Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Side 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Side 36
Hu Minghai, kínverskur nálastungulæknir, og Hulda S. Þórðardóttir. æðasjúkdóma og felur hún í sér fræðslu, ráðgjöf og með- ferð vegna þessara sjúkdóma. Markmið meðferðarinnar er að auka andlegt og líkamlegt þrek og þol og leitast við að vinna gegn áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Lögð er áhersla á að halda þjálfun áfram að lokinni dvöl. K-lína er fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og lokið meðferð og er í endurhæfingu og uppbyggingu. Konur, sem hafa fengið brjóstakrabbamein, fá sér æfinga- og fræðslutíma. O-línan felur í sér almenna þjálfun, ráðgjöf og fræðslu um heilsusamlegt líferni og einstaklingsmegrun. Markmiðið með línunum er að sem flestir geti nýtt sér það sem í boði er, að samræma meðferð og fræðslu dvalargestum í hag, ná fram vinnuhagræðingu og nýtingu í starfinu og auð- velda dvalargestum yfirsýn yfir meðferðar- og fræðslu- þætti. Þá er boðið upp á tvo lokaða hópa, R-hóp fyrir reykingafólk og O-hóp fyrir þá sem eru meira en 30 kílóum of þungir en þjást lítið af öðrum sjúkdómum þar sem mikil áhersla er lögð á fræðslu og meðferð. Hóparnir eru starfræktir ákveðin tímabil í senn, innritun í O-hópinn er einu sinni í mánuði en R-hóparnir dvelja eina viku í senn í þeim eina tilgangi að hætta að reykja. Reykinganám- skeiðin hófust fyrir nokkrum árum og voru upphaflega samstarfsverkefni stofnunarinnar og heilbrigðisráðuneytis- ins. Reykinganámskeiðin eru hlutfallslega dýrari en önnur meðferð þar sem dvaiargestir þurfa mikla þjónustu. Fræðslan er mikilvægur þáttur meðferðarinnar. Sem dæmi um það sem dvalargestir geta valið um má nefna að í janúarmánuði var boðið upp á fyrirlestra undir þeim heitum sem hér fara á eftir: hægðatregða, matur er máttur, húðhirða, grindarbotnsæfingar, vatnsmeðferð heima, svefn og svefntruflanir, hagnýt fræðsla um göngu, fætur og skóbúnaður, þvagleki kvenna, þjálfun og offita, náttúru- lækningastefnan, andleg líðan einstaklinga með verki, gildi grænmetisfæðis, megrunarkúrar, streita og slökun, bjúgur/bjúgmeðferð, áhrif þjálfunar/þjálfunarálag, hjarta- 36 sjúkdómar og lífshættir, þolþjálfun/styrktarþjálfun og reyk- ingar og heilbrigði svo eitthvað sé nefnt. Heilsuböð og leirböð Á Heilsustofnuninni er einnig boðið upp á náttúrulyf sem blönduð eru á staðnum. Lyfin bera ýmis sérkennileg nöfn, þar má t.d. sjá velgjubana, kveisuskelfi, aftureldingu, flóð- hest og næturgala svo þau algengustu séu nefnd og Hulda segir þau virka! Þá er dvalargestum boðið upp á heilsuböð og leirböð og Hulda sýnir okkur aðstöðuna þar. í heilsuböðum er hægt að velja milli ýmissa mismunandi baða, svo sem gigtarbaðs, kvefbaðs, slökunarbaðs, kamillubaðs og greninálabaðs. Einnig er boðið upp á víxlböð þar sem gestir eru með fæturna til skiptis í heitum böðum og köldum. Víxlböðin eru talin góð við verkjum og þreytu í fótum sem geta m.a. stafað af æðaþrengslum. Vatnsnudd er einnig notað en með því nær vöðvakerfi líkamans hámarksslökun í vatni með notalegum hita. Vatnsnuddið er talið gott fyrir þá sem þola illa sjúkranudd og er einnig gott til alhliða slökunar. Leirböðin hafa verið stunduð í Heilsustofnuninni um árabil. Leirinn, sem notaður er, fæst úr hverum í nágrenni stofnunarinnar en í hveraleirnum er m.a. kísilsýra sem talin er góð fyrir húðina auk þess sem hitinn, sem er 38-40 gráður, gerir vöðvum, liðum og beinum gott. Fjölbreytt meðferð er í boði undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, sjúkraliða, sjúkranudd- ara, íþróttafræðinga og næringarfræðings. Að sögn Huldu er mikið og náið samstarf milli þessara aðila til að hægt sé að ná sem bestum árangri. Nú er starfandi kínverskur læknir við stofnunina sem notar nálastunguaðferð við meðferðina. Þá hefur dvalargestum verið boðið upp á stuðningsviðtöl hjá hjúkrunarfræðingum og nýta æ fleiri sér þau. Sjúkranudd er einn af hornsteinum meðferðar í Heilsu- stofnun en það er meðhöndlun á mjúkvöðvum líkamans, þ.e. vöðvum, sinum, liðböndum, húð og himnum, í lækningaskyni. Með því að minnka spennu í vöðvum eykst flutningur súrefnis og næringar til vefjanna. Mikil áhersla hefur ávallt verið lögð á hollt fæði í Heilsustofnun NLFÍ og er grænmeti ræktað sérstaklega á vegum stofnunarinnar. í garðyrkjustöðinni eru 1000 fer- metrar undir gleri en þar er grænmetið ræktað með lífrænum hætti og hefur stöðin fengið alþjóðlega viður- kenningu sem lífræn garðyrkjustöð. Hulda býður upp á mat í matsalnum en réttur dagsins að þessu sinni er lauksúpa og kartöfluréttur. Að auki er salatbar ávallt á boðstólum. i einu horni matsalarins er tehorn en þar er að finna te sem unnið er úr íslenskum jurtum. Starfsmenn stofnunarinnar sjá um að tína jurtirnar og þurrka á sumrin en matreiðslumeistarinn sér um að mala þær og blanda í te. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.