Læknablaðið - 01.06.2016, Page 3
NÝJUNG
PRADAXA® - EINA NÝJA
SEGAVARNARLYFIÐ TIL INNTÖKU
(NOAC)* MEÐ SÉRTÆKT
VIÐSNÚNINGSEFNI, PRAXBIND®1-3
Pradaxa® ábenging: Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum, ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum,
til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila; aldur ≥ 75 ára; hjartabilun (NYHA flokkur ≥ II); sykursýki; háþrýstingur. Meðferð hjá fullorðnum við segamyndun í
djúplægum bláæðum og lungnasegareki og til fyrirbyggjandi meðferðar við endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og endurteknu lungnasegareki.
Praxbind® ábenging: Praxbind er sértækt viðsnúningslyf fyrir dabigatran og er ætlað fullorðnum sjúklingum sem eru á meðferð með Pradaxa (dabigatran etexílat) þegar nødvendigt hurtigt at
modvirke dabigatrans antikoagulerende virkning: 1) Vegna neyðarskurðaðgerðar/áríðandi aðgerða, 2) Vegna lífshættulegrar blæðingar eða blæðingar sem ekki næst stjórn á.
Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Praxbind. 2. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis (apixaban). 3. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto (rivaroxaban).
*Í flokknum ný segavarnarlyf til inntöku (novel oral anticoagulation, NOAC)
eru lyfin Pradaxa® (dabigatran), Xarelto (rivaroxaban) og Eliquis (apixaban).
IS
P
R
A
1
6
-0
3
2
0
1
6
Í málverkinu sem mynd er af á forsíðu Læknablaðsins
blandast prófíll manns ólíkum fuglum. Kunnuglegir
fuglar eru settir saman í þyrpingu, hver
yfir annan, uns þeir fylla upp í vangasvip
nokkurs konar sjálfsmyndar listamanns-
ins, Helga Þorgils Friðjónssonar (f. 1953).
Verkið Íslenskir fuglar og fiskar (2009-11)
er hluti af seríu 6 áþekkra verka. Á lárétt-
um borða undir manns-/fuglamyndunum
er málaður stakur fiskur ásamt öðrum
sjávarlífverum. Verkin endurspegla þá
tilhneigingu að manngera náttúruna og
líta á hana í sinni eigin mynd. Um leið
kalla þau fram áráttuna að raða lífríkinu og
flokka eftir eigin höfði. Eins og oft í verk-
um sínum skírskotar Helgi Þorgils hér til
listasögunnar og dregur fram kunnugleg
minni sem eins konar opnun til að nálgast
verkin. Málverkaröðin vísar til hins ítalska
16. aldar málara, Giuseppe Arcimboldo,
og til hins svissnesk-þýska Paul Klee sem átti fylgi að
fagna í upphafi 20. aldar. Hinn fyrrnefndi var þekktur fyrir
að raða saman hlutum sömu gerðar í mannsandlit. Hann
sýndi hugmyndaauðgi og glæsilega tækni þar sem hann
mótaði fyrirmyndir með blómum, ávöxtum og sveppum,
svo dæmi séu tekin. Hinn síðarnefndi
málaði verk á mörkum hins fígúratífa
og óhlutbundna, oft á tíðum með
barnslegri línuteikningu og sérstæðri
litasamsetningu. Verk Klees frá 1925,
Gullfiskurinn, sýnir glóandi fisk fyrir
miðju á dökkum fleti þar sem önnur
dýr sjávarins eru sýnd smærri í jaðri
myndflatarins. Helgi Þorgils stundaði
listnám á 8. áratugnum. Hann lærði í
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
áður en hann fór til Hollands í fram-
haldsnám við De Vrije Akademie í
Haag og síðar við Jan van Eyck
Academie í Maastricht. Hann sneri
aftur til Íslands árið 1979. Helgi Þor-
gils var fulltrúi Íslands á Feneyjatví-
æringnum árið 1990. Málverkaröð
hans, Íslenska fugla og fiska, má sjá á sýningu í Listasafni
Reykjavíkur í allt sumar.
Magnús Þór Andrésson
LÆKNAblaðið 2016/102 263
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
www.laeknabladid.is
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Gottfreðsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og
ljósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir
sigdis@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1800
Prentun, bókband
og pökkun
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
Áskrift
12.900,- m. vsk.
Lausasala
1290,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu. Blað þetta má eigi
afrita með neinum hætti, hvorki að hluta
né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð-
ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir)
í eftirtalda gagnagrunna: Medline
(National Library of Medicine), Science
Citation Index (SciSearch), Journal Cita-
tion Reports/Science Edition, Scopus
og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and abst-
racted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S
Lj
ós
m
yn
d:
P
ét
ur
T
ho
m
se
n
Læknafélag Reykjavíkur hélt sinn árlega aðalfund
þann 24. maí. Arna Guðmundsdóttir formaður
setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar fyrir starfs-
árið 2015. Sjálfkjörið var í öll embætti stjórnar sem
kjósa þurfti í og gáfu allir stjórnarmenn kost á sér
til endurkjörs. Kjöri þeirra var fagnað með lófa-
taki.
Allnokkrar umræður urðu á fundinum um
frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á
greiðsluþátttöku sjúklinga og upptöku tilvísana-
kerfis til sérfræðinga. Sagði Arna í tölu sinni að
yrði frumvarpið að lögum væri komin lagaheim-
ild til að taka upp tilvísanakerfi á alla sjálfstætt
starfandi sérfræðinga. Voru fundarmenn ekki
ánægðir með það. Einnig kom fram að greiðslu-
þátttaka sjúklinga til vissra hópa sérfræðinga
myndi hækka verulega. Var á það bent að þetta
kæmi til dæmis sérlega illa niður á öryrkjum sem
sækja þurfa geðlæknisþjónustu.
Þá urðu snarpar umræður um nýbirtan pistil
Birgis Jakobssonar landlæknis á heimasíðu emb-
ættisins þar sem hann leggur fram tillögur að
breytingum á heilbrigðiskerfinu í 5 liðum. Þótti
fundarmönnum tillögurnar lýsa vanþekkingu
á íslenska heilbrigðiskerfinu og að spjótum væri
að ósekju beint að sérfræðingum í hlutastöðum á
Landspítala.
Í lok fundarins var samþykkt ályktun þar sem
viðraðar eru áhyggjur Læknafélags Reykjavíkur af
fyrrnefndu frumvarpi heilbrigðisráðherra.
Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur
Áhyggjur af frumvarpi um greiðsluþátttöku