Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Síða 14
kcnum, sem hafa eignazt mörg
börn, verður húðin oft slök.
Kviðvöðvar verða slappir og
gliðna sundur í miðlínu. Allt
eykur þetta á fyrirferðaraukn-
inguna á kviðnum, einkum þeg-
ar konur eldast og fitna. Hjá
sumum konum jafnar húðin sig
vel eftir barnsburð, en flestar
bera þó einhver merki um þanið
á húðinni, og hjá sumum leggst
húðin í fellingar og slitnar þeg-
ar við fyrsta barnsburð, og
þetta eykst síðan við endur-
tekna barnsburði. Aðgerðir við
þessu eru margvíslegar, en und-
anfari flestra þeirra verður
að vera megrun, ef þær eiga
að ná tilgangi sínum. Algeng-
asta og einfaldasta aðgerðin
við húðfellingu á kvið er að
skera fellinguna burt þversum
ofan við lífbein, og er sú að-
gerð oftast fullnægjandi, þegar
um fullorðið fólk er að ræða
og útlitið er ekki aðalatriði. En
ef góður og varanlegur árang-
ur á að fást, nægir ekki að skera
aðeins burt fituna og húðina,
heldur þarf einnig að laga bilið
milli kviðvöðvanna. Þá er teygt
á húðinni, eins og hægt er.
Henni er flett frá í miðlínu og
naflinn færður til á stilk og
bilið milli kviðvöðvanna saum-
að saman, líkt og gert er við
kviðslit. Oft ganga fitufelling-
arnar út á mjaðmirnar og jafn-
vel aftur á bakið, og þá kemur
til greina að gera svokallaða
„beltislipectomiu“, sem er fram-
kvæmd þannig, að belti er tekið
úr húðinni í einni aðgerð. Við
þetta vinnst það, að fita og húð
af kviðnum næst í burtu og jafn-
framt er hægt að teygja húð-
ina niður á mjöðmunum og aft-
ur á bakinu. Þessar aðgerðir er
hægt að framkvæma í tvennu
lagi, en bezt er þó að geta gert
aðgerðina í einu, en til þess að
það sé unnt, þarf helzt að vera
fyrir hendi samæfður hópur
skurðlækna, því að aðgerðin er
mjög seinleg.
Sé fyrst og fremst um að ræða
húðslit eftir barnsburð, næst
oftast betri árangur með því að
teygja húðina bæði þversum og
langsum. Afleiðingin verður að
vísu langt miðlínuör, en slík ör
eru oftast meira áberandi en
ör, sem liggja þversum á kviðn-
um.
AlllpKllftllt VK«XA FITIISÖFX-
l’.VVII Á ÍTLIMITM:
Húðin missir teygjanleik sinn
með aldrinum, og auk þess virð-
ist teygjanleiki húðarinnar vera
nokkuð einstaklingsbundinn.
Hjá fullorðnum konum er ekki
óalgengt, að húðin hangi í fell-
ingum á upphandleggjum og
lærum, og einstaka sinnum sést
þetta hjá yngri konum, hafi þær
verið mjög feitar um tíma og
síðar megrazt. Þessar fellingar
geta verið mjög til lýta og í
verstu tilfellum valdið hreyfing-
arhindrunum. Fellingarnar má
nema burt með skurðaðgerðum,
og á upphandleggjum er skurð-
línan látin liggja innanvert og
aftanvert á handleggnum og
húðin síðan strengd utan um
handlegginn. Örin eftir þessar
aðgerðir geta á stundum orðið
nokkuð áberandi, einkum ef þau
ná upp í holhönd eða niður fyr-
ir olnboga, en getur verið nauð-
synlegt til að viðunandi árang-
ur fáist.
Fitueyðandi aðgerðir á lær-
um eru mismunandi eftir
því, hvernig fitusöfnuninni
er háttað. Stundum eru lærin
eins og skálmar á reiðbuxum,
og eru þá fitukeppir utan á lær-
unum, byrja á móts við mjaðm-
arliðina og dregur úr þeim, þeg-
ar kemur lengra niður á lærin.
Fitusöfnun getur verið þarna,
án þess að viðkomandi sé feit-
lagin að öðru leyti.
Við svona fitusöfnun er gerð-
ur skurður utan til á lærinu, sem
nær alla leið frá hné og upp á
mjaðmarkamb. Skurðurinn er
hafður framan við fituhnúðinn
og húðin losuð aftur á við, fit-
an tekin burt og húðin síðan
strengd, aðallega upp á við,
þannig að þríhyrningur er tek-
inn úr, uppi undir mjaðmar-
kambinum. Sé fitan hins vegar
aðallega innan á lærunum, en
það er algengara hjá þeim, sem
almennt eru feitlagnar, er skurð-
urinn hafður innanlærs og húð-
in dregin upp í nárann og skor-
ið af henni þar. ör eftir þess-
ar aðgerðir eru alltaf sýnileg,
en þó mismunandi, því að ör-
myndun er einstaklingsbundin.
Mjög er algengt, að konur
leiti til skurðlækna vegna þess,
að þær hafa of svera kálfa.
Skurðaðgerðir við þessu lýti
bera oftast heldur lélegan ár-
angur. Það magn, sem unnt er
að taka af fitu og húð af fót-
leggjunum, er mjög takmarkað,
vegna þess að blóðrás í húð á
fótum er lélegri en ann-
ars staðar á líkamanum og
oft er hún sérstaklega léleg
hjá þeim, sem hafa svera fæt-
ur. Sárin hafa því tilhneigingu
til þess að rifna upp og örin að
verða ljót, án þess að veruleg
mjókkun verði á leggjunum.
Sá, sem þetta ritar, hefur því
yfirleitt ráðið frá þessum að-
gerðum, nema um mjög veruleg
lýti væri að ræða, en í stað þess
ráðlagt nudd og böð, sem oft
bera nokkurn árangur.
Hér verður ekki minnzt á
skurðaðgerðir vegna stíflu í sog-
æðakerfi fótanna, „elephantias-
is“, en við slíka stíflu geta neðri
útlimir, annar hvor eða báðir,
orðið ótrúlega sverir.
Fylgikvillar eftir fitueyðandi
aðgerðir á kvið og útlimum eru
í aðalatriðum svipaðir og við
brjóstaaðgerðir. Blæðingar-
hætta, myndun blóðsafns eða
ígerð í skurði með drepi í
húð eru allt fylgikvillar, sem
geta komið eftir þessar aðgerðir.
SAMAXTEKT:
Gerð hefur verið stuttlega
grein fyrir skurðaðgerðum, sem
helzt koma til greina í sambandi
8 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS