Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Síða 24
„Peningar, völd og græðgi eru orsakir ofbeldis. “
hjá fyrri kynslóðum fjölskyldunnar. Tengsl eru einnig milli
almenns ofbeldis í umhverfinu, svo sem í sjónvarpi og
kvikmyndum, og ofbeldis í fjölskyldum og samskipta innan
fjölskyldunnar. Dr. White hefur einkum beint sjónum að
samskiptaháttum fjölskyldunnar í rannsóknum sínum.
Rannsóknir í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu hafa
sýnt að einn mikilvægasti þátturinn til að fyrirbyggja ofbeldi
innan veggja heimilisins er kerfi sem byggist á því að
hjúkrunarfræðingur heimsæki fjölskyldurnar reglulega.
Heimsóknirnar byrja meðan á meðgöngu stendur og þeim
er haldið áfram í að minnsta kosti eitt ár, stundum lengur.
Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf mæðra til barna sinna
hafa mikil áhrif á vanrækslu og ofbeldi. Þannig eru mun
minni líkur á því að mæður, sem telja barn sitt vel skapi
farið, vanræki það og heimsóknum hjúkrunarfræðinga á
heimili meðan á meðgöngu stendur er m.a. ætlað að hafa
áhrif á viðhorf mæðranna til barna sinna, aðstoða
foreldrana við að aga barnið og styðja við foreldra á
erfiðum tímabilum.
Dr. White ræddi síðan um rannsókn sem hún hefur
unnið að ásamt fleirum í Finnlandi. Hópurinn rannsakaði
fjölskyldur í þremur stórborgum og einum bæ í Norður-
Finnlandi. Reynt var að fá svar við spurningunni: Hvað
einkennir fjölskyldur þar sem börn eru vanrækt eða beitt
ofbeldi og hvaða munur er á þessum fjölskyldum og þeim
sem segja að þær hafi ekki verið kærðar fyrir að beita börn
ofbeldi eða vanrækslu. Seinni hópurinn var viðmiðunar-
hópur sem nefndist „venjulegar fjölskyldur". í Ijós kom að
marktækur munur var á ýmsum þáttum sem voru
sameiginlegir meðal þeirra fjölskyldna þar sem vanræksla
eða ofbeldi var til staðar. Ofbeldisfjölskyldurnar voru
einangraðri, ósveigjanlegri, óskipulagðari, samskipti innan
fjölskyldunnar voru erfið og einkenndust m.a. af hlutverka-
ágreiningi. Eðli samskipta innan fjölskyldunnar er því eitt af
mikilvægustu atriðunum sem útskýra þennan langvinna
fjölskyldusjúkdóm.
Hefur komið fimmtán sinnum til Islands
Dr. White hefur komið oft hingað til lands. Fyrst kom hún
1986 og hefur komið hingað um fimmtán sinnum síðan og
unnið að rannsóknum hér á landi ásamt íslenskum aðilum.
Hún var ráðgjafi við uppbyggingu hjúkrunarnáms við
Háskólann á Akureyri. Maður hennar hefur einnig unnið
ýmis verkefni hér á landi. Hann er tónskáld og er að vinna
bók um norræn tónskáld ásamt fleirum, sjálfur skrifar hann
kaflann um íslensk tónskáld. Þau hjón hafa bæði verið
kennarar við háskólann í Flórída í mörg ár. ( þessari
heimsókn hingað til landsins var hún með námskeið í
fjölskylduhjúkrun á vegum námsbrautar í hjúkrunarfræði
þar sem aðaláherslan var lögð á langvinna sjúkdóma
innan fjölskyldunnar eða langvinn vandamál. Auk rann-
sóknarinnar í Finnlandi hefur verið hafin söfnun sam-
bærilegra gagna hér á landi, í Flórída og í New York en
ekki er vitað hvort verður af frekari rannsókn hér á landi.
Hún segir mjög erfitt að vinna úr slíkum upplýsingum,
mikill þagnarmúr sé almennt um fjölskyldur og erfitt að afla
gagna.
Dr. White var spurð hvað hægt væri að gera til að
koma í veg fyrir ofbeldi í fjölskyldum. Hún sagði menn
önnum kafna við að finna einhver ráð. „Við eigum auðvitað
ekki að vanrækja eða beita börn okkar ofbeldi. En þetta er
margslungið vandamál. Við vitum að það er ekki ein
ákveðin orsök fyrir ofbeldinu heldur margir samverkandi
þættir. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að reyna að
koma í veg fyrir það er að hjúkrunarfræðingar heimsæki
fjölskylduna á meðgöngutímanum og fyrstu æviár barns-
ins. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að best sé að
þær starfstéttir, sem sjá um heilsugæslu og félagsþjónustu
við unga foreldra, búi í sama hverfi og skjólstæðingar
þeirra. Það er þó erfitt að stjórna samfélaginu á þann hátt!
En hugmyndin er að starfsfólkið þekki skjólstæðingana vel
í langan tíma. Heilsugæslustöðvar í íbúðarhverfum eru þó
spor í rétta átt.
Til að koma í veg fyrir ofbeldi þarf einnig að upplýsa að
það sé til staðar, kæra það og koma þannig í veg fyrir að
annað barn í fjölskyldunni verði beitt ofbeldi. Til að koma í
veg fyrir ofbeldi þarf einnig að auka vitund um fjölskyldu-
ofbeldi. Orsakir ofbeldis eru peningar, völd og græðgi.
Kynferðislegt ofbeldi byggir þannig á að ná völdum yfir
einhverjum. í flestum tilfellum er það faðirinn sem vill ná
völdum innan fjölskyldunnar. Hann vill stjórna. Kannski er
hluti af mannlegu eðli slæmur eins og margir hugsuðir eða
heimspekingar hafa haldið fram. Því miður virðist þeim
fjölga sem vanrækja börnin sín og við verðum að reyna að
finna hvað veldur því.
En sem betur fer eru þó flestir foreldrar góðir við börnin
sín, því megum við ekki gleyma.“
-vkj
24
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000