Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.2016, Page 40

Læknablaðið - 01.06.2016, Page 40
300 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ástæður þessarar sýklalyfjameðferðar. Læknirinn myndi sjálfsagt skýra frá því en þetta eru vinnubrögð sem eiga að heyra fortíðinni til. Ef læknir ákveður að veita kollega sínum meðferð ber honum að skrá það í sjúkraskrá sjúkrahúss eða á læknastofu sinni eftir atvikum.“ Drukkinn maður ekur á brott „Það reynir meðal annars á þagnar- skylduna hjá ungum læknum, kandídötum og læknanemum, er á bráðamóttöku þar sem lögreglan er að leita eftir upplýsingum um einstaklinga sem þangað hafa leitað og hafa hugsanlega framið eitthvert afbrot eða verið er að hjálpa þeim við að losa fíkniefni úr iðrum sér,“ segir Engilbert. „Þagnarskyldan er alveg skýr í slíkum til- fellum en í seinna tilfellinu vaknar spurn- ingin í kjölfarið hvað á gera við fíkniefnin eftir að viðkomandi hefur verið hjálpað við að losna við þau.“ Gunnar segir þessa spurningu oft koma upp og hún sé áhugaverð því að sjúklingurinn getur með réttu haldið því fram að efnin séu hans eign og heilbrigðis- starfsmönnunum beri að afhenda honum þau. „En fíkniefni eru ólögleg á Íslandi svo heilbrigðisstarfsfólkið á í rauninni að til- kynna lögreglu um þau svo hún geti tekið þau í sína vörslu. Það á hins vegar ekki að skýra frá því hver var með þau innvortis. Það er lögreglunnar að komast að því.“ Engilbert nefnir annað dæmi sem get- ur komið til kasta heilbrigðisstarfsfólks á bráðadeildum. „Drukkinn maður leitar á bráðamóttöku til aðhlynningar. Starfs- fólkið horfir síðan á eftir honum slaga út um dyrnar, setjast upp í bíl sinn og aka á brott. Þarna ber skilyrðislaust að tilkynna lögreglu um atvikið þar sem maðurinn er að fremja afbrot og er jafnframt ógn við almannahagsmuni þannig að neyðarrétt- arsjónarmið grípi inn í. Þarna á þagnar- skyldan ekki við.“ Heimilisofbeldi og Barnaverndarlög Þeir nefna ýmis álitamál sem komið geta upp í starfi lækna og hjúkrunarfólks varð- andi ofbeldi þar sem fórnarlambið leitar aðhlynningar en vill ekki kæra ofbeldis- manninn. „Heimilisofbeldi er sannarlega einn þáttur í þessu en ef fórnarlambið vill alls ekki kæra eða gefur hreinlega allt aðra skýringu á áverkunum getur starfsmaður- inn ekkert gert annað en virða trúnað við sjúkling sinn. Það sem skiptir öllu máli er að sjúklingurinn verður að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólkið geri að sárum og áverkum án þess að það hafi einhverj- ar aðrar og jafnvel verri afleiðingar fyrir sjúklinginn að hans mati,“ segir Gunnar. „Hins vegar getur heilbrigðisstarfsmað- urinn rætt þetta á almennum nótum við sjúklinginn og bent á leiðir sem færar eru fyrir þolendur heimilisofbeldis. En það verður að vera á forsendum sjúklingsins, það er hans að ákveða hvað gera skuli,“ segir Engilbert. Gunnar bendir á að ákvæði í Barna- verndarlögum skyldi heilbrigðisstarfólk til að skýra frá því ef grunsemdir vakna um illa meðferð barns. „Þar er búið að ganga þannig frá að heilbrigðisstarfs- manni ber skylda til að tilkynna til Barnaverndarnefndar ef grunur vaknar. Starfsmaðurinn á ekki að leggja mat á sannleiksgildi grunsemdanna, grunurinn einn nægir til að virkja tilkynningaskyldu hans. Þarna gengur upplýsingaskyldan lengra en þagnarskyldan. En sé um full- orðna einstaklinga að ræða höfum við sagt við læknanemana að ef þeir séu í vafa um hvort þeir eigi að tilkynna eitthvert tilvik skuli þeir ávallt láta vafann ráða, þagnarskyldunni í vil. Við segjum; ef þú ert í vafa tilkynnirðu ekkert fyrr en þú ert búinn að afla þér nánari upplýsinga, leita til reynslumeiri starfsmanns, Embættis landlæknis eða lögmanns sjúkrastofnunar- innar.“ „Það sem skiptir öllu máli er að sjúklingurinn verður að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólkið geri að sárum og áverkum án þess að það hafi einhverjar aðrar og jafnvel verri afleiðingar fyrir sjúklinginn að hans mati,“ segir Gunnar. „Það reynir meðal annars á þagnarskylduna hjá ungum læknum, kandídötum og læknanemum á bráðamóttöku þar sem lögreglan er að leita eftir upplýsingum um einstaklinga sem þangað hafa leitað og hafa hugsanlega framið afbrot eða verið er að hjálpa þeim við að losa fíkni- efni úr iðrum sér,“ segir Engilbert. CP REYKJAVÍK er frísklegt og skapandi þjónustu- fyrirtæki sem skipuleggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini. Hafðu samband og við gerum þér tilboð í ógleymanlega upplifun Suðurlandsbraut 6 - 108 Reykjavík - 510 3900 - www.cpreykjavik.is VIÐ GERUM ATVINNULÍFIÐ VIÐBURÐARÍKARA

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.