Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Síða 36
(1992) telur orsök meðvitundar í svæfingu oftast vera mannleg mistök eða í um 90% tilvika en einnig vegna bilana í tækjum. Hann telur að ekki sé tekið nóg tillit til þarfa sjúklinga fyrir misstóra lyfjaskammta og það sé ein aðalástæðan fyrir meðvitund í svæfingu. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig hægt sé að fylgjast með meðvitund í svæfíngu. Hafa þær m.a. snúið að mælingum á rafboðum í heila (EEG). Niðurstöðumar benda til þess að EEG mæling í svæfingu gefi ekki nógu nákvæma mynd af meðvitundarástandi sjúklingsins (Dwyer, Rampil, Eger og Bennett, 1994). Fleiri aðferðir hafa verið reyndar, en flestar þykja erfiðar í framkvæmd og ekki nógu nákvæmar (Kole, 1993; Macleod, 1992). Tíðni meðvitundar í svæfingu er frá 0,2 % - 1 % (Jones, 1994; Liu, Thorp, Graham og Aitkenhead, 1991; Macleod, 1992) og hefur farið lækkandi síðustu 15 árin vegna aukinnar umræðu um efnið. Sjaldnast finna sjúklingar fyrir verkjum þó þeir séu með meðvitund í svæfingu (Jones, 1994; Macleod, 1992) . Þeir sjúklingar sem þola minni skammta af svæfinga- lyfjum vegna eðlis aðgerðarinnar sem framkvæma á svo sem fjöláverkasjúklingar og konur sem fara í bráða keisaraskurði em í meiri hættu á að vera með meðvitund í svæfingunni en hinn dæmigerði sjúklingur sem fer í skipulagða aðgerð (Jones, 1994; Kole, 1993). Nær öllum sjúklingum sem legið hafa „vakandi“ í aðgerð ber saman um að það sé vond tilfinning, hvort sem verkir em samfara því eða ekki. Þeir hafa lýst ofsahræðslunni sem grípur þá þegar þeir geta ekki látið af sér vita og er ómögulegt að hreyfa sig vegna áhrifa vöðvaslakandi lyfja. Sumir þessara sjúklinga geta lýst því er aðgerðin hófst og kviðurinn var opnaður með óbærilegum sársauka. Enn aðrir hafa lýst því er þeir lágu vakandi á skurðarborðinu og skynjuðu allt sem fram fór í kringum þá án þess að kveljast, þeir reyndu að hrópa á hjálp en vom ófærir um að láta af sér vita. Réttmæti frásagna sjúklinganna er staðfest af þeim sem í kringum aðgerðirnar voru (Jones, 1994; Macleod, 1992; Payne, 1994). Heyrnin er það skilningarvit sem síðast hverfur við svæfingu og kemur fyrst til baka þegar svæfingin verður léttari. Sumir fræðimenn halda því fram að svæfðir sjúklingar geymi margt af því sem þeir hafa reynt í undirmeðvitund sinni. Er það sérstaklega ef þeir hafa heyrt eitthvað neikvætt um sig eins og að „krabbameinið hafi breiðst út um allt“ (Bennett, 1993) . Meðvitund í svæfingu getur haft alvarlegar langtímaafleiðingar. Helstu einkenni em kvíði, erfiðleikar með svefn, martraðir og hræðsluhugsýki, auk margskonar erfiðleika við að takast á við hið daglega líf. Margir þessara sjúklinga hafa verið óvinnufærir eftir þessa lífsreynslu og fengið greiddar háar miskabætur vegna vanlíðunar og vinnutaps, m.a. í Bandaríkjunum og Bretlandi. Meðvitund í svæfingu hefur verið líkt við „post traumatic stress disorder“ (sem á íslensku hefur verið þýtt áfallahugsýki) og þurfa sjúklingarnir á mikilli sálfræðilegri hjálp að halda til að vinna sig út úr henni (Aune, 1992; Jones, 1994; Macleod, 1992; Payne, 1994). Einkenni áfallahugsýki eru m.a.: reynsla sem er fyrir utan mörk þess raunvemlega og er mjög kvíðavekjandi. Endurupplifun atburðarins í vöku eða draumi. Sinnu- og einbeitingarleysi, pirringur auk þeirra einkenna sem lýst var hér að ofan. (Macleod, 