Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2016, Side 36

Læknablaðið - 01.11.2016, Side 36
508 LÆKNAblaðið 2016/102 Þórunn Halldóra Þórðardóttir námslæknir í lyflækningum við Landspítala og fulltrúi Íslands í Hópi ungra lyflækna í Evrópu thorhtho@landspitali.is Sumarskóli Evrópusamtaka lyflækna (European Summer School of Internal Medicine) var haldinn í þriðja og síðasta sinn á Sardiníu á Ítalíu á nýafstöðnu sumri. Greinarhöfundur, ásamt tveimur öðrum námslæknum á lyflækningasviði Landspítalans, þeim Helgu Huld Petersen og Óskari Valdórssyni, var þess heiðurs aðnjótandi að vera þátttakandi í þetta sinn og njóta góðs af þeirri frábæru kennslu og handleiðslu sem einkennir þennan skóla. Evrópusamtök lyflækna (EFIM – Europe- an Federation of Internal Medicine) voru stofnuð árið 1996 með það hlutverk að leiða saman félög lyflækna í hverju landi fyrir sig og beina athyglinni að lyflækn- ingum sem sérgrein, á tímum vaxandi áherslu á sérhæfingu og undirsérgreinar lyflækninga. Samtökin ná yfir 33 undirfé- lög víðsvegar um Evrópu og innan þeirra starfa um 40.000 lyflæknar. Það sem lík- lega færri vita er að Evrópusamtökin halda úti öflugu starfi fyrir unga námslækna í Evrópu. Innan þeirra er starfræktur sérstakur „Hópur ungra lyflækna“ (YI - Young Internists) með það að markmiði að styrkja lyflækningar sem sérgrein með því að leiða saman unga námslækna og sérfræðinga í Evrópu, stuðla að samstarfi, mynda tengslanet, auðvelda möguleika á starfsframa í öðrum löndum og hvetja aðra til feta í fótspor þeirra. Undir merkj- um Evrópusamtaka lyflækna og Hóps ungra lyflækna standa til boða fjölmörg verkefni sem áhugaverð eru fyrir unga lækna. Þar ber helst að nefna Evrópuskóla ungra lækna í framhaldsnámi í lyflækn- ingum. Markmið þessa skóla er að stuðla að kennslu í læknisfræði af hæsta gæða- flokki fyrir námslækna í lyflækningum en ekki síður hvetja til félagslegra tengsla og skapa vináttu milli þeirra. Skólinn er haldinn tvisvar á ári, að sumri og vetri til, í vikutíma og á tilteknum stað í þrjú ár í senn. Hverju sinni sækja 50-60 læknar frá 20-25 löndum skólann, þó aldrei fleiri en þrír einstaklingar frá sama landi. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera vel á veg komnir í sínu sérnámi í lyflækningum og vera yngri en 36 ára. Rúmlega 1000 læknar hafa farið í gegnum skólann frá því hann var haldinn fyrst árið 1998 og saman mynda þeir grunninn að Hópi ungra lyf- lækna. Kennslan fer fram frá morgni fram eftir degi og samanstendur af fyrirlestrum, vinnubúðum og kynningu sjúkratilfella. Saman dvelja læknarnir á hóteli þar sem öll kennsla fer fram en ekki er síður lagt upp úr félagslegri tengslamyndun með sameiginlegum málsverðum í hádeg- inu og á kvöldin ásamt skipulögðum skoðunarferðum og öðrum skemmtunum. Greinarhöfundur hafði miklar væntingar til sumarskólans enda höfðu þrír ungir íslenskir læknar setið hann á sama stað árið áður og létu vel af vistinni. Var það því með mikilli eftirvæntingu sem haldið var til Costa Rei á suðausturhluta Sardiníu á sunnudegi í júnímánuði. Þema skólans að þessu sinni var „Less is More“ eða minna er meira til að vekja athygli á ofgreiningum og ofmeðhöndlunum í læknisfræði. Fengum við jafnframt að hlýða á fyrirlestra um hvernig best sé að takast á við og draga úr líkum á mistök- um í okkar starfi, efni sem öllum ungum læknum er mjög hugleikið, en ekki síður athyglisverð var umræðan um ákvörðun meðferðartakmarkana. Evrópskir sér- Að loknum Sumarskóla Evrópusamtaka lyflækna: „Minna er meira“ Endurfundir nokkurra námslækna á þingi Evrópusamtaka lyflækna í Amsterdam í september síðastliðnum: Mark frá Hollandi, Sarah frá Svíþjóð, Þórunn frá Íslandi, Inma frá Spáni og Inbar og Amir frá Ísrael. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.