Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Page 13
2. Áfallið Annar viðmælandinn fékk fyrst vitneskju um að eitthvað alvarlegt væri á seyði þegar hringt var í hana frá sjúkrahúsinu og sagt, „að liann hefði dotdð niður þarna á göngunni og þelta vœri mjög alvarlegt. “ Konan reyndi að flýta sér og þegar hún kom á sjúkrahúsið og var að klæða sig úr skónum kom læknirinn á móti henni fram í anddyri og sagði: ..Þetta erbúið — hann er dáinn. “ I liinu lilvikinu leið maðurinn út af heima. Bið var á að sjúkrabíll kæmi. Þegar hann loksins kom fannst konunni hjálparmenn ekki skynja live núkil alvara væri á ferðum. Konunni var synjað um að fylgja manninum í sjúkrabílnum og þegar á sjúkrahús kom var henni og syni hennar vísað í setustofu. Konan man ekki vel hvað fram fói; „enda var maður einlivern veginn ekkert ( stuði. “Hjúkrunarfræðingur kom að minnsta kosti þrisvar til fjölskyldunnar og lét vita að allt væri gert sem hægt væri fyrir manninn og sérfræðingar væru að sinna honum. „En greinilega átti hann [hjúkrunarfrœðingur- tnnj svolítið efitt með að túlka þaðfyrir okkurEn það stakk mig strax að verið vœri að undirbúa mig undir eitthvað, ‘ísagði viðmælandinn. Þremur klukkustundum eftir að þau komu á sjúkrahús tilkynnti læknir andlát mannsins. Hún sagði: ,./Jú er þetta bara búið---alveg-------og það náttúrulega kom voðalega á mig en þó var ég svo lánsöm að ég var dugleg. “ Þó að konan hafi talið sér trú um að hún hefði búið sig undir að eigin- niaðurinn gæti dáið, var hún það ekki. Hún sagði;,/ig' var alls ekki undir þetta búin þegar þar að kom, mér fannst svo Jjarri að þetta gœti verið að ske. “ 3. Kveðjustundin I hvorugu tilvikinu voru eiginkonurnar viðstaddar þegar eiginmaðurinn dó. I öðru tilvikinu lagði konan ríka áherslu á að það sem henni hafði þótt verst var að vera ekki boðið að koma inn til eiginmannsins á sjúkrahúsinu áður en hann dó. Hún sagði: ..Ev liefði viliað það-vera hjá honum síðustu stundina.“ í hinu tilvikinu sagðist konan stundum hafa hugsað um það, að ef hann hefði verið á lífi þegar hún kom á sjúkrahúsið, „þái Itefði ég viljað vera viðstödd, en hvorl ég hefði haft---styrk íþað, það nállúrrlega veit ég ekki um. “ I báðum tilvikum kom fram hve mikilvæg stundin með hinum látna var fyrir íjölskylduna. í síðara tilvikinu var fjölskyldan lengi dags á sjúkrahúsinu. í fyrra tilvikinu hófst kveðjustundin á því að fjölskyldunni var boðið að farið yrði með hinn látna inn í kapellu á deildinni. Konan sagði að þau *iefðu beðið eft ir því í um það bil eina og hálfa klukkustund. í báðum tilvikum komu prestar við sögu. í öðru tilvikinu kom prestur til fjölskyhlunnar á sjúkrahúsinu og bað bæn og sagði konan að það hefði verið vinalegt og hlýlegt það sem hann sagði. Fram kom að liann bauð fjölskyldunni að liafa samband við sig síðar í síðara tilvikinu kom piestur heim til konunnar daginn eftir andlát eiginmannsins. Hann kom aftur sfðar og töluðu þau saman um útförina og eftirmælin. 