Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 26
erlendum sjúklingum á síöasta ári í 773 skipti, í þeim hópi
eru aðallega Færeyingar en samningar hafa verið í gildi
milli færeyskra og íslenskra heilbrigðisyfirvalda frá opnun
deildarinnar. Á síðasta ári komu einnig nokkrir einstaklingar
á eigin vegum frá Þýskalandi, Bretlandi, Noregi, Dan-
mörku, Ítalíu og Póllandi. Þá komu nokkrir sjúklingar frá
herstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Göngudeildin er staðsett hinum megin við hina nýju og
glæsilega aðstöðu fyrir almenna gesti lónsins. Göngu-
deildin er í 200 fermetra húsnæði við laugina. Auk Sólveigar
Bjarkar starfa fjórir hjúkrunarfræðingar við göngudeildina í
hlutastarfi og tveir læknar koma vikulega og fylgjast með
framgangi meðferðarinnar. [ húsinu er fundarsalur og
hvíldarherbergi auk nauðsynlegrar baðaðstöðu. Þar er
einnig veitt Ijósameðferð sem hefur reynst vel með
böðunum. Sjúkrahóteli hefur verið komið upp á Hótel Bláa
lóninu og eru að jafnaði fjögur rúm til ráðstöfunar fyrir
psoriasis- og exemsjúklinga þar, gestir eru aðallega utan af
landi en einnig fólk af höfuðborgarsvæðinu sem þarf að
vera í þéttri meðferð. Sjúklingarnir af höfuðborgarsvæðinu
þurfa að vera með tilvísun frá húðlækni en tilvísun
heimilislæknis til innlagnar á sjúkrahótelið dugar þeim sem
koma utan af landi þar sem læknar skoða þá þar.
Hvernig fer meðferðin fram? Gert er ráð fyrir að sjúkl-
ingar baði sig í eina klukkustund í senn og meðan á baði
stendur smyrja þeir kísilleðju á útbrotin. Að baði loknu er
rakakrem, sem unnið er úr lóninu, borið á allan líkamann
áður en farið er í Ijós, annaðhvort UVB-ljósameðferð í
skáp, helaríum-ljós í bekk eða UVB-ljós í hársvörð með
greiðu. Meðferðin er endurtekin þrisvar í viku, 3-4 vikur í
senn. Sjúklingar, sem eru í göngudeildarmeðferð, fara
venjulega heim að loknum Ijósum en hinir sem dvelja á
sjúkrahótelinu fara aftur í vatnið og bera á sig leðjuna.
Fyrstu áhrif bata eru þau að hreistur, sem þekur skellurnar,
hverfur og tekur það venjulega um viku. Bataferlið í húðinni
tekur venjulega 3-4 vikur þó undantekningar séu þar á.
Meðferðin er mjög árangursrík en hins vegar hefur ekki
verið rannsakað hvað hún endist lengi. í Ijós hefur þó
komið að þeir sem koma aftur í meðferð eru ekki jafn-
slæmir og þeir voru er þeir komu fyrst og fá bata fyrr.
Hverjar eru framtíðarhorfurnar varðandi göngudeildina?
Sólveig segir að í athugun sé að koma upp heilsuhóteli á
staðnum og göngudeildin verði þá ein deild þar.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindunni í
þessum efnum á næstu árum, en Bláa lónið hefur vakið
verulega athygli erlendis vegna þeirra sérstöku skilyrða
sem þar hafa myndast. Þeim sem hafa gaman af að vafra
um netið er bent á slóðina www.bluelagoon.is/index_hhtm
-vkj
Nýtt á markaSnum!
Astroglide
Astroglide sleipiefni er notað af læknum og hjúkrunarfræðingum
við skoðun. Astroglide inniheldur engar olíur og má nota eins oft
og þarf og hefur ekki slæm áhrif á bakteríuflóru legganganna.
Með auknum aldri og vegna skorts á kvenhormóni verður þurrkur
í leggöngum stundum vandamálum sem leysa má með Astroglide
en það eykur tilfinningu og ánægju við samfarir. Algengt er einnig
að konur finni fyrir þurrki og særindum í leggöngum eftir
barnsburð eða meðan þær eru með barn á brjósti og getur
Astroglide þá komið að notum. Astroglide getur einnig slegið á
sviða og óþægindi vegna blöðrubólgu sem meðhöndluð er með
lyfjum. Astroglide er einnig notað sem sleipiefni á hitamæla, tíðatappa o.s.frv. Astroglide er
fullkomlega skaðlaust fyrir viðkvæm líffæri og er til í 35 ml, 66,5 ml og 141,8 ml pakkningum.
Efnið er notað þannig að nokkrir dropar eru bornir í og við leggöngin eða á lim. Ef notaðir eru
smokkar eru bornir nokkrar dropar innan og utan á hann. Astroglide fæst í flestum apótekum og
lyfjabúðum. Hringið og fáið ókeypis sýnishorn, sími 5643607 eða myndsími 5643608. Heimasíða
astroglide.com.
26
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000