Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 7
Menalind' Vernd fyrir viðkvæma húð Gleðilegt ár! Skömmu fyrir áramótin síðustu var haldin ráðstefna á vegum WHO í húsakynnum Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Um 180 fréttamenn, sem fjalla að öllum jafnaði um heilbrigðismál í Evrópu, ræddu m.a. um hvernig fréttaskrif um heilbrigðismál verða á 21. öldinni. Þar kom fram að fréttir og greinar um heilbrigðismál eru almennt vinsælt lesefni en vöntun hefur verið á vönduðum skrifum. Hjúkrunartímarit í Evrópu fengu þar ágæta kynningu og var Tímarit hjúkrunarfræðinga á íslandi þeirra á meðal. Enda er mikið lagt í fræðigreinar sem eru birtar í tímaritinu og ritrýndar fræðigreinar eru sem kunnugt er á MEDLINE. Út um allan heim eru menn að taka tæknina í notkun og koma sér upp heimasíðum og nú er www.hjukrun.is orðin að veruleika. Er óhætt að segja að tilkoma upplýsingavefsíðu valdi straumhvörfum í miðlun upplýsinga til félagsmanna. Nú geta félagsmenn fengið upplýsingar um flest allt á vefnum, prentað út umsóknareyðublöð og sótt um styrki, sent netpóst beint til fagdeilda og svæðisdeilda, tengst öðrum athyglisverðum slóðum og síðast en ekki síst sent inn efni til Tímarits hjúkrunarfræðinga ýmist í gegnum netpóst eða beint. Á vefnum verður einnig komið upp gagnabönkum um efni sem birst hefur í tímaritinu, fræðigreinum og viðtölum. Þar verður einnig að finna upplýsingar um laus störf og ráðstefnur víða um heim. Látið í ykkur heyra og sendið inn efni eða hug- myndir að efni sem ykkur finnst áhugavert. [ þessu tölublaði er að finna tvo fyrstu pistlana frá svæðisdeildum félagsins en ritnefnd ákvað á fundi sínum sl. ár að bjóða deildunum að skrifa pistla um sjálfvalið efni, þar sem HARTMANN BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhrauni 10 sími 565 1000 • fax: 565 1001 lítið hefur frést af starfinu utan höfuðborgarsvæðisins. Annað fréttnæmt af störfum ritnefndar er að vinnuhópur er nú starfandi þar sem reglur um ritun fræðigreina fyrir tímaritið eru í endurskoðun og verða þær birtar í heild sinni þegar þeirri vinnu verður lokið. ( hópnum eiga sæti auk ritstjóra, Helga Lára Helgadóttir fyrir hönd ritnefndar og Helga Jónsdóttir sem er fulltrúi Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Búum saman til gott tímarit sem í er að finna vandaðar fræðigreinar og góða umfjöllun um ýmis málefni á heilbrigðissviðinu! Til hamingju moð hoimasíðuna! Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000 7

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.