Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 28
auk þess aö veita mikilvægan grunn í aðferðafræði, stefnumörkun og endurskoðun aðferða og leiða. Við skipulagningu námsins höfum við leitast við að stuðla að sveigjanleika þannig að hver og einn geti valið áherslur í Ijósi áforma um frekara nám og starf. Augljós- lega er þetta nám enn í mótun og erum við að prófa okkur áfram. Eftir fyrsta kennsluárið var tekin ákvörðun um að opna námskeiðin. Nú er hægt að skrá sig í einstök nám- skeið án þess að hafa hlotið formlega inngöngu í námið. Hámarksfjöldi í hvert námskeið eru þó yfirleitt 15 nem- endur og enn hefur ekki þurft að koma til fjöldatakmark- ana. í vetur nýttu margir hjúkrunarfræðingar sér þennan möguleika og hafa skráð sig í einstök námskeið. Næsta vetur vonumst við til að geta fjölgað valkostum hvað rannsóknarverkefni snertir en þá munu fleiri kennarar bætast í hóp þeirra sem leiðbeina í lokaverkefnum. Jafn- framt verður leitast við að fjölga valnámskeiðum innan námsbrautarinnar og í samstarfi við aðrar deildir. [ vetur sá Marjory White, sem var Fulbright-kennari, um námskeiðið „Langvinn veikindi og viðfangsefni fjölskyldunnar". Herdís Sveinsdóttir sér um námskeiðið „Heilbrigði kvenna" sem er þverfaglegt námskeið, sótt af nemendum í Ijósmóður- fræðum, meistaranámi í hjúkrunarfræði og nemendum í kynjafræði. Ásta Thoroddsen hefur skipulagt námskeiðið „Upplýsingatækni í hjúkrun". í því námskeiði er hún á margan hátt að brjóta upp á nýmælum í námsbraut í hjúkrunarfræði, bæði hvað varðar innihald og kennslu- aðferðir, en stór hluti kennslunnar fer fram um netið. Þetta námskeið er samstarfsverkefni Ástu og hjúkrunarfræðinga í Svíþjóð og Noregi ásamt Connie Delaney sem er dósent við háskólann t lowa í Bandaríkjunum. Vonumst við til að geta haldið áfram að bjóða þetta námskeið á næstu árum. í megindráttum hefur námið gengið vel og hver og einn hefur getað sniðið það að sínum aðstæðum og áherslum. Nemendum í fyrsta árganginum tókst að fá inngöngu í námskeið við Hálsevárd-háskólann í Gautaborg til að uppfylla skilyrði okkar um námsdvöl í útlöndum. Námskeiðin þar henta afar vel því hvert námskeið tekur yfirleitt aðeins 1 - 4 vikur. Fyrir þá sem hafa möguleika á lengri námsdvöl erlendis eru ýmsir möguleikar, s.s. í Bandaríkjunum, Eng- landi og á Norðurlöndunum. Einn nemandi fór til University of Minnesota og tók sumarnámskeið þar. Leitast er við að vinna með hverjum nemanda til að finna hentugan valkost. NEMENDUR f FYRSTA ÁRGANGI MEISTARANÁMS í HJÚKRUNARFRÆÐI Meistaranemandi: Ingibjörg Elíasdóttir Leiðbeinandi: dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, náms- braut í hjúkrunarfræði Heiti verkefnis: Vinnuálag og heilsufar. Rannsóknin er megindleg og byggist bæði á kenningu Karaseks (1979/1990) um áhrif sálræns vinnuálags og 28 sjálfstjórnar í vinnu á heilsufar og á rannsóknum House og fl. (1979) um afleiðingar fjölmargra þátta vinnuumhverfis á heilbrigði. Tilgátan er að mikið vinnuálag og lítil sjálfstjórn í vinnu auki kvíða, þunglyndi og líkamlega vanlíðan. Úrtakið er vinnandi fólk, á aldrinum 18 til 65 ára, sem vinnur 20 klst. eða meira á viku og er ekki í skóla. Það var valið með einfaldri tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Meistaranemandi: Ingibjörg Hjaltadóttir Leiðbeinandi: Margrét Gústafsdóttir, dósent, námsbraut í hjúkrunarfræði. Heiti verkefnis: Reynsla líkamlega fatlaðra aldraðra einstaklinga af lífsgæðum á hjúkrunarheimili. Rannsóknin er eigindleg. Tilgangur rannsóknarinnar: Að kanna lífsgæði aldraðra einstaklinga sem dvelja á hjúkrunarheimili og hvaða þættir hafa helst áhrif á þau. Leitað verður svara við eftirfarandi spurningum: Hvaða merkingu leggur hinn aldraði einstakl- ingur í gæði lífs? Hvaða áhrif hefur líkamleg færni á þætti sem tengjast lífsgæðum? Hvernig hafa aðstæður á hjúkr- unarheimilinu áhrif á þætti sem tengjast lífsgæðum? Hvaða áhrif hafa samskipti starfsfólks, aðstandenda og vina á lífsgæði einstaklingsins? Hefur virkni einstaklingsins áhrif á lífsgæði? Með því að fá svör við þessum spurningum má varpa Ijósi á þá þætti er tengjast og geta stuðlað að auknum lífsgæðum aldraðra á hjúkrunarheimilum. Nýjar upplýsingar um þessa þætti og rödd þátttakenda, sem endurspeglast í niðurstöðum rannsóknarinnar, geta því stuðlað að bættri umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilum. Þátttakendur: Þátttakendur í rannsókninni verður aldrað fólk er dvelst á hjúkrunarheimilum. Það þarf að vera andlega skýrt og geta tjáð sig þrátt fyrir líkamlega fötlun. Meistaranemandi: Gyða Baldursdóttir Leiðbeinandi: dr. Helga Jónsdóttir, dósent, námsbraut í hjúkrunarfræði. Heiti verkefnis: Hjúkmn á bráðamóttöku: Hvaða þættir um- hyggju finnast skjólstæðingum á bráðamóttöku skipta mestu? Kenning Jean Watson um umhyggju er notuð sem fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar og mælitækið er fengið frá Bandaríkjunum. Tilgangur rannsóknarinnar er að finna hvað skjólstæðingum finnst felast í umhyggju og hvaða þætti hennar þeir telja mikilvægasta. Með því að afla þeirrar vitneskju er vonast til að hægt verði að bæta þjónustu við skjólstæðinga og auka þar með ánægju þeirra. Rannsóknin er megindleg, mælitækið er spurninga- listi, sem sendur verður heim til skjólstæðinga bráða- móttökunnar u.þ.b. tveimur vikum eftir útskrift af deildinni. Úrtakið verður líklega um 300-350 manns frá 18 ára aldri. Meistaranemandi: Sigrún Gunnarsdóttir Leiðbeinandi: dr. Kristín Björnsdóttir, dósent, námsbraut í hjúkrunarfræði. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.