Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Síða 27

Læknablaðið - 01.06.2016, Síða 27
LÆKNAblaðið 2016/102 287 R A N N S Ó K N Bent hefur verið á að líklegast verði að umbera lengri föstu en ráðlagt er upp að vissu marki,8 bæði vegna stofnanatengdra þátta eins og skurðstofuáætlunar og sjúklingatengdra þátta. Það er ekki raunhæft að ráðleggja fólki að fá sér að borða og drekka um miðja nótt. Hins vegar mætti huga betur að því að ráðleggja sjúklingum sem mæta eiga í aðgerð eftir hádegi að fá sér morgunmat áður en fastan hefst sem og kolvetnaríka drykki, þar til tvær klukkustund- ir eru til aðgerðar. Nær allir sjúklingar fengu leiðbeiningar um að fasta en þó var töluvert ósamræmi í leiðbeiningunum. Tæplega helmingi sjúk- linga var sagt að fasta frá miðnætti, bæði á mat og drykk, sem bendir til þess að sumu starfsfólki hafi ekki verið kunnugt um nýjar leiðbeiningar eða kosið að fylgja þeim ekki. Erlendar rann- sóknir sem kannað hafa hug starfsmanna til styttri föstu en tíðkast hafa sýna að starfsfólk er oft efins um slíkar breytingar. Læknar sem fylgja nýju reglunum vísa til betri líðanar og ánægju sjúklinga meðan aðrir telja aukna hættu á ásvelgingu fylgja slíku verklagi eða að aðgerðaáætlun geti farið í uppnám.16 Í rannsókn Karadag og Iseri21 svöruðu 60% hjúkrunarfræðinga og lækna ekki spurn- ingunni um hvað stæði í vegi fyrir því að fylgja nýjum leiðbein- ingum, sem gæti bent til þess að starfsfólk hafi ekki góð og gild rök fyrir að fara á svig við settar reglur. Innleiðing gagnreyndrar þekkingar sem umbyltir fyrra verklagi heilbrigðisstarfsmanna er flókin í framkvæmd. Þekking og viðhorf starfsfólks og sjúklinga svo og starfsemistengdir þættir eru taldir vega þungt í árangri slíkra breytinga þótt erfitt hafi verið að sýna fram á hvaða inn- leiðingaaðferðir virka best.6,22 Á undanförnum árum hefur skipulagi innkallana og undir- búningi sjúklinga fyrir aðgerðir á Landspítala verið breytt og því má vera að ósamræmi í upplýsingum eins og hér kom fram sé ekki eins algengt í dag og þegar rannsóknin var gerð. Þó eru margir sjúklingar enn kallaðir inn með löngum fyrirvara, áður en aðgerðaáætlun liggur fyrir, og fá því ekki alltaf nákvæmar upplýs- ingar um hvenær þeir skuli hefja föstu. Aðeins 45% sjúklinga fengu bæði skriflegar og munnlegar upp- lýsingar eins og rannsóknir benda til að beri bestan árangur23,24 og 37% fengu aðeins munnlegar. Fyrri hópurinn fastaði marktækt styttra á vökva, líkt og fram kom hjá Falconer og félögum.7 Þetta styður það að skriflegar upplýsingar styðji við nám sjúklinga og því er ástæða til að árétta við starfsfólk að afhenda öllum sjúkling- um slíkar leiðbeiningar.25 Sjúklingar sem fengu réttar föstuleiðbeiningar föstuðu skem- ur en aðrir, en þó að meðaltali í 12,5 klukkustundir á mat og 8 klukkustundir á tæra vökva. Svipaðar niðurstöður hafa fengist í erlendum rannsóknum.7 Ástæður þess að sjúklingar fasta lengur en þeim er ráðlagt hafa lítt verið rannsakaðar en skýringar sem fram hafa komið eru ýmsar persónulegar, daglegar venjur, svo sem að forðast að borða rétt fyrir svefninn eða fara snemma að sofa,8 auk þess að misminna hvenær fastan skuli hefjast, jafnvel þegar skriflegar leiðbeiningar hafa verið veittar.7 Önnur skýring gæti verið að sjúklingar með fyrri reynslu af skurðaðgerðum fasti eins og þeim hefur áður verið ráðlagt og telji öruggara að fasta lengur en skemur. Flestir sjúklingar fundu fyrir einhverjum þorsta meðan á föst- unni stóð en ekki mældist fylgni milli þorsta og lengdar föstu á drykk. Hafi sjúklingar fengið vökva í æð gæti það hafa haft áhrif á þorsta en ekki var gerlegt að safna slíkum upplýsingum þar sem skráningu á vökvagjöf var ábótavant. Þótt 21% sjúklinga hafi fundið fyrir ógleði er erfitt að meta áhrif föstu á ógleði þar sem margir aðrir þættir, svo sem tegund svæfingar, sjúkdóms og að- gerðar, gjöf ógleðistillandi lyfja og fleira getur hafa haft áhrif. Þessi rannsókn hefur bæði sína styrkleika og takmarkanir sem rétt er að geta. Úrtakið reyndist endurspegla vel dæmigerða viku aðgerða á spítalanum og ætti því að vera hægt að nota niðurstöð- urnar til að draga ályktanir um starfshætti og föstu sjúklinga á þeim tíma sem rannsóknin fór fram. Takmarkanir eru þær helstar að ekki var safnað upplýsingum um hvaða sjúklingar voru fastandi vegna sjúkdómsástands síns og ekki einungis vegna fyrirhugaðrar svæfingar, sem getur hafa skýrt lengd föstu hjá einhverjum sjúk- lingum. Vegna þessa kynntum við sérstaklega niðurstöður frá val- aðgerðasjúklingunum. Auk þess var gagna ekki aflað um hvaða upplýsingar sjúklingar fengu um áætlaðan aðgerðartíma og hvort og þá að hve miklu leyti sú tímaáætlun stóðst í raun. Hafi frávik verið algeng og veruleg gæti það hafa haft áhrif á lengd föstu sem ekki var hægt að sjá fyrir. Erlendis hefur þessi þáttur sem skýring á langri föstu þó verið talinn heldur ofmetinn5 en hefur ekki verið metinn á íslenskum sjúkrahúsum svo vitað sé. Við ályktum því að fyrir skurðaðgerð fasti sjúklingar langt umfram það sem leiðbeiningar kveða á um og að lengd föstunnar virðist bæði tengjast röngum eða ónákvæmum upplýsingum frá heilbrigðisstarfsfólki og eigin ákvörðunum sjúklinga. Seinkun á aðgerðaáætlun getur einnig skýrt lengd föstu að hluta. Sjúklingar ættu að fá skriflegar leiðbeiningar um föstuna og starfsfólk að Tafla III. Tímalengd föstu og tengsl föstu við aðkomu og tíma aðgerðar. Matur Drykkur n1 miðgildi föstu í klst kvaðratabil n1 miðgildi föstu í klst kvaðratabil Allir sjúklingar 146 13,4 11,9 15,3 132 9,2 4,6 12,0 Aðkoma brátt af biðlista 18 128 14,7 13,3 12,7 18,5 11,7 15,0 13 119 12,3 9,1 5,0 13,9 4,3 11,7 Tími aðgerðar fyrir hádegi eftir hádegi 104 42 12,7 15,5 11,1 14,3 14,0 17,8 98 34 9,2 12,4 4,0 11,3 5,0 14,7 1n – sýnir fjölda þeirra sjúklinga sem höfðu skráðar upplýsingar í sjúkraskrá um komutíma á skurðstofu og hvænar fasta hófst. 2p-gildi fyrir tvíhliða t-próf.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.