Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Side 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Side 9
Nanna Friðriksdóttir klínískur sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga Konur og ^venm. k'CAbbtA'mátÆ Á íslandi greinast nú á ári hverju um 1000 einstaki- ingar með krabbamein. Um þriðjungur íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni (Heilbrigðismál, 1992; 1999). í heildina er lítill munur á körlum og konum, en fyrir og á breytingarskeiði kvenna (15-54 ára) greinast mun fleiri konur en karlar. Að loknu breytingarskeiði (55-69 ára) er nýgengi krabbameins hjá kynjunum nokkuð jafnt en á efri árum (70 ára og eldri) greinist krabbamein hjá helmingi fleiri körlum en konum (Laufey Tryggvadóttir, 1998). Þriðjungur karla og helmingur kvenna, sem fær krabbamein, er yngri en 70 ára við greiningu. Á síðastliðnum 40 árum hefur nýgengi krabbameina í heild aukist og dánartíðni lækkað (Heilbrigðismál, 1997b). Mestu breytingarnar felast í fækkun á nýgengi maga- og leghálskrabbameins en aukningu á nýgengi krabbameins í lungum, brjóstum, blöðruhálskirtli og sortuæxla í húð (Laufey Tryggvadóttir, 1998). Þannig jókst nýgengi um 10,2% hjá körlum og 11% hjá konum á 20 ára tímabili frá 1977 til 1996. Árlega er þetta að jafnaði um 1,0% aukning hjá körlum og 1,1% hjá konum (Jón Hrafnkelsson og Jónas Ragnarsson, 1998). Nýgengi krabbameins er allt að fjórðungi hærra í Reykjavík og í Reykjaneskjördæmi heldur en annars staðar á landinu. í Ijósi fólksfjölgunar og aldurs- hækkunar á íslandi hefur því verið spáð að krabbameins- tilfellum muni fjölga um 70% hjá körlum og 40% hjá konum til ársins 2010 (Engeland, Haldorsen, Tretli, o.fl., 1993). Krabbamein er sjúkdómur sem ógnar öllum konum. Til þess að skilja það álag sem krabþamein getur valdið konum er mikilvægt að þekkja og skilja faraldsfræði krabbameina hjá konum, áhættuþætti og hugsanlegar for- varnaleiðir. í þessari grein er ætlunin að gera grein fyrir algengustu tegundum krabbameina hjá konum á íslandi og helstu forvarnaþáttum. Nýgengi og lífshorfur kvenna með krabbamein Á Islandi greinast nú árlega að meðaltali um 500 konur með krabbamein (Krabbameinsfélagið, 1999). Árlegt nýgengi (aldursstaðlað/100.000 konur) fyrir árin 1987-1993 var 262 (Association of the Nordic Cancer Registries, 1999) (1. tafla) og er nýgengi krabbameins hjá konum á íslandi hæst í Reykjavík og í Reykjaneskjördæmi og lægst á Norðurlandi vestra Jón Hrafnkelsson og Jónas Ragnarsson, 1999). Meðalaldur kvenna við greiningu er 64 ár en helmingur kvenna greinist yngri en 70 ára. Algeng- ustu krabbamein hjá konum eru í brjóstum, lungum, ristli og eggjastokkum, eru þau um helmingur allra tilfella (2. tafla) (Krabbameinsfélagið, 1999). Um fjórðungur þjóðarinnar deyr af völdum krabbameina (Heilbrigðismál, 1997b), árlega deyja um 450 manns, heldur færri konur en karlar. Krabbamein er algengasta dánarorsök kvenna á aldrinum 45-54 ára (64%), 55-64 ára (63%) og 65-74 ára (40%) (Sigríður Vilhjálmsdóttir, 1998). Fimm mannskæðustu meinin hjá konum á árunum 1991- 1995 voru krabbamein í lungum, brjóstum, ristli, eggja- stokkum og brisi. Voru þau orsök um 60% dauðsfalla vegna krabbameina hjá konum (3. tafla) (Laufey Tryggva- dóttir, 1998). Hæst er dánartíðnin af völdum lungna- krabbameina og hefur hún aukist hjá konum á síðastliðnum 40 árum. Dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins hefur hins vegar verið nokkuð stöðug á sama tíma en virðist vera að aukast á síðustu árum. Hormónatengd krabbamein eru því meðal þeirra algengustu hvað varðar nýgengi og dánartíðni krabbameina hjá konum. Lífshorfur kvenna með krabbamein hafa nærri tvöfald- ast á 30 árum (Heilbrigðismál, 1996a). Þannig lifðu 50% kvenna, sem greindust 1986-1990, í 5 ár eða lengur samanborið við 27% kvenna sem greindust á árunum 1956-1960. í árslok 1998 voru um 7000 einstaklingar með krabbamein á lífi (Heilbrigðismál, 1999), þar af 4013 konur og flestar sem fengið höfðu brjóstakrabbamein eða 1323. Höfundur: Nanna Friðríksdóttir Klinískur sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga B.S. prófí hjúkrunarfræði frá H.í. árið 1988 M.Sc. próf í hjúkrun frá University of Wisconsin-Madison árið 1994 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 76. árg. 2000 9

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.