Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Síða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Síða 13
fituneysla er meiri, þá er þaö ekki einhlít ábending um að fiturík fæða auki hættuna, því þær þjóðir sem neyta mikillar fitu eru jafnframt efnahagslega vel settar. í þeim þjóðfélögum er algengara að konur byrji fyrr á blæðingum, fæði börn sín seint og eigi færri börn, en það eru viður- kenndir áhættuþættir brjóstakrabbameins (Hunter og Willett, 1996; Kohlmeier og Mendez, 1997). Niðurstöður framsýnna rannsókna á 5-10 ára tímabili, sem báru saman fituneyslu kvenna sem fengu brjóstakrabbamein og þeirra sem fengu það ekki, styðja ekki sambandið þar á milli. Rannsakendur útiloka ekki að samband geti komið í Ijós mörgum árum seinna eða að fituneysla barna og unglinga geti skipt máli, en benda á að konur á miðjum aldri geti ekki búist við að minnka hættuna næstu 10 árin eftir að þær minnka fituneyslu. Á sama tíma og heildarfituneysla virðist ekki skipta máli virðist einómettuð fita vera vernd- andi. Nýlegar rannsóknir í Evrópu sýna að konur, sem neyta eða elda úr ólífuolíu sem inniheldur mikið af einómettaðri fitu, eru í minni hættu en konur í sama landi sem nota lítið af ólífuolíu (Trichopoulu, Katsouyanni, Stuver o.fl., 1995). Margar rannsóknir hafa gefið til kynna að aukin grænmetisneysla geti minnkað hættuna á brjóstakrabbameini um allt að 20% (Hunter, Manson, Colditz o.fl., 1993). Óljóst er hvaða grænmeti nákvæmlega þetta er en bent er á að gulrætur, spergilkál og fleiri káltegundir eigi þar hlut að máli. Margir hafa bent á að áfengi geti aukið hættuna, að tveir drykkir (30g) á dag að meðaltali geti aukið hættuna um 25-40 % (Longnecker, 1994; Smith-Warner, Spiegelman, Yan o.fl., 1998) vegna hugsanlegra áhrifa þess á estrógenaukningu í blóði eða vegna beinna áhrifa alkóhóls á brjóstvefinn. Rannsóknir benda til að of mikil hitaeininganeysla ásamt skorti á hreyfingu geti aukið hættuna (Harvard Report,1996). Margir hafa greint frá tengslum offitu og brjóstakrabbameins, en hættan virðist einungis aukast hjá konum eftir tíðahvörf. Hjá konum eftir tíðahvörf er fituvefur aðaluppspretta estrógena. Líklegt er að offita í tengslum við aðra áhættu- þætti eins og litla hreyfingu auki hættuna. Þrátt fyrir að tengsl hreyfingar og brjóstakrabbameins séu að margra mati óljós (Friedenreich og Rohan, 1995) gefa rannsóknir til kynna að hreyfing geti haft verndandi áhrif (Mittendorf o.fl., 1995; Thune, Brenn, Lund og Gaard, 1997). Niðurstöður norskrar rannsóknar leiddu í Ijós að konur, sem stunduðu reglulega líkamsrækt, voru í 37% minni hættu á að fá brjósta- krabbamein en þær sem ekki stunduðu líkamsrækt (Thune, Brenn, Lund og Gaard, 1997). Hættan var minnst hjá konum sem höfðu ekki hafið tíðahvörf, voru yngri en 45 ára og stunduðu líkamsrækt a.m.k. 4 klukkustundir vikulega. Fyrir utan áhrif hreyfingar á líkamsþyngd og offitu er talið að hreyfing minnki magn estrógena í líkamanum. Hreyfing geti því stytt seinni hluta tíðahringsins og lengt hvern tíðahring en hvort tveggja minnkar heildarmagn estrógena, og