Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Side 41

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Side 41
Ritnefnd: Hanna Þórarinsdóttir, Hulda Kristjánsdóttir, Elín Stefánsdóttir RADDIR HJÚKRUNARNEMA HJÚKRUN SJÚKLINGA MED MAGASÁR (ULCUS PEPTICUM) MóUnkn: Þegar við fengum vitneskju um, að sjúklingur með magasár væri vænt- anlegur, hófumst við handa við að undirbúa komu hans. Við völdum fámenna stofu, þar sem fyrir voru rólegir sjúklingar, rúm með góðri dýnu, og auk þess tókum við til eyðublöð og sjúkrahúsföt á sjúklinginn. Sjúklingur kom inn á deildina kl. 14. Við heilsuðum honum og kynnt- um okkur. Síðan var sjúklingur skrifaður inn og spurzt fyrir um lyf, sem hann kynni að hafa með sér. Venjulega fara sjúklingar í bað við komu, nema ástand þeirra sé mjög bágborið. En í umræddu tilfelli var sjúkl- ingur innkallaður og því fremur hress. Þá var mæld hæð og þyngd og tölurnar færðar inn á eyðublöðin. Að þessu loknu var sjúklingi vísað inn á stofuna og kynntur fyrir væntanlegum stofufélögum, jafnframt voru honum kynntar helztu reglur deildarinnar, svo sem um heimsóknartíma, hvíldar- og matmálstíma, og sýnd húsaskipan. Þegar sjúklingur var kom- inn í ró, var hann látinn mæla sig, og tekinn var púls og blóðþrýstingur. Þá var kandidat, sem var á vakt, látinn vita um komu sjúklings. Fyrsta verk hans var að taka sjúkrasögu sjúklings, en hún er mjög mikilvæg í öllum tilfellum varðandi væntanlega meðferð. OKSAKIIt SjfKDÓMSIXS: Orsakir eru ekki fullkannaðar, en það, sem talið er, að eigi sinn þátt í myndun þessa sjúkdóms, er m. a.: 1) Rangt mataræði. T. d. er borðað of hratt, maturinn þungmeltur eða steiktur og brasaður, of heitur eða kaldur. 2) Óreglulegar máltíðir. Þetta ranga mataræði veikir slímhúð magans, og þannig stuðlar það að myndun magasárs. 3) Talið er, að fólki, sem er daglega í mikilli andlegri spennu, sé öðr- um fremur hætt við magasári. Er sá grunur dreginn af því, að nervus vagus, sem er í sambandi við magaslímhúðina, örvast og við það verður aukin sýrumyndun. Til þess að sár geti myndazt, þurfa saltsýra og pepsín að vera til staðar. Við skeifugarnarsár er alltaf um aukna sýrumyndun að ræða. TÍMARIT H JÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 31

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.