Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 35
Á tiAin keíUu“ - heimsókn í Heílsustofnun Náttúrulækníngafélags íslands „Við leggjum mesta áherslu á að einstaklingarnir beri ábyrgð á eigin heilsufari og bjóðum upp á þjálfun, fræðslu og ráðgjöf á ýmsum sviðum sem geta bætt heilsuna og stuðlað að betra lífi,“ sagði Hulda S. Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags íslands, er ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga heimsótti stofnunina ásamt Aðalbjörgu Finnbogadóttur, hjúkrunar- fræðingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, til að kynnast því sem þar fer fram. Þar er nú rekin umfangsmikil starf- semi á sviði endurhæfingar. Heilsustofnunin í Hveragerði hefur vakið alþjóðlega athygli enda eru markmið hennar í samræmi við yfirlýst markmið Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, WHO, um betri heilsa fyrir alla. Hveragerði er auk þess náttúruparadís sem býður upp á gönguferðir, sund í nýrri og glæsilegri sundlaug og fjölbreytta og fram- andi náttúru, a.m. k. fyrir erlenda gesti. Það er t.d. ekki laust við að það hafi komið mörgum erlendum ferða- manninum á óvart að sjá banana ræktaða í stórum stíl svona á hjara veraldar! Brautryðjandinn Heilsustofnunin í Hveragerði byggir á gömlum grunni, en aðalhvatamaður og brautryðjandi að Náttúrulækninga- félagi íslands var Jónas Kristjánson læknir. Það var að hans frumkvæði sem Heilsustofnun NLFÍ tók til starfa í Hveragerði 1955 en Náttúrulækningafélag islands var stofnað á Sauðárkróki 5. júlí 1937. Jónas var fæddur að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870 og lést á heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands 3. apríl 1960. Hann varð fyrir þeirri sorg að missa móður sína er hann var barn að aldri og hét þá föður sínum að hann skyldi verða læknir og vinna að því að sem fæst börn misstu móður sína á unga aldri. Jónas var talinn einn fremsti skurðlæknir sinnar tíðar og var m.a. lengi héraðslæknir á Sauðárkróki, en tókjafnframt mikinn þátt í þjóðmálum, sat m.a. á Alþingi um tíma. Eftir að hann lauk störfum sem embættismaður fluttist hann suður og vann síðustu 20 árin að því að kynna náttúrulækningastefnuna sem hann hafði kynnst á ferðum sínum erlendis. Hann var langt á undan sinni samtíð og barðist fyrir heilbrigðum lífsháttum. Til að koma í veg fyrir sjúkdóma og vinna að varanlegum bata ef sjúkdómur var til staðar þurfti fólk því oft að hans áliti að breyta um lífsstíl. Jónas var m.a. frumkvöðull í tóbaksvörnum hér á landi. Hlutverk Heilsustofnunarinnar Meðferð og ráðgjöf handa þeim sem dvelja á Heilsu- stofnun Náttúruiækningafélags íslands hefur þróast í gegnum árin en byggist þó áfram á þeirri grundvallar- humynd að menn beri ábyrgð á eigin heilsu. Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt, annars vegar almenn og sér- hæfð endurhæfing og hins vegar hvíldar- og hressingar- dvöl. „Stærsti þáttur starfsins er fræðsla og fagleg ráðgjöf og mest áhersla er lögð á heilsuvernd og bætta lífshætti," segir Hulda hjúkrunarforstjóri. Hún segir Gunnhildi Valdimarsdóttur, fyrrverandi hjúkrunarforstjóra á Heilsu- stofnuninni, hafa lagt grunninn að þeirri tegund hjúkrunar- meðferðar sem nú er boðið upp á þar sem mikil áhersla er lögð á fræðslu og ráðgjöf. Hulda hefur verið hjúkrunar- forstjóri í rúmt ár og hefur fylgt þeirri stefnu sem forveri hennar mótaði en auk þess lagt enn meiri áherslu á fræðsluna og ráðgjöfina og samræmt fræðslu innan stofn- unarinnar. Heilsustofnunin er öllum opin, hvort sem þeir koma af sjúkrahúsi eða ekki, en beiðni um dvöl þarf þó að koma frá lækni. Þeir sem dvelja á Heilsustofnuninni greiða fyrir dvöl sína að hluta og fer gjaldið eftir aðbúnaði á herbergjum. Dvalargestir þurfa að geta séð um sig að mestu leyti sjálfir þar sem fjöldi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er í lágmarki. Að jafnaði er einn hjúkrunarfæðingur á vakt allan sólarhringinn nema á morgunvakt, þá eru þeir tveir. Til dvalar kemur aðallega fólk sem þjáist af síþreytu, vefjagigt, ofþyngd, bakverkjum og gigtarsjúkdómum. Einnig kemur fólk til endurhæfingar eftir erfiða sjúk- dómslegu, slys og eftir ýmsar aðgerðir, t.d. liðskipti. Einnig kemur fólk til dvalar eftir andleg áföll af ýmsu tagi til að jafna sig og byggja sig upp. Meðferð miðast við getu hvers og eins, þannig eru t.d. fjórir gönguhópar starfræktir og farið í miserfiðar göngur. Meðferðarlínur En hvernig er meðferðin uppbyggð? Dvalargestir fá stundaskrá að loknu viðtali við lækni og hjúkrunarfræðing þar sem þeim er beint inn á ákveðnar meðferðarlínur eftir því hvaða endurhæfingu þeir eru taldir þurfa. Núna er boðið upp á fjórar línur, V-línu, en þar er að finna meðferð fyrir fólk með stoðkerfis- og verkjavandamál og er ætluð mjög stórum hópi gigtarsjúklinga og fólki sem þarf verkjameðferð. H-línan er meðferð fyrir fólk með hjarta- og 35 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.