu Luss við Loch Lomond og þar skoðaður rúmlega 1000 ára gamall norrænn grafsteinn. Víkingaöldin er talin hafa staðið yfir í 283 ár, frá árinu 793, er víkingar gerðu árás á klaustrið í Lindisfarne á Norðimbra- landi til árins 1066, er Haraldur harðráði féll við Stafnfurðubrú. Í sambandi við þetta tímabil fór Magnús yfir sögu Ólafs hvíta, herkonungs á Írlandi, eiginmanns Auðar djúpúðgu, og Þorsteins rauðs sonar þeirra, herkonungs á Skotlandi. Frá þeim og Eysteini föður Rögnvalds á Mæri eru komnir Orkneyjajarlar, en þáttur þeirra er jafnframt mikill í landnámi Íslands. Á víkingaöld var herfang víkinganna ekki síst þrælataka. Herjuðu þeir í vest- urátt til eyjanna og stranda Skotlands, Írlands og Englands, þar sem íbúar voru kristnir. Lærðist þeim fljótt hverjir voru hátíðisdagar kristninnar. Einfaldaði það þeim strandhöggið, tóku varnarlaust fólkið og fluttu það til þrælasölu, oft í Dyblinni á Írandi, sem þá var stærstur þrælamarkaður í Evrópu. Skýrir þrælataka og sala þessi að hluta til hve hratt Ísland byggðist við landnámið. Eyjan Skye Fyrstu nóttina var gist á hótelinu Lochalsh við eyjuna Skye, en hún var síðan heim- sótt að morgni en jarðfræði hennar er einstök og finnst þar að sögn elsta berg jarðar. Er eyjan sögð hafa brotnað úr jaðri fleka er rak frá Suðurpólnum og strandaði við Skotlandsstrendur á meðan flekinn hafi haldið áfram og myndað meginland Norður-Ameríku. Á Skye eru staðanöfn mörg af norrænum uppruna eins og víða annars staðar á þessum slóðum. Við fall Haralds harðráða 1066 tók Guðröður krossfari gunnfána Haraldar, Landeyðuna, til varðveislu og geymdi æ síðan. Frá Guðröði eru komnar skoskar ættir, meðan annars Mac- Leod ættin (klan), en Leod er sama orðið og það íslenska, ljótur. Var kastali þeirrar ættar, Donvegan-kastali, heimsóttur en einn dýrgripa hans eru silkifánaslitur, sem talin eru vera hluti Landeyðunnar. Hafa slitrin verið aldurs- greind og eru þau rúmlega 1000 ára gömul, er kemur heim og saman við sögu Haraldar harðráða, en hann hafði verið í liði Væringja í Miklagarði í 15 ár í kring- um árið 1000. Þá kemur ættin MacDonald einnig víða við sögu, meðal annars á Skye, en þessar ættir báðar eru að hluta til norrænar. Þá var heimsóttur bústaður og legstaður Floru MacDonald, en hún vann það sér til frægðar að bjarga Bonnie Prince Charlie, er gerði tilkall til ensku krúnunn- ar. Eftir ósigur Skota gegn Englendingum við Culloden 1746 smyglaði hún honum úr landi dulbúnum sem þjónustustúlku hennar, fyrst til Skye og þaðan komst hann til Frakklands. Þá var byggðasafn á Skye skoðað er líkist í reynd mjög íslensku safni hvað tæki og tól varðar. Á þriðja degi var ekið frá Skye til hafnarborgarinnar Thurso (Þórsár). Á leiðinni þangað yfir skosku Hálöndin var stoppað við Eilean Donan-kastala, sem er einskonar einkennismynd Skotlands. Athygli vakti hvað skógrækt var mikil á skosku heiðunum, er annars minntu mikið á íslensk heiðarlönd. Er komið var norður á Katanes breyttist ásýnd nátt- úrunnar, varla sjáanleg tré frekar en á Orkneyjum. Skógar hafa greinilega verið snemma ruddir og landið tekið til beitar og akuryrkju. Norrænir menn munu hafa hafið landnám sitt hér um 800, en fyrir Ferð Öldungadeildar LÍ til Skotlands og Orkneyja 20.-29. september 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.