Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 59
Flutnmgur lífeyrisréttinda hj nkrunarkennar a við Sjúkraliðaskóla íslands, Hjúknuiarskóla íslands og Nýja hjúknmarskólans til Lífeyrissjóðs hjúknmarfræðmga Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga hefur á undanförn- um mánuðum unnið að því að fá áunnin lífeyrisréttindi hjúkrun- arfræðinga, sem sinntu kennslu- störfum við Sjúkraliðaskóla Is- lands, Hjúkrunarskóla íslands og Nýja hjúkrunarskólann og greiddu iðgjöld sín til Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), flutt yfir til Lífeyrissjóðs hjúkr- unarfræðinga (LH) ef þeir ósk- uðu þess. Var erindið rekið fyr- ir hönd nokkurra fyrrverandi kennara í þessum skólum, þar sem þeir bentu á að hjúkrunar- kennurum við framangreinda skóla hafði ýmist verið gert skylt að greiða iðgjöld sín til LSR eða til LH. Athugun fjármálaráðu- neytisins, sem fram fór sl. haust staðfesti þetta. Á fundi stjórnar LH 17. des- ember sl. var ákveðið að óska eftir viðræðum við stjórn Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins um Kynningarfundir um lífeyrissjóðsmál hafa verið haldnir víðsvegar uin landið og verið vel sóttir. Fundarmenn á ýmsum aldri á kynningarfundi uin lífeyrismál. leiðréttingu vegna mismunandi sjóðsaðildar kennara við framan- greinda skóla. A fundi stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins, sem haldinn var 26. mars 1997, var síðan samþykkt að færa réttindi þeirra hjúkrunar- fræðinga, er störfuðu við kennslu hjá Hjúkrunarskóla Islands, Nýja hjúkrunarskólanum og Sjúkra- hðaskólanum, úr LSR í LH. Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga bendir fyrrverandi kennurum við framangreinda skóla að leita til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga óski þeir að flytja réttindi sín úr LSR til LH. Lífeyrismál hjÚLknmarfræðinga - kyimingarfimdir Eins og áður hefur verið greint frá í þessu tímariti urðu miklar breytingar á lífeyrismálum hjúkrunar- fræðinga um síðustu áramót. Lífeyrissjóður hjúkr- unarfræðinga sendi öllum hjúkrunarfræðingum bækling í mars sl. þar sem farið var nákvæmlega yfir þessar breytingar. Fjölmargir kynningarfundir liafa verið haldnir um þessi mál og nú þegar hafa á fimmta hundrað hjúkrunarfræðingar sótt kynn- ingarfundi um lífeyrismál hjúkrunarfræðinga. Þegar þetta er skrifað á enn eftir að halda nokkra fundi, t.d. á Selfossi, ísafirði og í Vestmannaeyjum. Fulltrúar félagsins og lífeyrissjóðsins eru einnig reiðubúnir til að mæta á vinnustaði með kynn- ingarfundi. Þeir sem áhuga hafa á því hafi sam- band við félagið. Nú þurfa hjúkrunarfræðingar að taka ákvörðun f. 1. desember nk. um hvort þeir vilja halda áfram að greiða til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga eða til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Því eru allir hjúkrunarfræðingar hvattir til að mæta á fundi og kynna sér vel efni kynningarbæklingsins um lífeyrisréttindi hjúkrunarfræðinga. VJ TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 123

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.