Læknablaðið - 01.06.2016, Page 23
LÆKNAblaðið 2016/102 283
Inngangur
Tilgangurinn með föstu sjúklinga fyrir skurðaðgerð er
að draga úr hættu á ásvelgingu magainnihalds1 og auka
þannig öryggi þeirra. Frá miðri síðustu öld hefur sjúk-
lingum jafnan verið sagt að fasta frá miðnætti, aðfara-
nótt aðgerðardags2 jafnvel þótt rannsóknir hafi sýnt að
slíkt sé ekki æskilegt. Þannig hafa leiðbeiningar sam-
taka bandarískra svæfingalækna (American Society of
Anesthesiologists) frá árinu 1999 (með endurskoðun
árið 2011) kveðið á um að allajafna nægi að sjúklingar
fasti á tæra vökva (agnarlausa og mjólkurlausa) í tvær
klukkustundir fyrir aðgerð og 6 klukkustundir á fitu-
lítinn mat.3,4 Þrátt fyrir þessar leiðbeiningar sýna ný-
legar rannsóknir að sjúklingar fasta að meðaltali í 9-13
klukkustundir á tæra vökva og 13-17 klukkustundir á
mat.5-8
Óþarflega löng fasta hefur margvísleg neikvæð
áhrif á líkamsstarfsemi og líðan skurðsjúklinga, og
eru þorsti, höfuðverkur, hungurtilfinning, þreyta,
kvíðatilfinning, sljóleiki og svimi þekkt einkenni.4,9,10
Löng fasta veldur einnig þurrki, insúlínónæmi, vöðva-
rýrnun og veikir ónæmissvörun.4,11 Rannsóknir sýna
að neysla kolvetnaríkra drykkja tveimur til þremur
klukkustundum fyrir aðgerð sé örugg, hún minnki
Inngangur: Fasta sjúklinga er mikilvæg öryggisráðstöfun fyrir skurðað-
gerð. Rannsóknir sýna þó að sjúklingar fasta mun lengur en leiðbeiningar
kveða á um. Ástæður þess, þar með talinn þáttur sjúklingafræðslu, eru
ekki kunnar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hversu lengi
sjúklingar fasta fyrir skurðaðgerð og hvaða leiðbeiningar þeir fengu
varðandi föstu, þegar eitt ár var liðið frá innleiðingu nýrra leiðbeininga til
starfsfólks og sjúklinga.
Efniviður og aðferðir: Lýsandi rannsókn var gerð á Landspítala árið
2011. Gögnum var safnað úr sjúkraskrám og með spurningalista. Úrtakið
náði yfir alla fullorðna sjúklinga sem gengust undir aðgerð í svæfingu eða
slævingu á 5 daga tímabili.
Niðurstöður: Þátttökuskilyrði uppfylltu 193 sjúklingar, þar af fóru 161
(83%) í valaðgerð. Útfylltir spurningalistar bárust frá 166 sjúklingum, eða
86% af þeim sem uppfylltu þátttökuskilyrði. Meðallengd föstu á mat var
13,6 (±3,0) klukkustundir og 8,8 (±4,5) klukkustundir á tæra drykki. Lið-
lega fjórðungur sjúklinga (27%) fékk ráðleggingar um föstu í samræmi við
leiðbeiningar og 45% var ráðlagt að fasta frá miðnætti. Upplýsingar voru
veittar ýmist skriflega (18%), munnlega (37%) eða hvort tveggja (45%).
Upplýsingar um tilgang föstu fengu 46% sjúklinga. Sjúklingar sem fóru
í aðgerð að morgni föstuðu skemur en sjúklingar sem fóru í aðgerð eftir
hádegi (p<0,05). Sjúklingar sem fengu bæði skriflegar og munnlegar upp-
lýsingar föstuðu skemur á drykki en aðrir (p<0,001).
Ályktanir: Skurðsjúklingar fasta mun lengur en nauðsynlegt er og fá mis-
munandi upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki. Þörf er á að kanna frekar
ástæðurnar fyrir þessu. Starfsfólk þarf að samræma starfshætti sína,
virkja sjúklinga meira í eigin umönnun, veita samræmda og fullnægjandi
sjúklingafræðslu og aðstoða sjúklinga við að stytta vökvaföstu eftir komu
á sjúkrahúsið.
ÁGRIP
insúlínónæmi, auki vellíðan sjúklinga og stytti jafnvel
sjúkrahúslegu.4,11-13 Gjöf kolvetnaríkra drykkja er því
víða í nágrannalöndum okkar orðin hluti af staðlaðri
meðferð sjúklinga fyrir aðgerð enda er til dæmis mælt
með slíku verklagi í leiðbeiningum The European Soci-
ety for Clinical Nutrition and Metabolism (ESPEN).14
Ástæður þess að sjúklingum er leiðbeint um að
fasta lengur en þörf er á eru taldar vera vanþekking
heilbrigðisstarfsfólks, tregða við breytingu á verklagi
sem á sér langa hefð og virðist skaðlaus fyrir sjúk-
linginn, að aðgerðaráætlun geti breyst með litlum
fyrirvara, að sjúklinga skorti skilning og þekkingu á
tilgangi og framkvæmd föstu, og að einstaklingsmið-
aðar leiðbeiningar séu flóknar og ruglandi fyrir þá.4,15
Mörg þessara raka hafa verið skoðuð og hrakin4,7 en
eftir situr að ábyrgðin er fyrst og fremst hjá starfsfólki
sem þrátt fyrir að þekkja til gagnreyndra leiðbeininga
á sínum vinnustað lætur undir höfuð leggjast að fylgja
þeim.16,17 Þó er einnig þekkt að sjúklingar fasti lengur
en þeim er ráðlagt,7,8 sem vekur upp spurningar um
gæði sjúklingafræðslu. Allflestir sjúklingar koma inn á
sjúkrahús til valaðgerða að morgni aðgerðardags nú til
dags, seinna en áður þekktist. Þeir þurfa því sjálfir að
Greinin barst
12. september 2015,
samþykkt til birtingar
28. apríl 2016.
Höfundar hafa
útfyllt eyðublað um
hagsmunatengsl.
Fasta á undan skurðaðgerð: Leiðbeiningar
til sjúklinga og lengd föstu
– framskyggn könnun
Brynja Ingadóttir1,2 hjúkrunarfræðingur, Anna María Ólafsdóttir1 hjúkrunarfræðingur, Herdís Sveinsdóttir1,2 hjúkrunarfræðingur, Lára Borg
Ásmundsdóttir1 hjúkrunarfræðingur, Lilja Ásgeirsdóttir1 hjúkrunarfræðingur, Margrét Sjöfn Torp1 hjúkrunarfræðingur, Elín J.G. Hafsteinsdóttir3
hjúkrunarfræðingur og hagfræðingur
1Skurðlækningasviði
Landspítala,
2hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands,
3vísindasviði
Landspítala.
Rannsókn þessi var unnin
á skurðlækningasviði og
kvenna- og barnasviði
Landspítala.
http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.86
Fyrirspurnir:
Brynja Ingadóttir
brynjain@landspitali.is
R A N N S Ó K N