Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 29
Heiti verkefnis: Heilsuefling starfsmanna á sjúkrahúsi.
Hvernig er að vera starfsmaður á sjúkrahúsi og líða vel?
Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvaða þættir hjá
starfsmönnum og á vinnustað einkenna og hafa áhrif á
vellíðan starfsmanna. Rannsóknin er eigindleg og byggt er
á túlkandi fyrirbærafræði og tilvistarstefnu. Litið er á
heilsueflingu samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar frá 1986 sem er kennd við Ottawa.
Auk þess er litið sérstaklega á mátt til heilsueflingar og
vellíðan frekar en varnir gegn sjúkdómum. Við gagnaöflun
verða notaðar þátttökuathuganir, opin viðtöl og rýnihópar.
Þátttakendur eru starfsmenn sjúkrahúss í Reykjavík og
gagnaöflun fer fram á tímabilinu október 1999 til maí
2000.
Meistaranemandi: Arna Skúladóttir
Leiðbeinandi: dr. Marga Thome, dósent, námsbraut í
hjúkrunarfræði.
Heiti verkefnis: Þróun aðferðar til skráningar og greiningar
á svefnvandamálum ungbarna. Rannsóknin er megindleg.
Rannsóknin er hluti af verkefninu „Þróun göngudeildar
fyrir foreldra barna með svefnvandamál". Við barnadeild
SHR hefur verið starfrækt göngudeild fyrir þessar
fjölskyldur síðan í janúar 1997 og veitir höfundur henni
forstöðu. í rannsókninni er skráning upplýsinga metin og
endurskoðuð, bæði með tilliti til greiningar og meðferðar.
Búnir verða til greiningarflokkar sem byggjast á þeim upp-
lýsingum sem teknar hafa verið, gerðar verða viðmiðanir
fyrir hvern flokk, áreiðanleiki þeirra prófaður og í lokin
verður skráningarkerfið sett á rafrænt form.
Ef vel tekst til ætti skráningar- og flokkunarkerfið að
nýtast hverjum þeim sérfræðingi sem fæst við svefnvanda-
mál ungbarna. Sem stendur er ekkert skráningar- eða
flokkunarkerfi til fyrir þennan hóp.
Meistaranemandi: Ragnheiður Erlendsdóttir
Leiðbeinandi: dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, lektor, náms-
braut í hjúkrunarfræði.
Heiti verkefnis: Mat foreldra á sálfélagslegri aðlögun
systkina barna sem haldin eru langvinnum astmasjúkdómi.
Rannsóknin er megindleg.
Þessi rannsókn fjallar um aðlögun systkina barna sem
haldin eru langvinnum astmasjúkdómi en hann er einn
algengasti langvinni sjúkdómur barna á íslandi. Rannsak-
endur, sem hafa skoðað aðlögun systkina að langvinnum
sjúkdómum, eru nú í auknum mæli farnir að skoða
aðlögun systkinanna í tengslum við starfsermi fjölskyld-
unnar. Tilgangur þessarar rannsóknar er tvíþættur. í fyrsta
lagi að kanna frá sjónarhóli foreldra sálfélagslega aðlögun
systkina barna sem haldin eru langvinnum astmasjúkdómi.
í öðru lagi að kanna tengsl milli sálfélagslegrar aðlögunar
systkinanna og einstaklingsbundinna þátta þeirra, alvar-
leika sjúkdómsins og fjölskyldubundinna þátta.
Meistaranemandi: Herdís Gunnarsdóttir
Leiðbeinandi: dr. Guðrún Kristjánsdóttir, dósent, náms-
braut í hjúkrunarfræði.
Heiti verkefnis: Þróun stuðningsferlis fyrir foreldra veikra
ungbarna. Rannsóknin er megindleg.
Tilgangurinn með verkefninu er að lýsa almennum
þörfum foreldra veikra nýbura og ungbarna og athuga
hversu mikil þörf er fyrir stuðning heilbrigðisstétta. Skoð-
aður verður sérstaklega hópur foreldra sem eiga börn á
sjúkrahúsi sem eru ársgömul eða yngri og þarfir þeirra
skráðar. Einnig verða athuguð áhrif hjúkrunar, í formi
skipulagðs stuðnings, á líðan foreldra í veikindum nýbura
nokkrum dögum eftir innlögn barnsins á vökudeild.
Meistaranemandi: Margrét Björnsdóttir
Leiðbeinandi: dr. Auðna Ágústsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, SHR.
Heiti verkefnis: Gæði frá sjónarhóli sjúklinga.
Markmið: 1) Að þýða og staðfæra sænskt mælitæki sem
kannar gæði sjúkrahúsþjónustu frá sjónarhóli sjúklinga. 2)
Að kanna gæði sjúkrahúsþjónustu frá sjónarhóli sjúklinga.
Hugmyndafræðilegur rammi: Model Wilde o.fl. (1993) um
hvað sjúklingar telja til gæða. Megindleg aðferð - símavið-
töl, byggð á spurningalista, við 150-200 sjúklinga sem
hafa útskrifast af sjúkrahúsi 1 -2 vikum fyrir viðtal.
Meistaranemandi: Anna Björg Aradóttir
Leiðbeinandi: dr. Guðrún Kristjánsdóttir, dósent, náms-
braut í hjúkrunarfræði.
Heiti verkefnis: Heilsa íslenskra skólabarna - Þættir
sem tengjast heilbrigði og mati á áhrifum heilsueflingar.
Meistaranemandi: Anna Ólafía Sigurðardóttir
Leiðbeinandi: dr. Erla K. Svavarsdóttir, lektor, námsbraut í
hjúkrunarfræði.
Heiti verkefnis: Þarfir foreldra barna með langvarandi
astma.
Meistaranemandi: Eygló Ingadóttir
Leiðbeinandi: dr. Marga Thome, dósent, námsbraut í
hjúkrunarfræði.
Heiti verkefnis: Stofnun faghóps í heilsugæslu til að
veita ráðgjöf foreldrum sem eiga óvær ungbörn.
Meistaranemandi: Hlíf Guðmundsdóttir
Leiðbeinandi: dr. Kristín Björnsdóttir, dósent, námsbraut í
hjúkrunarfræði.
Heiti verkefnis: Meta heilsufar og hjúkrunarþarfir
aldraðra er útskrifast frá öldrunarsviði SHR.
Timarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
29