Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Side 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Side 21
innan hjúkrunar" Breytingarnar í samfélaginu eru örar, svo örar að nýjungar dagsins eru orðnar úreltar á morgun. Það er ekki bara tæknin sem býður upp á hverja nýjungina á fætur annarri, allt virðist í endurskoðun og endurmótun. Heilbrigðiskerfið hefur ekki farið varhluta af umbrotum samtímans og að undanförnu hefur mikið verið rætt um önnur og ný rekstrarform sjúkrahúsanna. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans, var sótt heim til að ræða þessi mál. Anna er menntaður gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og vann í 10 ár sem slík á Landspítalanum, en þar hefur hún unnið frá 1975. Síðustu fimm árin í starfi sem gjörgæslu- hjúkrunarfræðingur var hún deildarstjóri á gjörgæslunni. „Síðasta árið mitt sem deildarstjóri leitaði Vigdís Magnús- dóttir hjúkrunarforstjóri til mín til að leysa af sem hjúkrunar- framkvæmdastjóri á handlækningadeildinni," segir Anna þar sem við sitjum í vistlegri skrifstofu hennar á Landsþítal- anum. Á veggnum við hlið okkar hanga myndir af fyrrum forstöðukonum Landspítalans, þeim Kristínu Thoroddsen og Sigrlði Backmann, myndum sem Anna segist halda mikið uþp á. Anna hefur verið fastráðin sem hjúkrunarforstjóri frá 1. júlí 1998 en áður hafði hún leyst Vigdísi af eða frá 1. desember 1995 er Vigdís varð forstjóri Ríkisspítala. Áður hafði hún verið fastráðin hjúkrunarframkvæmdastjóri á handlækningadeild, eða frá 1986, utan 13 mánaða tíma- bils er hún var við nám í hjúkrunarstjórnun í Edinborg. Hverjar hafa breytingarnar orðið helstar frá því hún tók við? Hún segir miklar breytingar hafa átt sér stað og verði eflaust áfram. „Við höfum m.a. verið að skoða breytt rekstarform með það fyrir augum að efla hjúkrunina og bæta þjónustu við sjúklinga. Eitt af fyrstu verkefnunum mínum, eftir að ég tók við þessu starfi, var að setja á fót sjúkrahústengda heimaþjónustu og vorum við með tilraun í því sambandi í eitt ár. Með sjúkrahústengdri heima- þjónustu erum við að fjölga kostum sjúklinga við útskrift og nýta sérþekkingu í hjúkrun fyrir sjúklinga í heimahúsum. Sérhæfing í hjúkrun er mjög mikilvægur þáttur sjúkra- húshjúkrunar," segir hún og bætir við að mjög mikilvægt sé að hjúkrunarfræðingar leiti ráða hver hjá öðrum varð- andi klíníska hjúkrun. „Við eigum orðið sérfræðinga innan hjúkrunar á fjölmörgum sviðum og það er mjög mikilvægt að miðla þessari þekkingu." Hún segist eiga von á því að sjá önnur rekstrarform í heilbrigðisþjónustuni í framtíðinni. „Við munum sjá hátæknisjúkrahús eins og Landsþítalann og Sjúkrahús Reykjavíkur, öflugar endurhæfingarstofnanir, öflugar dag- og göngudeildir, sjúkrahústengda heimaþjónustu, sjúkra- hótel og hjúkrunarheimili. Ég held að dvalarheimili aldraðra 21 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.