Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 30
Sigmundur Magnússon.
Sigmundur Magnússon yfir-
lælcnir viS Landspítalann, sér-
fræðingur í blóösjúkdómum.
ÁRIÐ 1958 fannst við leit að
lyfjum við sykursýki, að alkolo-
idar unnir úr plöntu (vinca
rosea) orsökuðu fækkun á hvít-
um blóðkornum. Eftir að til-
raunir á dýrum sýndu áhrif
gegn illkynja meinum, hófust
prófanir á mönnum árið 1960.
Tvö lyf af þessum flokki eru
bezt þekkt, vincristine (Onco-
vin) frá Eli Lilly and Company
og vinblastine (Velban) frá
sama fyrirtæki.
Verlcun:
Bæði lyfin koma í veg fyrir
frumuskiptingu. Snældumyndun
(spindle formation) í metafasa
frumuskiptingar er trufluð og
RNA framleiðsla minnkar. Ann-
ars er enn ekki að fullu ljóst,
hvernig þau verka á efnaskipti
fruma, og þar sem verkun lyfs-
ins grípur inn í frumuskiptingu
almennt, er það ekki sérhæft
gegn illkynja meinum, heldur
veldur það einnig truflun á heil-
brigðum vef og þá helzt þar sem
frumuskipting er hröðust, t. d.
í merg og í slímhúð meltingar-
færa.
Notkun:
Vincristine er fyrst og fremst
notað gegn bráðu lymphatisku
hvítblæði (leukemia lymphatica
acuta) til þess að framkalla hlé
(remission) og einnig, en þó
LYFKYNNT
VINCRISTINE - VINBLASTINE
minna, til viðhaldsmeðferðar.
Þá hefur það einnig verið notað
við illkynja eitlasjúkdómum,
lymphomum. Algengast er að
gefa það ásamt sterum, og fæst
hlé (remission) í bráðu hvít-
blæði hjá börnum í rúmlega
85% tilfella, en sjaldnar hjá
fullorðnum. Algengur skammtur
er 2 mg/m2 vikulega, þar til
árangur hefur fengizt, fylgi-
kvillar hindra frekari meðferð
eða sýnt þykir, að það verki
ekki. Lyfið er gefið inn í æð,
ýmist beint úr sprautu eða í
slöngu, ef infusion er uppi, leyst
upp í saltvatni. Styrkleiki (con-
centration) upplausnarinnar er
frá 0.01 mg—1 mg/ml. Þá er
lyfið einnig notað með öðrum
cytotoxiskum lyfjum við með-
ferð á bráðu lymphatisku hvít-
blæði og ýmsum eitlasjúkdóm-
um, svo sem Hodgkin’s sjúk-
dómi. Sem dæmi má nefna lyfja-
kúr við Hodgkin’s sjúkdómi, þar
sem auk þess eru gefin predni-
solon, natulan og nitrogenmust-
ard, en fjöldamörg mismunandi
afbrigði af slíkum „kúrum“ eru
til. Skammtur hvers lyfs er þá
gjarnan minni en þegar lyfið
er gefið eitt sér vegna samverk-
andi eiturverkana.
Uppleyst þolir lyfið geymslu
í kæli í 14 daga.
Gæta verður þess, að lyfið
fari beint í æð, en alls ekki und-
ir húð eða í vöðva, því að það
leiðir til cellulitis með sársauka-
fullri bólgu á staðnum. Komi það
fyrir, skal sprauta hyaluroni-
dase í staðinn og leggja yfir
hann sæmilega volga bakstra til
að flýta fyrir upptöku lyfsins
úr vefnum.
Aukaverkanir:
Algengustu aukaverkanir eru
hárlos og truflanir frá tauga-
kerfi, sem fyrst verður vart við
með hvarfi reflexa, t. d. hné-
reflex, en síðar með verkjum í
útlimum og lömun. Af sama toga
eru verkir í kvið, hægðatregða
og jafnvel paralytiskur ileus. Þá
veldur það fækkun á hvítum
blóðkornum, en yfirleitt eru það
fyrst og fremst fyrrnefndar
taugatruflanir, sem takmarka
notkun þess. Þær lagast jafnan,
þegar hætt er við lyfið, ef ekki
er of langt gengið, en fullkom-
inn bati getur dregizt í nokkr-
ar vikur.
Vinblastine er nær eingöngu
notað gegn eitlasjúkdómum,
lymphomum, ýmist eitt sér eða
með öðrum lyfjum, svo sem ster-
um og ýmsum cytotoxiskum
lyfjum.
Skammtur er gjarnan 0.1—
0.15 mg/kg gefið inn í æð einu
sinni á viku. Lyfið kemur í
hettuglösum @10 mg, sem leysa
má upp í 10 ml af saltvatni.
Upplausnin geymist í kæliskáp
í 30 daga.
Eins og vincristine er það gef-
ið inn í æð og sömu ráðum beitt,
ef eitthvað af því fer út fyrir
æðina.
Aukaverkanir eru fyrst og
fremst fækkun á hvítum blóð-
kornum, sem oftast takmarkar
notkun þess, en aðrar aukaverk-
anir eru svipaðar og þær, sem
vincristine veldur.
24 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS