Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2016/102 297 Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Þorbjörn Jónsson, formaður Orri Þór Ormarsson, varaformaður Björn Gunnarsson, gjaldkeri Magdalena Ásgeirsdóttir ritari Arna Guðmundsdóttir Hildur Svavarsdóttir Magnús Baldvinsson Tinna Harper Arnardóttir Þórarinn Ingólfsson Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Stjórn LÍ „Á íslensku má alltaf finna svar…“ Öll málefnaleg umræða um þróun heil- brigðiskerfisins á Íslandi er af hinu góða. Í henni vilja læknar taka öflugan þátt og leggja þannig sitt af mörkum til aukins skilnings og nauðsynlegra framfara. Að auka skilning á grundvallaratriðum er hins vegar torsótt þegar sumir í umræðu- hópnum gera það að leik sínum að skrum- skæla einföld íslensk orð eða hugtök í því augnamiði að setja á þau svartan blett. Að mínu viti er þetta gert í áróðurs- skyni og gegn betri vitund þeirra sem stýra för. Aðrir sem taka svo undir með sömu orðanotkun vita hins vegar kannski ekki betur. Þess vegna vil ég freista þess að leiðrétta kúrsinn og skora um leið á alla þá sem leggja orð í belg um þróun heil- brigðiskerfisins að sameinast að minnsta kosti um eitt og sama orðfærið enda þótt þeir séu ósammála um efnisatriði. Ég sting niður þessum penna í kjölfar erinda tveggja sérfræðinga við Háskóla Ís- lands á á nýlegu málþingi ASÍ og BSRB um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu. Báðir settu samasemmerki á milli einkavæð- ingar og einkareksturs. Í sama streng taka því miður fjölmargir sem leggjast gegn auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónust- unni. Orðið og fyrirbærið einkavæðing hefur nefnilega öðlast neikvæða merkingu og er nánast orðið að blótsyrði í íslenskri tungu á undanförnum árum. Vafalaust er ástæð- an umdeilt söluferli margra ríkiseigna með einkavæðingu bankanna í broddi fylkingar. Það þýðir hins vegar ekki að það sé réttlætanlegt að klína skammaryrðinu á allt önnur fyrirbæri til þess eins að kasta á þau rýrð. Ekkert frekar en að þeir sem hafa horn í síðu hlutafélaga geti farið að kalla þau aflandsfélög algjörlega upp úr þurru. Á fyrrnefndri ráðstefnu setti Sigur- björg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, fram eftirgreinda yfirlýsingu í einni af slæðum sínum: „Einkarekstur er einkavæðing, einkavæðing á þjónustu en ekki einkavæð- ing á fjármögnun” Samstarfsmaður henn- ar við HÍ, Rúnar Vilhjálmsson prófessor, flutti erindi undir heitinu „Félagslegt heilbrigðiskerfi, einkavæðingin og hags- munir sjúklinga“. Í því erindi skýrði hann meðal annars frá þeim niðurstöðum í viðhorfskönnun sem hann lét gera að rúm- lega 80% landsmanna vilji að heilbrigðis- þjónustan sé rekin fyrst og fremst af hinu opinbera. Taldi hann það til marks um að fólk vildi ekki einkavæða heilbrigðis- þjónustuna og væri þar af leiðandi á móti einkarekstri innan hennar. Í íslensku samfélagi er einhugur um það að heilbrigðisþjónusta sé kostuð af hinu opinbera. Enginn vill einkavæða heil- brigðisþjónustuna. Hún á að vera innan okkar góða félagslega kerfis þar sem allir hafa jafnan rétt til fyrsta flokks heilbrigðis- þjónustu sem greidd er úr sam eiginlegum sjóðum okkar. En það er hugtakanotkun þessara fræðimanna sem veldur því að ég skrifa þessar línur. Einkarekstur er nefnilega allt annað en einkavæðing og löngu orðið tímabært að stöðva þessar tilraunir til að afvegaleiða umræðuna með hugtaka- ruglingi. Fjármálaráðuneytið heldur úti vefsíðunni rikiskassinn.is þar sem meðal annars eru orðskýringar sem taka af öll tvímæli um skilning hins opinbera á merkingu orða og hugtaka í fjármála- tengdri stjórnsýslu. Þar segir einfaldlega: Einkaframkvæmd og einkarekstur: Einkaframkvæmd/einkarekstur felst í því að ríkið gerir samning við einkaaðila um að veita tiltekna þjónustu eða annast tiltekna fram- kvæmd. Venjulega er um að ræða verkefni sem krefjast umtalsverðra fjárfestinga og samnings- tími er langur. Í samningum milli aðila um einkarekstur og einkaframkvæmd er kveðið á um hvernig þeir hyggjast skipta með sér fjár- hagsáhættu af viðkomandi verkefnum. Einkavæðing: Einkavæðing nefnist það þegar fyrirtæki í ríkiseigu eða eignarhlutur ríkis- ins í fyrirtæki er seldur í einu lagi í einu eða nokkrum áföngum á tilteknum tíma til eins að- ila eða hóps aðila sem starfa á einkamarkaði. Vel kann að vera að í pólitískum tilgangi megi lengi þræta um merkingu hugtaka jafnvel þó að „orðabókin“ sé afdráttarlaus. Þegar þróun heilbrigðiskerfisins er annars vegar er hins vegar margfalt mikilvægara að skiptast á skoðunum um málefni en hugtök. Í fallegu ljóði Þórarins Eldjárns segir að á íslensku megi alltaf finna svar og í þessu tilfelli hefur það rækilega sann- ast á vef fjármálaráðuneytisins. Arna Guðmundsdóttir innkirtlalæknir formaður Læknafélags Reykjavíkur arnagu@landspitali.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.