4. Aðstaða, upplýsingar og stuðningur á bráðamóttölcu Mismunandi aðstaða var hjá fjölskvldunum á sjúkra- deildunum. í öðru tilvikinu beið fjölskyldan í setustofu sem hún hafði fyrir sig í um það bil þrjár klukkustundir í hinu tilvikinu hafði fjölskyldan ekki aðra aðstöðu á deildinni en stofuna sem eiginmaðurinn var á. Báðir viðmælendur fengu einhverjar hagnýtar upplýsingar frá hjúkrunarfræðingi. t.d. varðandi útfararstofnun. I hvoiugu tilfellinu var um sérstakan stuðning að ræða. Aðspurðar sögðust báðar konurnar halda að það hefði verið hlýlegt og gott ef starfsmaður hefði haft samband við þær heim nokkru síðar 5. Ámælisverð framkoma heilbrigðisstarfsfólks í öðru tilvikinu beindist óánægja viðmælanda að því að kvartanir og ástand eiginmannsins var ekki tekið alvarlega. Maðurinn hafði hringt á sjúkrahúsið kvöldið fyrir andlátið og talað við lækni og kvartað um vanlíðan og að tungurótartöflur slægju ekki á verkinn. Honum var þá ráðlagt að taka tvær töflur og reyna að sofna. Þegar konan hringdi eftir sjúkrabfl næsta dag var bið á að hann kæmi og sfðan fannst henni mikið vafstur á hjálparmönnum. Konan óskaði svo eftir þvf að fylgja manni sfnum til sjúkrahússins, en því var synjað. I síðara tilvikinu beindist óánægja að framkomu læknis þegar hann tilkynnti andlát eiginmannsins. Hún sagði klökk: „Mérfannst þetta hefði mátl bíða þangað til ég var komin inn, því ég átti eftir að ganga í gegnum biðstofuna á slysadeildinni og hún varfull affólki.“ Einnig var konan ósátt við að læknirinn, sem var búinn að sinna manninum lengi, gaf sér lítinn tíma til að tala við hana. ó. Söknuður og einmanaleiki Fram kom hjá báðum konunum að þau hjónin hefðu verið mjög samrýnd og átt margt sameiginlegt. Onnur konan sagðist liafa fundið fyrir vanlfðan eftir að hún iluttist úr húsi þeirra hjóna en slíka vanlfðan hafði hún ekki fundið áðui'Báðir viðmælendur undruðu sig á þvf að hafa ekki getað grátið eftir að mennirnir dóu. Fram kom hjá báðum að margt fólk kom fyrst eftir andlát eiginmannanna en eftir útförina höfðu ekki margir haft samband og fannst þeim það miður Konunum finnst mjög gott að tala um eiginmennina en margir forðast að tala um þá við þæi: Hjá báðum viðmælendum er samband við bönin þeirra gott og þær njóta mikils stuðnings frá þeim. 7. Lífið nú Báðar konurnar eru þakklátar fyrir árin sem þær áttu með eiginmönnunum og reyna að sætta sig við orðinn hlut. Önnur konan sagðist lifa fyrir einn dag í einu. Hin konan sagði að eiginmaðurinn væri alltaf í huga sér Umfjöilun um niðurstöður Niðurstöður fyrirbærafræðilegra rannsókna einskorðast við þá rannsókn sem gerð er og ekki er hægt að heimfæra niður stöður þeirra upp á stæna þýði, t. d. aðra einstaklinga við sömu aðstæður Samt sem áður er skilniugur á ákveðnu fyrirbæri gagnlegur til að skilja lík fyrirbæri við líkar aðstæður (Burns og Grove, 1993). Samkvæmt niðurstöðum Ijölda rannsókna þurfa fjölskyldur alvarlega veikra sjúklinga mest á upplýsingum að halda. Þær óska heiðarlegra og skiljanlegra upplýsinga um ástand, meðferð og sjúkdómshorfur sjúklinganna (Hanneman og Cardin, 1992). Þetta kemur heim og saman við þarfir annars viðmælanda þessarar rannsóknar sem fannst læknamir vita að hverju stefndi varðandi eiginmanninn, en sögðu það þó ekki TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐ1NCA2 . tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.