Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 26
erlendum sjúklingum á síöasta ári í 773 skipti, í þeim hópi eru aðallega Færeyingar en samningar hafa verið í gildi milli færeyskra og íslenskra heilbrigðisyfirvalda frá opnun deildarinnar. Á síðasta ári komu einnig nokkrir einstaklingar á eigin vegum frá Þýskalandi, Bretlandi, Noregi, Dan- mörku, Ítalíu og Póllandi. Þá komu nokkrir sjúklingar frá herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Göngudeildin er staðsett hinum megin við hina nýju og glæsilega aðstöðu fyrir almenna gesti lónsins. Göngu- deildin er í 200 fermetra húsnæði við laugina. Auk Sólveigar Bjarkar starfa fjórir hjúkrunarfræðingar við göngudeildina í hlutastarfi og tveir læknar koma vikulega og fylgjast með framgangi meðferðarinnar. [ húsinu er fundarsalur og hvíldarherbergi auk nauðsynlegrar baðaðstöðu. Þar er einnig veitt Ijósameðferð sem hefur reynst vel með böðunum. Sjúkrahóteli hefur verið komið upp á Hótel Bláa lóninu og eru að jafnaði fjögur rúm til ráðstöfunar fyrir psoriasis- og exemsjúklinga þar, gestir eru aðallega utan af landi en einnig fólk af höfuðborgarsvæðinu sem þarf að vera í þéttri meðferð. Sjúklingarnir af höfuðborgarsvæðinu þurfa að vera með tilvísun frá húðlækni en tilvísun heimilislæknis til innlagnar á sjúkrahótelið dugar þeim sem koma utan af landi þar sem læknar skoða þá þar. Hvernig fer meðferðin fram? Gert er ráð fyrir að sjúkl- ingar baði sig í eina klukkustund í senn og meðan á baði stendur smyrja þeir kísilleðju á útbrotin. Að baði loknu er rakakrem, sem unnið er úr lóninu, borið á allan líkamann áður en farið er í Ijós, annaðhvort UVB-ljósameðferð í skáp, helaríum-ljós í bekk eða UVB-ljós í hársvörð með greiðu. Meðferðin er endurtekin þrisvar í viku, 3-4 vikur í senn. Sjúklingar, sem eru í göngudeildarmeðferð, fara venjulega heim að loknum Ijósum en hinir sem dvelja á sjúkrahótelinu fara aftur í vatnið og bera á sig leðjuna. Fyrstu áhrif bata eru þau að hreistur, sem þekur skellurnar, hverfur og tekur það venjulega um viku. Bataferlið í húðinni tekur venjulega 3-4 vikur þó undantekningar séu þar á. Meðferðin er mjög árangursrík en hins vegar hefur ekki verið rannsakað hvað hún endist lengi. í Ijós hefur þó komið að þeir sem koma aftur í meðferð eru ekki jafn- slæmir og þeir voru er þeir komu fyrst og fá bata fyrr. Hverjar eru framtíðarhorfurnar varðandi göngudeildina? Sólveig segir að í athugun sé að koma upp heilsuhóteli á staðnum og göngudeildin verði þá ein deild þar. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindunni í þessum efnum á næstu árum, en Bláa lónið hefur vakið verulega athygli erlendis vegna þeirra sérstöku skilyrða sem þar hafa myndast. Þeim sem hafa gaman af að vafra um netið er bent á slóðina www.bluelagoon.is/index_hhtm -vkj Nýtt á markaSnum! Astroglide Astroglide sleipiefni er notað af læknum og hjúkrunarfræðingum við skoðun. Astroglide inniheldur engar olíur og má nota eins oft og þarf og hefur ekki slæm áhrif á bakteríuflóru legganganna. Með auknum aldri og vegna skorts á kvenhormóni verður þurrkur í leggöngum stundum vandamálum sem leysa má með Astroglide en það eykur tilfinningu og ánægju við samfarir. Algengt er einnig að konur finni fyrir þurrki og særindum í leggöngum eftir barnsburð eða meðan þær eru með barn á brjósti og getur Astroglide þá komið að notum. Astroglide getur einnig slegið á sviða og óþægindi vegna blöðrubólgu sem meðhöndluð er með lyfjum. Astroglide er einnig notað sem sleipiefni á hitamæla, tíðatappa o.s.frv. Astroglide er fullkomlega skaðlaust fyrir viðkvæm líffæri og er til í 35 ml, 66,5 ml og 141,8 ml pakkningum. Efnið er notað þannig að nokkrir dropar eru bornir í og við leggöngin eða á lim. Ef notaðir eru smokkar eru bornir nokkrar dropar innan og utan á hann. Astroglide fæst í flestum apótekum og lyfjabúðum. Hringið og fáið ókeypis sýnishorn, sími 5643607 eða myndsími 5643608. Heimasíða astroglide.com. 26 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.