1992) Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk bregðist rétt við ef sjúklingur segir frá slíkri lífsreynslu eftir aðgerð. Það getur dregið úr hættunni á áfallahugsýki af völdum meðvitundar í svæfingu (Payne, 1994). Hjúkmnarfræðingar ættu að taka eftir ef sjúklingurinn nefnir eitthvað einkennilegt frá aðgerðinni og hvetja hann, strax frá upphafi, til að tala um reynslu sína. Stundum eru sjúklingar f vafa um hvort þessi lífsreynsla hafi verið raunvemleg eða aðeins draumur og eru því hræddir við að tjá sig um hana af ótta við að þeim sé ekki trúað. Því er mikilvægt að hlusta á sjúklinginn og hvetja hann til að tjá sig. Einnig skal láta svæfingahjúkrunarfræðing og svæfingalækni, sem svæfðu sjúklinginn, vita svo þeir geti fengið skýra mynd af þvf sem gerðist og rætt við sjúklinginn um það. Þannig gefst þeim færi á að útskýra fyrir sjúklingi hvað fór úrskeiðis við svæfingu hans. Það hefur reynst mjög gagnlegt fyrir þessa sjúklinga að ræða um atburðinn við þá sem sáu um svæfinguna og hefur það auðveldað þeim að vinna sig frá þessari erfiðu reynslu (Jones, 1994; Macleod, 1992; Payne, 1994). Margir þurfa þó á meðferð að halda hjá sálfræðingi eða geðlækni. Vandsvarað er hvort hægt sé að koma alveg í veg fyrir meðvitund í svæfingu en fram hefur komið að með aukinni árvekni er án efa hægt að draga úr tíðni hennar. Sumir fræðimenn hallast að því að segja beri öllum sjúklingum frá þessari hættu áður en þeir fara í aðgerð. Að mínu áliti er nægilegt að segja þeim sjúklingum sem fara í bráðaaðgerðir frá þessum möguleika því þeir eru í meiri hættu en aðrir að lverða fyrir þessu. Að lokum skulum við muna að heyrnin er það skilningarvit sem síðast dofnar við svæfingu og kemur fyrst til baka. Ávallt skal talað með virðingu um sérhvern sjúkling og gæta þess að hann haldi reisn sinni. Ég enda hér á broti úr kvæði Einars Benediktssonar „Einræðum Starkaðar“. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Heimildir: Aune, II. (1992). Sover pasienten. Tidsskri/i for Nordisk Lœgeforening, 112, 2407. Bennett, H.(1993). The niind during surgery: The uncertain effects of anesthesia. Advances, The Jonrnal of Mind-Body Health, 9(1), 5-16. Dwyer, R., Rampil, I., Eger, E. og Bennett, H. (1994). The electroencephalogram does not predict depth of isoflurane anesthesia. Anesthesiology, 81, 403-409. Jones, J.G. (1994). Perception and memory during general anaesthesia. British Journal of Anaesthesia, 73, 31-37. Kole, T. (1993). Assessing the potential for awareness and learning under anesthesia: Practice Issues. Journal of the American Association of Nurse Anesthetists, 61(6), 571-577. Liu, W., Thorp, A., Graham, S. og Aitkenhead, A. (1991). Incidence of awareness with recall during general anaesthesia. Anaesthesia, 46, 435-437. Macleod, A.D. (1992). Awareness during anaesthesia and post traumatic stress disorder. Anaesthesia and /ntensive Care, 20(3), 378-382. Newberg, L. (1988). Induction of general anesthesia. í Ph. Lebrowitz, L. Newberg og M. Gillette (ritstjórar). Clinical Anesthesia Procedures of the Massachusetts General Hospitals, (bls. 42-60). Boston: Little, Brown and Company. Payne, J.P. (1994). Awareness and its medicolegal implications. British Journal of Anaesthesia, 73, 38-45. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. thl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.