Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Síða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Síða 15
10. tafla. Hætta á lungnakrabbameini vegna reykinga Reykingar Margfeldi áhættu (relative risk) Magn 1 -500 sígarettur á ári 4,0 501-1000 9,7 1001-1500 16,6 1501 + 27,4 Byrjunaraldur Yngri en 15 ára 16,0 16-20 ára 11,4 21 árs eða eldri 6,9 Árafjöldi sem reykt er 1-25 ár 3,7 26-40 ár 13,3 41 ár eða meira 20,9 Daglegur fjöldi 1 -20 sígarettur 6,5 21-40 sígarettur 13,0 > 41 sígarettur 23,0 Fjöldi ára frá því hætt var <5 12,8 6-10 8,1 > 11 3,5 megi árlega 75 konum á íslandi frá því að fá krabbamein ef konur reyktu ekki á íslandi (Olsen, Andersen, Dreyer, o.fl., 1997). Þær sfaðreyndir, sem faraldursfræðilegar rannsóknir hafa leitt í Ijós um orsakir lungnakrabbameins, hafa beint sjónum að fyrsta stigs forvörnum. Annars stigs forvarnir út af lungnakrabbameinum hafa ekki reynst árangursríkar né hagkvæmar hingað til. Reykingaforvarnir og aðstoð við fólk, sem vill hætta að reykja eru meginleiðirnar í forvörnum. Margar leiðir hafa verið farnar (Risser, 1996; Samet, 1995) sem ekki verða til umfjöllunar hér en ýmsar framsýnar rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þess að hætta reykingum m.t.t. lungnakrabba- meins (Harvard Report, 1996). Ljóst er að þeim mun yngri sem menn byrja þeim mun meiri er áhættan. Þeir þættir, sem greinilega hafa áhrif á að börn og unglingar byrja að reykja, er aðgangur að tóbaki og verð, þrýstingur frá félögum, auglýsingum, bíómyndum, fyrirmyndum og umhverfinu almennt. Einnig virðast stúlkur með lágt sjálfsálit og þær sem álíta sig ekki hafa stjórn á heilsu sinni vera líklegri til að byrja að reykja (Amos, 1996). Reykingar hjá börnum og unglingum eru lært atferli (Eiríkur Líndal, 1996) og forvarnir þurfa að beinast að mörgum áhrifaþáttum. Þá skiptir þátttaka heimila, skóla og íþrótta- félaga, þar sem börn fá sitt uppeldi, ásamt þátttöku stjórnvalda miklu máli. Óvíst er um áhrif mataræðis og verndandi efna til varnar gegn krabbameini hjá reykingamönnum (Samet, 1995). Bent er á að raunhæfara sé að slíkar leiðbeiningar geti frekar gagnast þeim sem eru hættir að reykja til þess að draga úr hættunni á krabbameini. Sumir hafa þó sýnt fram á að reykingamenn og fyrrverandi reykingamenn, sem auka neyslu á grænmeti, sérstaklega grænu og gulu, minnki hættu á lungnakrabbameini (Zeigler, Mayne og Swanson, 1996). Hins vegar er sá sem reykir, þrátt fyrir að hann borði stærstu hugsanlegu grænmetisskammta, í mun meiri hættu á að fá lungnakrabbamein heldur en sá sem ekki reykir. Umdeilt er hvaða efni nákvæmlega eru verndandi. Löngum var talið að beta-karotín hefði vernd- andi áhrif og til skamms tíma mæltu Kanadamenn sérstaklega með því að reykingamenn neyttu daglega beta-karótínríkrar fæðu. í tveimur rannsóknum hefur verið sýnt fram á að neysla þess í stórum skömmtum sem fæðubótarefnis getur aukið hættuna á lungnakrabbameini hjá stórreykingamönnum eins og áður hefur verið getið (Omenn, Goodman, Thornquist o.fl., 1996). Þess vegna ber að varast að mæla almennt með ákveðnum fæðu- bótarefnum í stórum skömmtum í forvarnaskyni. Ristilkrabbamein Nú greinast árlega á íslandi að meðatali 35 konur með krabbamein í ristli og er það þriðja algengasta krabba- meinið hjá konum (Krabbameinsfélagið, 1999). Árlegt nýgengi hefur aukist úr 9,1 (1956-60) í 14,5 (1991-95) og er meirihluti kvennanna 70 ára og eldri (70%). Meðalaldur við greiningu er 73 ár. Nýgengi ristilkrabbameins er hæst hjá konum í Reykjavík og lægst á Vestfjörðum, en lítill munur er á milli landshluta (Jón Hrafnkelsson og Jónas Ragnarsson, 1998). Árlega deyja að meðaltali um 15 konur vegna ristilkrabbameins og þar af er þriðjungur yngri en 70 ára. Fimm ára lífshorfur kvenna, sem fá ristilkrabba- mein, eru um 66% og í árslok 1997 voru 218 konur á lífi sem greinst hafa með krabbamein í ristli (Krabbameins- félagið, 1999). Helstu áhættuþættir ristilkrabbameins tengjast aldri (>50 ára), mataræði (trefjasnautt, fituríkt, orkuríkt), bólgu- sjúkdómum í ristli, kirtilæxlum og ættgengi (Shike, 1999; Winawer og Shike, 1995). Talið er að um 90% ristil- krabbameina byrji sem góðkynja kirtilæxli. Kirtilæxli geta erfst (familial adenomatous polyposis) og eru tvær slíkar ættir á íslandi. Ristilkrabbamein án þess að fyrst komi kirtilæxli getur einnig erfst (LYNC I og II) (Winawer og Shike, 1995). Þekktir eru nokkrir erfðavísar ristilkrabba- meins og um 15% þeirra sem greinast bera þá. Líkurnar á að fá sjúkdóminn eru 30 sinnum meiri beri maður erfðavísi. Varðandi mataræði er ristilkrabbamein sjaldgæfara í löndum þar sem kjötneysla er lítil og hjá vestrænum þjóð- 15 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.