Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Qupperneq 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Qupperneq 20
islegt gildi. (Fröbel sagði: „Svo sannarlega er ekki hægt að að- skilja leiki og lærdóm“). Sjúkra- iðjan veitir börnunum tækifæri til að þjálfast og þroskast við leik og starf eftir því sem kraft- ar þeirra leyfa. Þau geta tjáð jákvæðar og neikvæðar tilfinn- ingar sínar í leik og skapandi starfi, sem er mikils virði, sér- staklega ef börnin eiga við til- finningaleg vandamál að stríða. 1 sjúkraiðju læra börnin að vinna með öðrum, þar er þeim leiðbeint og kennt að leysa árekstra sín á milli á jákvæðan hátt, en samvinna er oft erfið hjá börnunum, rétt eins og stundum vill verða hjá okkur fullorðna fólkinu. Það á að leyfa börnunum að vera eins virkum og líkamleg heilsa þeirra leyfir. 1 sjúkraiðju þjálfa börnin vöðva, stóra og smáa, — þau þjálfa saman augu og hendur. Einnig læra þau: að einbeita sér, að leysa vandamál, að finna áhugaverð verkefni í eigin um- hverfi og að tjá sig í orði og verki. Þau eru örvuð til að tala um það, sem þau eru að gera, og til að gera sér grein fyrir, hvers vegna þau geri einmitt svona. Við það að meðhöndla efni 'og hluti styrkist kennd barna fyrir formum, litum og áferð, fyrir þyngd, stærð, fjölda, þykkt og fasa efnis. Þannig þjálfast skiln- ingarvitin, en þau hafa mikil- vægu hlutverki að gegna í vit- þroskanum. Ung börn, sem fara á mis við næga snertingu og tækifæri til að kynnast umhverf- inu, fá ekki nægilega örvun, til þess að sjálfsvitund þeirra og tilfinning fyrir umhverfinu nái að þroskast eðlilega. Að byggja upp háan turn reynir mjög á handlagni og næmi minnstu barnanna. Að klippa með skærum er mjög góð þjálfun í að stjórna fingrahreyf- ingum og að beita athyglinni. Að búa til nýja liti með því að blanda öðrum saman eru skemmtilegar og lærdómsríkar tilraunir. í sjúkraiðjunni læra börnin að meðhöndla þau verkfæri, sem notuð eru við ýmsa vinnu í dag- lega lífinu. Það er áríðandi að þjálfa og fræða börn um með- ferð áhalda, í stað þess að úti- loka þau frá slíkri reynslu, því að þá munu þau síður valda slysum á sér og öðrum. Sjúkraiðjan örvar börn, sem eru döpur, gerir kvíðin börn létt- ari og laðar einmana börn að öðrum. Börn, sem dveljast langdvöl- um á spítölum, verða stundum áhugalaus og sljó. Þeim hættir til að vilja sem minnst á sig leggja sjálf, en nota aðra til að gera hlutina fyrir sig, og verða félagslega vanþroskuð. Sjúkra- iðjan á að hjálpa slíkum börnum frá óæskilegum afleiðingum spítalalífsins. Það er ekki auðvelt að lýsa í smáatriðum daglegu starfi sjúkraiðjukennarans, því að það fer meira og minna eftir börn- unum sjálfum og er síbreytilegt. En í hverju felst þá starf s j úkraið j ukennarans ? Það felst í því að hvetja, kenna og leiðbeina, að reyna að mynda samband við börn, sem fara einförum, og veita þeim sérhjálp, sem á henni þurfa að halda, að athuga börn, ef grun- ur leikur á, að veikindi þeirra stafi af andlegum eða tilfinn- ingalegum truflunum, að hugga og hughreysta börn og veita þeim hlýju. Þá er og dagleg undirbún- ingsvinna í sambandi við verk- efni barnanna. Markmiðið er að halda þess- um sundurleita og síbreytilega barnahópi jákvæðum og virk- um. Ef það endurtekur sig æ of- an í æ, að sjúkraiðjukennarinn spannar ekki að veita öllum börnunum þá athygli og hand- ieiðslu, sem þau þurfa — t. d. til að geta leyst verkefnin, sem þau hafa byrjað á, ef þau fá tækifæri til að gefast upp aftur og aftur og hringla úr einu í annað á leikstoíunni eða híma aðgerðarlaus, þá er aðeins um yfirborðslega gæzlu að ræða og sjúkraiðjan gegnir hvergi því hlutverki sem henni er ætlað. Það er alls ekki nóg að safna börnunum saman til þess að láta fara sem minnst fyrir þeim. Þau Það er veriö að búa til ösku- bakka og hesta úr jarðleir. Svo fá börnin að brenna munina, sem þau búa til og taka með sér heim. 14 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.