Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 31
11. febrúar 2000 Félagsráðsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn föstudaginn 11. febrúar sl. Dagskráin hófst með því að fundarmönnum var boðið að kynnast nýjum upplýsingavef félagsins sem var formlega opnaður síðar um daginn. Agnar Johnson kynnti vefinn svo og umsjónarkerfið Kasmír sem félagið hefur fest kaup á. Allir formenn nefnda og fag- og svæðisdeilda fá aðgang að umsjónarkerfinu og geta því sett sitt efni beint inn á vefinn. Auk þess að sýna fundarmönnum kerfið fengu fulltrúar nokkurra fagdeilda tækifæri til að setja inn fundatilkynningar þannig að fundarmenn sáu glöggt hversu auðvelt og handhægt kerfið er í notkun. Eftir hádegishlé var gengið til hefbundinnar dagskrár. Ingunn Sigurgeirsdóttir, fjármálastjóri, fór yfir fjárhagsstöðu félagsins. Kom fram í máli hennar að staða félagsins er nokkuð góð. Flerdís Sveinsdóttir, formaður, ræddi stöðu kjaramála. Utið hefur þokast með framgangskerfi á flestum minni stofnunum um land allt svo og á öldrunarstofnunum. Þá sagði Herdís frá því að stofnaðir hefðu verið sex bakhópar til stuðnings kjaranefnd en þessir hópar eru öldrunarhópur, vaktahópur, menntunarhópur, almennur kjarahópur, heilsugæsluhópur og hópur stjórnenda. Þessum hópum er ætlað að koma með tillögur inn í kröfu- gerðina, hver á sínu sviði fyrir 1. apríl nk. Þá var rætt um hvort skipa ætti tryggingahóp sem skoðar stöðu hjúkrunarfræðinga varðandi tryggingar í og utan vinnu. Fierdís upplýsti að helstu þættir, sem settir yrðu á oddinn í komandi samningum, væru hækkun vaktaálags og stytting vinnuviku auk þess sem náms- leyfi hjúkmnarfræðinga og mat á námi til launa yrði skoðað betur. Einnig tekur félagið þátt í sameiginlegri kröfugerð stóru launþegasamtakanna um aukinn veikindarétt starfsmann og vegna veikinda barna þeirra, um lengingu fæðingarorlofs og um auknar tryggingar opinberra starfsmanna. Þá var kynntur nýráðinn hagfræðingur félagsins, Helga Birna Ingimundardóttir, sem tók til starfa 1. febrúar sl. Sagði hún frá samantekt sinni um niðurröðun hjúkrunarfræðinga í launaflokka á SHR og Ríkisspítölum. Þar kom fram að flestum hjúkrunarfræðingum var raðað í nóvember á síðasta ári, í launaflokka B4-B6 eða allt að 50% hjúkrunarfræðinga á SHR Undir liðnum fréttir af starfi stjórnar kom fram að: • Stjórn félagsins og fagdeild geðhjúkrunarfræðinga hafa mótmælt niðurskurði á þjónustu við geðsjúka á SHR og sent frá sér ályktun þess efnis. • Stjórn félagsins hefur ályktað vegna niðurstaðna rann- sókna um aðgengi að heilbrigðisþjónustu hér á landi. • Bréf hefur verið sent tii yfirstjórnar SHR og Landspítala þar sem farið er fram á að nýjar stjórnunarstöður, sem verða til vegna sameiningar sjúkrahúsanna, verði auglýstar. • Ákveðið hefur verið að hækka framlag félagsins til fagdeilda í kr. 1.000.000. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Þá hefur stjórn samþykkt, ef fjárhagur leyfir, hækkun á framlagi til svæðisdeilda. • Félagið hyggst gefa út bækling um störf hjúkrunarfræðinga. • Félagið hefur beitt sér fyrir því að allir þeir nemendur, sem náðu haustannarprófum á fyrsta ári í námsbraut í hjúkrunar- fræði við H.Í., fái að halda áfram námi, eða 69 í stað 60 sem fjöldatakmörkunin kveður á um. Það hefur verið samþykkt. • Laganefnd BHM var falið að skoða fyrir félagið rétt félags- manna á greiðslu fastrar yfirvinnu í námsleyfi. Laganefnd hefur sent frá sér álit þar sem niðurstöður hennar eru á þann veg að félagsmönnum beri að fá slíkar greiðslur. • Nýir starfsmenn félagsins voru kynntir og boðnir velkomnir til starfa en þeir eru Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræðingur, og Anna Árnadóttir, skrifstofumaður, sem ráðin var í stað Áslaugar Guðjónsdóttur er hætti störfum hjá félaginu í janúar sl. Önnur mál: • Hanna I. Birgisdóttir, formaður orlofsnefndar, bar undir fundarmenn hugmynd nefndarinnar að selja orlofsíbúðina að Suðurlandsbraut 22 og kaupa aðra íbúð á betri stað. Fundarmönnum leist vel á þá hugmynd. • Kristín Bjarnadóttir, formaður Norðausturlandsdeildar, kynnti endurbyggingu Gudmanns Minde á Akureyri. • Ákveðið var að hver fag- og svæðisdeild svo og nefnd félagsins tilnefndi einn fulltrúa til setu á aðalfundi BHM sem haldinn verður 31. mars og 1. apríl nk. • Að lokum var sagt frá WENR-ráðstefnunni sem haldin verð- ur hér á landi 25.-27. maí, undirbúningi að hjúkrunarþingi í nóvember og alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí en yfirskrift dagsins í ár er „Hjúkrun fyrir þig, alltaf, alls staðar." Að lokum kvaddi Kristín Bjarnadóttir sér hljóðs og þakkaði fyrir fundinn. Vildi hún beina þvi til stjórnar að hún tæki afstöðu til mikillar vinnu hjúkrunarnema á meðan á námi stendur þar sem hún telur það koma niður á bóklegu námi þeirra. Aðalbjörg J. Finnbogadóttir Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000 31

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.