Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 16
um meðal þeirra sem borða grænmetisfæðu eins og
meðal sjöundadagsaðventista (Potter, 1996). Framsýnar
rannsóknir benda til að mikil neysla á rauðu kjöti auki
líkurnar og geti það hugsanlega verið vegna dýrafitunnar í
kjötinu. Þrátt fyrir mismunandi niðurstöður draga flestir þá
ályktun að of mikil fituneysla (meiri en 30% af heildar-
orkuneyslu) eigi sinn þátt í myndun ristilkrabbameins
(Potter, 1996; Winawer og Shike, 1995). í norrænni rann-
sókn kom í Ijós að tíðni ristilkrabbmeins var hærri meðal
Dana en Finna þrátt fyrir svipaða fituneyslu. Hins vegar
neyttu Finnarnir meira af trefjum en Danirnir sem bendir til
að að trefjarnar hafi á einhvern hátt haft verndandi áhrif
(Jensen, MacLennan og Wahrendorf, 1982). Trefjar (a.m.k.
25g/dag) hafa löngum verið taldar verndandi og virðist
grænmeti (spergilkál, blómkál, blaðkál, rósakál) og ávextir
draga meira úr hættunni en korntrefjar. Þetta vekur upp þá
spurningu hvort það eru einhver önnur efni í grænmeti og
ávöxtum sem stuðli að vernd. Fólínsýra (fólat), sem finnst
m.a. í grænu grænmeti og ávöxtum, hefur verið tengd
minni hættu á kirtilæxlum og ristilkrabbameini. Mikil
áfengisneysla, sérstaklega í tengslum við fólínsýruskort, er
talin auka hættuna (Harvard Report, 1996).
Skýrustu niðurstöður um verndandi áhrif hreyfingar
hafa komið í Ijós í tengslum við ristilkrabbamein
(Giovannucci, Colditz, Stampfer og Willett, 1996; Thune
og Lund, 1996). [ norskri rannsókn, þar sem 25 þúsund
konum var fylgt eftir í 14 ár, kom í Ijós að konur, sem
gengu eða hjóluðu í a.m.k. 4 tíma á viku, voru í minni
hættu á að fá ristilkrabbamein en konur sem stunduðu
ekki þessa hreyfingu (Thune og Lund, 1996). Það eru
a.m.k. tvær skýringar á því hvernig hreyfing getur verið
verndandi. Hreyfing er mikilvæg fyrir ristilinn til að starfa
eðlilega og flýtir fyrir losun hægða úr ristlinum og dregur
þannig úr snertingu við krabbameinsvaldandi efni. Einnig
getur hreyfing aukið HDL (high-density lipoprotein) og þar
með dregið úr blóðsykri og insúlíni, en mikið insúlínmagn í
blóði er talið geta stuðlað að æxlisvexti í ristli. Af ofan-
greindu má ætla að fyrsta stigs forvarnir m.t.t. ristilkrabba-
meins feli í sér að forðast fituríkt fæði og rautt kjöt, borða
meira kornmeti, grænmeti og ávexti, hreyfa sig reglulega
og forðast offitu (Potter, 1996).
Skipulögð leit að krabbameini í ristli er umdeild hjá
öðrum en þeim sem eiga ættingja sem hefur fengið ristil-
krabbamein (Winawer og Shike, 1995). Tilgangur leitar er
að greina kirtilæxli og ristilkrabbamein snemma á læknan-
legu stigi. Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast með
ristilkrabbamein á byrjunarstigi eru 85% samanborið við
38% sjúklinga á seinni stigum og eru flestir á seinni stigum
þegar þeir finna fyrir einkennum. Á íslandi hefur hingað til
ekki verið mælt með skipulagðri leit hjá almenningi, tilraun
til leitar var gerð árið 1987 en þótti ekki hagkvæm.
