Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Síða 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Síða 18
HVERS VEGNA „SJUKRAIÐJA “? Sigríður Björnadóttir. Sig^'íður BjömscLóttir braut- skráðist frá Teiknikennaradeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1952. Síðan hefur hún kynnt sér sjúkraiðju, sjúkra- kennslu og iðjuþjálfun víða, þ. á m. í Bretlandi, Norðurlöndum, Þýzkalandi og Sviss. Sigríður er forstöðukona Sjúkraiðjudeildar Barnaspítcda Hringsins. BÖRN halda áfram að vera börn, þótt þau leggist inn á spítala um lengri eða skemmri tíma. Þau eru ekki eingöngu sjúkl- ingar, heldur lifandi einstakl- ingar, sem taka reynslu sína og tilfinningalíf með sér á spítal- ann. Og hvað segir þetta okkur? Að öll börn, sem lögð eru inn á spítala, hafa sömu undirstöðu- þarfir og sömu vandamál og börnin, sem heima eru, að við- bættum öllum þeim þörfum og vandamálum, sem skapast við veikindi, slys og það að vera komin inn á spítala. Börn þurfa blíðu og umhyggju frá fullorðna fólkinu, og aldrei er þörfin meiri en þegar erfið- leikar steðja að. Og börnin þurfa í aðalatriðum að skilja, hvað er að gerast í kringum þau, því að öryggiskenndin er þeim mikils virði. Öll börn, nema þau séu mjög sjúk, andlega og líkamlega, eru starfsöm. Litlu börnin eru stöðugt að kanna og skoða umhverfi sitt. Þau þurfa að geta hreyft sig frjálslega um, verið virk og at- hafnasöm. Þau þurfa að hafa efni og dót til að vinna með. Þau þurfa að hafa tækifæri til að þjálfa öll skynfærin — horfa, hlusta, lykta, bragða og snerta. Og það er ekki bara líkami þeirra, sem starfar, heldur líka hugurinn, þau eru alltaf að læra. Börn, sem ekki hafa mögu- leika á að leika sér, eru útilok- uð frá því að lifa eðlilegu lífi. Þótt leikir séu sprottnir af innri þörf hjá börnum, þá getur umhverfi barna og ástand haft svo niðurdragandi eða truflandi áhrif á þau, að þau hætta að geta leikið sér. Eins getur umhverfi haft mjög örvandi áhrif á leikgetu barna. Auk þess getur sálarlíf þeirra verið það neikvætt, að þau geta á engan hátt leikið sér, þótt góðir leikmöguleikar séu fyrir hendi. Börnum, sem þann- ig er ástatt fyrir, er vafalaust enn meiri þörf á að fá að leika sér en nokkru heilbrigðu barni. Þetta virðist augljóst mál. Og þó eru ekki svo ýkja mörg ár síðan öll athygli beindist fyrst og fremst að líkamlegum þörfum barna á sjúkrahúsum og lítill tími var afgangs til að sinna tilfinningalífi og persónu- þroska hvers og eins. Til allrar hamingju er það nú liðin tíð, að börn á almennum spítölum megi alls ekki fá heim- sókn, eða aðeins kluklcustund einu sinni í mánuði eða viku, eins og tíðkaðist sums staðar. Áður fyrr var álitið, að börn- unum á spítölum liði betur og væru í meira sálarjafnvægi, því sjaldnar sem þau sæju foreldra sína. En nú hafa hinar ströngu reglur spítalanna vikið fyrir meiri þekkingu og skilningi á tilfinningalífi og almennum þörfum barna, enda eru þau yf- irleitt ekki eins erfiðir sjúkl- ingar og áður, og er það að þakka margvíslegum og mikl- um framförum síðari tíma á sviði lækninga. Sjúklingunum er ekki haldið eins mikið í rúm- unum og áður tíðkaðist, og allt stefnir að því, að börnin lifi sem eðlilegustu lífi, á meðan þau dveljast á spítölunum. Rann- sóknir á þroskaferli og tilfinn- ingalífi barna á spítölum hafa leitt í ljós, að þau óttast mjög aðskilnað við foreldra. Einnig þjást mörg þeirra af hræðslu við líkamlegan sársauka, t. d. þann, sem sprautur valda, og þau líða af öryggisleysi og kvíða fyrir því, að eitthvað verði gert, sem kunni að meiða þau. Það er augljóst mál, að slík reynsla, kvíði og öryggisleysi hlýtur að ganga nærri börnun- um og dvöl á sjúkrahúsi getur verið skaðleg tilfinningalífi þeirra og andlegum þroska, ef ekki er að gætt. Út hefur komið grein í Lákar- tidningen 67 : 4523—4528, 1970 eftir þrjá sænska lækha og einn félagsráðgjafa, þau Rutger Lag- erkranz, dósent við barnadeild Karolinska sjúkrahússins í 12 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.