Læknablaðið - 01.06.2016, Side 12
272 LÆKNAblaðið 2016/102
lægri, 0,32%, meðal þess hóps sem hafði búið á malaríusvæðum
áður og ferðaðist þangað aftur til að heimsækja ættingja og vini. Í
sömu rannsókn sást að dánartíðni var 5% meðal þeirra sem voru
eldri en 65 ára, en um 0,5% fyrir aldurshópinn 18-35 ára. Þá komu
einnig fram vísbendingar um að dánartíðni væri hærri meðal
þeirra Breta sem greindust með malaríu eftir heimkomu og bjuggu
í héruðum þar sem fáir höfðu áður greinst með sjúkdóminn.8
Mikilvægt er fyrir íslenska lækna að hafa þessa greiningu í huga
meðal veikra ferðalanga, einkum þeirra sem nýlega hafa dvalist í
Afríku eða Asíu. Þrátt fyrir það eru litlar sem engar upplýsingar til
um faraldsfræði malaríu hér á landi, upprunaland smits eða afdrif
þeirra sem greinast. Með þessari rannsókn var markmiðið að bæta
úr því og gefa yfirlit yfir malaríutilfelli á Íslandi 1998-2014.
Efniviður og aðferðir
Val þýðis og leyfi
Rannsóknin miðast við þau tilfelli sem greindust hér á landi árabil-
ið 1998-2014. Jákvætt blóðstrok eða þykkur blóðdropi malaríu var
sett sem skilyrði fyrir því að tilfelli teldust gjaldgeng í úrtakshóp-
inn. Öll sýni á Íslandi þar sem grunur er um malaríu eru send
á sýklafræðideild Landspítala til staðfestingar og tegundargrein-
ingar. Eftir leit í gagnagrunni sýklafræðideildar fannst 31 jákvætt
sýni fyrir malaríu. Sýnin komu frá Landspítala, Sjúkrahúsinu á
Akureyri, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun
Austurlands. Einnig var leitað að ICD-greiningarnúmerum fyrir
malaríu (B50-B54) á Landspítala og komu þau fyrir í 31 tilviki
en þar af voru þrír sem höfðu augljóslega fengið rangan kóða og
tveir með neikvætt blóðstrok. Sjúkraskrá eins sjúklings sem var
á pappír fannst ekki í skjalasöfnum Landspítala og því fengust
einungis takmarkaðar upplýsingar um þann aðila. Einn einstak-
lingur fékk malaríu í tvígang með eins árs millibili. Tvö tilfelli
höfðu komið bæði á Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri, þau
voru ekki tvískráð. Staðfest tilfelli malaríu á tímabilinu 1998-2014,
greind með jákvæðu blóðstroki, voru því 31 en ítarleg gögn fund-
ust um 30 tilfelli (mynd 1). Þegar mat var lagt á töku fyrirbyggj-
andi lyfja gegn malaríu var miðað við töku þeirra innan við fjór-
um vikum fyrir upphaf einkenna, ella var talið að um enga slíka
notkun hefði verið að ræða.
Til að bera saman hlutfallstölu þeirra sem fengu malaríu á
rannsóknatímabilinu við fyrra tímabil var fjöldi sýkinga á fjölda
íbúa á Íslandi notaður til að reikna greiningartíðni.9 Ekki er hægt
að kalla þessa stöðlun nýgengi þar sem um innflutt smit er að
ræða í öllum tilvikum og íbúahópurinn á Íslandi er ekki allur í
hættu á að fá malaríu. Leyfi fyrir rannsókninni voru fengin hjá
vísindasiðanefnd (VSN-15-031), og framkvæmdastjórum lækn-
inga á Landspítala (Tilv. 16, LSH 25-15), Sjúkrahúsinu á Akureyri,
Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Austur-
lands.
Ferðalög Íslendinga og heildsölutölur malaríulyfja
Fengin voru gögn hjá Lyfjastofnun um heildsölutölur malaríu-
lyfja og tölur frá Hagstofu Íslands um ferðalög Íslendinga um
Leifsstöð. Einnig voru niðurstöður kannana sem birtust á síðu
Ferðamálaráðs sem Markaðs- og miðlararannsóknir ehf. hafði
framkvæmt nýttar við samanburð í rannsókninni. Helstu vand-
kvæði sem fylgja því að skoða sölutölur lyfja sem notuð eru á
fyrirbyggjandi hátt gegn malaríu eru meðal annars að þau hafa
margar ólíkar ábendingar. Doxycýklín sem er tetracýklín-sýklalyf
er mikið notað við ýmsum bakteríusýkingum, hýdroxyklórókín
er notað í meðferð ýmissa gigtsjúkdóma. Atóvakón-prógúaníl og
meflókvín hafa meðferð og fyrirbyggjandi meðferð malaríu sem
ábendingu, en ekki aðra sjúkdóma. Því gefur það bestu nálgun á
notkun fyrirbyggjandi lyfja við malaríu að nota sölutölur tveggja
síðastnefndu lyfjanna. Atóvakón-prógúaníl kom á markað árið
R A N N S Ó K N
Mynd 2. Fjöldi staðfestra malaríusýkinga á Íslandi 1998-2014. Ekki greindist marktæk
aukning tilfella innan tímabilsins.
Mynd 1. Val rannsóknaþýðis.