það hefur áhrif á myndun brjóstakrabbameins. Talið er að um 15% brjóstakrabbameina séu ættlæg, og sést það á því að konurnar eiga náinn ættingja sem hefur greinst með brjóstakrabbamein. Samkvæmt niður- stöðum íslenskra rannsókna er hætta mæðra og systra þeirra kvenna, sem fá brjóstakrabbamein, 2-3 sinnum meiri en almennt gerist hjá íslenskum konum (Tulinius, Sigvaldason, Ólafsdóttir og Tryggvadóttir, 1992). Af þessum 15% er líklegt að 6-10% beri áhættugen (arfgengt krabbamein). Tvö brjóstakrabbameinsgen, BRCA1 og BRCA2 tengjast stórum hluta brjóstakrabbameina sem erfast. íslenskar rannsóknir hafa þó leitt í Ijós að hætta kvenna, sem bera BRCA2, á að fá brjóstakrabbamein er mun minni en áður var talið, þ.e. 37% í stað 80% (Steinunn Thorlacius o.fl., 1998). Fyrsta stigs forvarnir miða að því að koma í veg fyrir að brjóstakrabbamein myndist eða þróist áfram (Helzlsouer, 1995) og almennt er mæit með að forðast þekkta áhættu- þætti. Ljóst er að forvarnaaðgerðirnar þurfa að vera hag- kvæmar og er þá helst að leggja áherslu á mataræði og leiðir til að hafa áhrif á hormónabúskap líkamans. Þrátt fyrir að ýmsar forvarnaaðgerðir hafi verið rannsakaðar er engin ein aðferð árangursrík til þess að koma í veg fyrir sjúkdóm- inn. Meðal annars hafa áhrif verndandi efna verið rann- sökuð, t.d. tamoxifen sem áður hefur verið nefnt, rannsóknir á áhrifum A- og E-vítamína og beta-karótíns eru í gangi, og áhrif mataræðis, sérstaklega fituríks fæðis, hafa verið könnuð. Þrátt fyrir mismunandi niðurstöður og ágreining um hvort hættan stafi af fitunni sem slíkri eða orkuinnihaldi fitunnar hafa dýratilraunir leitt í Ijós að mikil fita í fæðu eykur hættu á brjóstakrabbameini. Þá virðast ómega-6 fitusýrur auka myndun krabbameina en ómega-3 fitusýrur draga úr myndun þeirra. Miðað við ofangreindar upplýsingar ættu fyrsta stigs forvarnir að leggja áherslu á að takmarka áfengisneyslu, borða ávexti og grænmeti, stunda líkams- rækt og forðast offitu (Hunter og Willett, 1996). Leiðbeiningar um leit að krabbameini í brjóstum eru að nokkru leyti mismunandi eftir löndum (Helzlsouer, 1995), sérstaklega m.t.t. brjóstamyndatöku hjá konum yngri en 50 ára. Ameríska krabbameinsfélagið mælir með mánaðarlegri sjálfskoðun brjósta frá tvítugu, árlegri klínískri brjósta- skoðun eftir fertugt, brjóstamyndatöku annað hvert ár fyrir konur 40-49 ára og árlega eftir 50 ára. Svíar mæla með brjóstamyndatöku á 18 mánaða fresti hjá konum 40-54 ára og annað hvert ár 55-74 ára. Amerlska öldrunarfélagið mælir með að regluleg brjóstamyndataka bjóðist konum a.m.k. fram að 85 ára aldri eða svo lengi sem heilsa leyfir. Á íslandi er mælt með mánaðarlegri sjálfskoðun eftir tvítugt og konur eru boðaðar á tveggja ára fresti frá 40-69 ára I brjóstamyndatöku (Krabbameinsfélagið, 1999). Sjálfskoðun brjósta er einfaldasta leiðin en árangur hennar er umdeildur. Sumir hafa haldið fram að konur séu í 3-4 faldri minni hættu á að vera með langt gengið brjóstakrabbamein við greiningu ef þær framkvæma reglulega sjálfsskoðun 13 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.