Ameríska krabbameinsfélagið mælir hins vegar með árlegri
þreifingu, árlegri leit að blóði í hægðum og ristilsþeglun á
16
3-5 ára fresti hjá öllum 50 ára og eldri (Bond, 1999).
Leiðbeiningarnar byggjast á leitarrannsóknum þar sem
allar þessar aðferðir hafa stuðlað að því að fleiri greinast
fyrr en ella og samsvarandi lífslengingu samanborið við
tilfelli sem hafa greinst án skipulagðrar leitar (Winawer og
Shike, 1995). Talið er að árleg leit að blóði í hægðum geti
minnkað dánartíðni ristilkrabbameina um 30% og ásamt
ristilspeglun á 5 ára fresti um 40-50% (Bond, 1999; Eddy,
1990).
Eggjastokkakrabbamein
Krabbamein í eggjastokkum er fjórða algengasta krabba-
mein hjá konum á íslandi (Krabbameinsfélagið, 1999).
Árlega greinast nú að meðaltali 27 konur og meðalaldur
við greiningu er 59 ár. Árlegt nýgengi hefur aukist um
tæplega helming á síðustu áratugum, úr 12,3 (1956-60) í
19,1 (1991-95). Krabbamein í eggjastokkum er annað
algengasta krabbamein hjá konum á aldrinum 40-54 ára
en aldursbundið nýgengi er mest hjá konum á aldrinum
55-69 ára (Laufey Tryggvadóttir, 1998). Nýgengið er hæst
á Norðurlandi og lægst á Suðurlandi (Jón Hrafnkelsson og
Jónas Ragnarsson, 1998). Árlega deyja um 14 konur
vegna eggjastokkakrabbameins og þar af er rúmlega
helmingur (58%) yngri en 70 ára. Fimm ára lífshorfur
þessara kvenna eru um 75% og í árslok 1998 voru 252
konur á lífi sem hafa verið greindar með krabbamein í
eggjastokkum (Heilbrigðismál, 1999).
Eggjastokkarnir eru flókið líffæri og lítið er vitað um
orsakir krabbameins þar, en mest hefur verið fjallað um
tengsl við aldur, fæðingar, notkun frjósemislyfja, ættgengi
og erfðir (Daly, Bookman og Lerman, 1995). Líkurnar auk-
ast eftir 55 ára aldur og konur, sem ekki hafa fætt börn,
hafa verið ófrjóar og notað frjósemislyf, eru í meiri hættu.
Sterkust eru tengslin við ættgengi og fjölda fæðinga.
Almennt eru konur, sem hafa fætt 3 börn eða fleiri, í 30-
50% minni hættu á að fá eggjastokkakrabbamein saman-
borið við konur sem aldrei hafa fætt börn. Vel eru þekkt
verndandi áhrif getnaðarvarnarpillunnar jafnvel í tilvikum þar
sem krabbamein er ættlægt. Þegar náinn ættingi
(móðir/systir) hefur greinst með eggjastokkakrabbamein
tvöfaldast hættan og konur greinast yngri en ella. Hættan
eykst enn frekar þegar um aðrar tegundir krabbameina
hefur verið að ræða í fjölskyldunni, eins og krabbamein í
brjóstum, ristli og legbol. Þrjár mismunandi erfðamyndir
hafa verið greindar sem gefa til kynna hversu flókið ferlið er
í myndun eggjastokkakrabbameins. Ein þeirra tengist
stökkbreyttum brjóstakrabbameinsgenum BRCA1 og
BRCA2 en 45% þeirra kvenna, sem bera BRCA1, og 25%
þeirra sem bera BRCA2 eiga á hættu að fá krabbamein í
eggjastokka (Narod, Risch og Moslehi o.fl., 1998).
í Ijósi áhættuþátta, fjölda kvenna, sem greinast, og
aðferða, sem þekktar eru í dag, ættu fyrsta og annars
stigs forvarnir að þeinast að vel skilgreindum áhættu-
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000