Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.2016, Side 42

Læknablaðið - 01.06.2016, Side 42
302 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Landspítalinn opnaði í apríl hermisetur í Ármúla þar sem heilbrigðisstarfs- fólki gefst kostur á að æfa sig í ýmsum læknisverkum og aðgerðum á þar til gerðum brúðum og líkönum og til- gangurinn er augljóslega að auka færni starfsfólksins þegar kemur að læknis- verkum á lifandi sjúklingum. Alma D. Möller framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala hefur, ásamt fleirum, unnið að uppsetningu setursins. „Það hefur lengi verið draumur okkar að koma upp slíku setri til þjálfunar og kennslu en okkur vantaði húsnæði þar til skyndilega að þetta húsnæði losnaði í vet- ur og þá var ekki eftir neinu að bíða. Starf- semi er þegar hafin með endurlífgunar- námskeiðum og fleiru þó ýmislegt sé enn ógert í standsetningu húsnæðisins áður en það verður fyllilega frágengið.“ Húsnæðið er um 140 fermetrar að stærð í Ármúla 1 og þar verða tvö hermiherbergi og stjórnherbergi, ein rúmgóð kennslu- stofa fyrir 40-50 manns og 3-4 herbergi fyrir verkstöðvar. Kaffistofa, mötuneyti og skrifstofa eru sameiginleg með annarri starfsemi í húsinu en þar er fyrir veirufræðideild og menntadeild spítalans. „Þetta fer mjög vel saman og húsnæðið er að flestu leyti mjög hentugt,“ segir Alma. Þjálfun í hermisetrinu er þjálfun heil- brigðisstarfsfólks á oft á tíðum mjög flókn- um og erfiðum aðgerðum þar sem mikil- vægt er að allir viti nákvæmlega hvað á að gera og samvinnan sé hnökralaus. „Hermisetrið gerir okkur kleift að æfa slíka hluti við öruggar aðstæður þar sem leyfilegt er að gera mistök, stýra flækju- stiginu og endurtaka ferlið eins oft og þarf þar til allir eru þrautþjálfaðir í því,“ segir Alma. Hún bætir við að þarna verði hægt að þjálfa viðburði sem eru sjaldgæfir en jafnmikilvægt að kunna ferlið út í hörgul þegar á þarf að halda. Fullkomnar brúður og líkön Hermiþjálfunin felst bæði í stöðluðum námskeiðum eins og endurlífgun, að sögn Ölmu, en einnig geta mismunandi deild- ir sett fram sérstakar óskir um þjálfun í tilteknum aðgerðum eða verkum og þá verður hægt að búa til námskeið sérsniðin að þeirra þörfum. „Hluti af starfseminni felst líka í að fara með hermiþjálfunina á deildirnar þar sem starfsmenn geta æft verkin í sínu rétta umhverfi. Brúðurnar eða líkönin eru mjög fullkomnar og hægt að æfa á þeim ýmis verk eins að setja æðaleggi, taka blóðgös, sinna endurlífgun, framkvæma mænustungu og setja inn brjóstholskera en síðast en alls ekki síst, þá er sífellt meiri áhersla lögð á teymis- og samskiptaþjálfun. Þar sem starfsmennirn- ir fá þjálfun í að vinna saman og taka ákvarðanir við erfiðar aðstæður eins og til dæmis skyndilega versnun sjúklings, öndunarbilun, lost og meðvitundar- skerðingu svo eitthvað sé nefnt. Þetta er nauðsynleg þjálfun í samskiptum, teym- isvinnu, ákvarðanatöku og leiðtogahæfni. Árangurinn er ótvíræður og felst meðal annars í aukinni færni starfsmanna, auknu sjálfsöryggi þeirra við erfiðar að- Landspítali opnar hermisetur Langþráður draumur að rætast ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson AKRANES • BORGARNES • BÚÐARDALUR • GRUNDARFJÖRÐUR • HÓLMAVÍK • HVAMMSTANGI • ÓLAFSVÍK • STYKKISHÓLMUR SK ES SU H O R N 2 01 6 Sérfræðingar í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp við kvennadeild HVE, Akranesi Lausar eru til umsóknar tvær stöður sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp við Kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi. Sérfræðiréttindi í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp ásamt staðgóðri reynslu í klínísku starfi er skilyrði. Þátttaka í bakvöktum er hluti af starfinu. Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands starfa 3 sérfræðingar í hlutastöðu með langan starfsferil í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Starfið felur í sér nýbreyttni í starfsháttum til að leggja áherslu á fjölbreytni í starfsumhverfi og faglega þróun. Lögð er áhersla á aukið og formlegt samstarf við Landspítala. Á Kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands eru framkvæmdar allar helstu aðgerðir í kvensjúkdómum. Mikil áhersla hefur verið lögð á aðgerðir í neðri þvagvegum kvenna og aðgerðir um fæðingarveg en um 550 slíkar aðgerðir eru framkvæmdar árlega. Um 300 konur fæða börn sín á deildinni á ári hverju. Mikil áhersla er lögð á hlýlegt starfs umhverfi og viðmót. Umsóknarfrestur er til 1. október 2016. Upplýsingar um starfshlutfall og vinnuskipulag gefa: Konráð Lúðvíksson yfirlæknir, s. 432 1000, netfang konrad.ludviksson@hve.is og Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 432 1000, netfang thorir.bergmundsson@hve.is. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstjóra HVE, Guðjóni S. Brjánssyni, Merkigerði 9, 300 Akranes. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi er ein af átta starfsstöðvum stofnunarinnar á Vestur og Norðvesturlandi og skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreina sjúkrahús með vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sér hæfða sjúkra húsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, kvennadeild og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuð áhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Norðvesturlands. Á heilsu gæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsu gæslu umdæmi Akraness. HVE tekur þátt í menntun heilbrigðis stétta í samvinnu við Háskóla Íslands og aðrar mennta stofnanir. Starfsmenn stofnun arinnar á Akranesi eru um 240 talsins. Sjá nánar heima síðu www.hve.is

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.