Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Page 26
Slíkt er ekki markmið þessa námskeiðs,
heldur aðeins freistað að gefa yfirlit yfir
stjórnunarsviðið almennt og kynna lítil-
lega nokkrar tæknilegar aðferðir.
7 Tæknihlið - félagsleg hlið — sálfræSileg hlið
- hagfræðihlið stjórnunar.
Breytt gildismat að þessu leyti getur breytt
hugmyndum manna um stjórnun.
8. Einkenni fyrirtækja, sem eru síung, og
hinna, sem illa gengur hjá.
Trú á hugkvæmni.
Hvatning til fjölbreytni í skoðunum.
Skipuleg sköpun áhuga.
Markaðslægur eða afurðabundinn hugur.
Hæfileiki til hagnýtingar tæknibreytinga.
Miðlæg eða miðfælin ákvarðanataka.
Afstaða til áhættu.
Mismunandi trú á hefðbundið kerfi stjórn-
arhátta.
9. Stjórnun óhugsandi án manna. Nauðsyn
mannþekkingar ekki síður en annarrar
þekkingar.
NÝ ÞRÓUN 1 MANNLEGUM SAMSKIPTUM
OG FORYSTU
(töluliður 4.).
1. Mannlegi þátturinn (samskiptaþátturinn)
byrjar með:
1. Ráðningu eða vali fólks.
2. Þjálfun.
3. Stjórn.
Þar sem val fólks er ekki alltaf fullkom-
lega aðlagað störfum, þarf þjálfun og stjórn.
2. Hvernig má bæta valið?
1. Viðtöl við umsækjendur.
2. Meðmæli.
3. Próf úr skóla.
4. Könnun hjá fyrri húsbændum og kenn-
urum.
5. Sálfræðileg prófun.
6. Reynslutími.
Oft notað jafnhliða.
Viðtöl viðurkennd ein bezta aðferðin.
Hvorki umsækjandi né stjórnandi (for-
stjóri eða starfsmannastjóri) má tala allan
tímann.
Engin próf fullkomlega áreiðanleg: 1)
Gáfnapróf (hæfi til að skilja og læra, en
segja lítið um beitingu gáfna í starfi).
2) Hæfnispróf (í vélritun, meðferð véla).
3) Fagpróf. 4) „Körfupróf" (almenn
vandamál dagsins og almenn viðbrögð).
5) Persónuleikapróf (erfið).
3. Þjálfun:
1. JIT („Job instructor Training“): Segja
- sýna - láta endurtaka.
2. Leika hlutverkið.
3. Hópumræður, fyrirlestrar í skóla/fyr-
irtæki.
4. Flutningur milli starfa (æðri starfs-
menn).
5. Sérstök ráðgjafarverkefni.
6. Nám eftir forskrift („programmed lear-
ning“) án stjórnanda: a) línulegt („li-
near“), b) greinótt (,,branching“). Nýta
má hentugar tómstundir til þess.
7. „Sensitivity Training.“ Umdeilt.
4. Stjórn:
1. Ráðning og þjálfun eru undirbúnings-
stig.
2. Þegar starf er hafið, reynir á, hvernig
þarf að stjórna mönnum.
3. Gildi réttrar hvatningar (,,motivation“).
Ótti fremur svipa en raunverulegur
stjórnandi. Peningar. Félagsskapur
(„Sense og belonging“), sbr. Hawthorne
rannsóknina og dæmið um áhrif ljóss,
kaffihléa og ytri aðbúnaðar. Átti við á
vissu stigi iðnþróunar. Ósk um tillits-
semi af hálfu stjórnanda. Tilfinning fyr-
ir að hafa afrekað eitthvað. (Hlutverk
stjórnanda að skapa fólki tækifæri til
þess). Peter Drucker telur þó, að menn
verði að vera óánægðir, til þess að þeir
séu hvattir til að gera betur. Ábyrgð.
5. Leiðtoga- og forystuhæfileikar:
1. Ólýsanleg einkenni. Allir skynja, eng-
inn getur skýrt. Bernskuleiðtogar. Að-
stæður, sem stjórnað er við, þýðingar-
lausar.
2. Lýsanleg einkenni. Glæsileiki, gáfur, vin-
gjarnleiki, sjálfstraust o. fl.
3. Aðstæður (,,situation“). Einn er góður
stjórnandi við þessar aðstæður, en ann-
ar við ólíkar aðstæður.
4. Áhugi á að koma einhverju í verk frem-
ur en að vinna vinsældakeppni.
5. Tæknilegir yfirburðir á fagsviði, starfs-
þekking.
Nauðsynlegt við sterka stjórn.
6. Mannlegir eiginleikar, marmþekking.
Eitt að geta gert e-ð sjálfur og annað
að fá aðra til þess að gera það.
7. HæfUeiki til að fela öðrum verk („dele-
gera“).
8. Gerir miklar, en raunhæfar kröfur.
6. Þróun tveggja síðustu áratuga og áhrif á
stjórnendur og starfslið:
20 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS