Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 40
Ályktun frá stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga um aðgengi að heílbrigðísþjónustu á Íslandí
Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur borist skýrslan
Aðgangur að heitbrigðisþjónustu á íslandi eftir Rúnar Vilhjálms-
son, Ólaf Ólafsson, Jóhann Á. Sigurðsson og Tryggva Þór
Herbertsson. Skýrslan er byggð á rannsókninni „Heilbrigði og
lífskjör (slendinga" en sú rannsókn er samstarfsverkefni aðila
innan Háskóla íslands og landlæknisembættisins. í þessari
skýrslu eru birtar niðurstöður úr póstkönnun sem gerð var
haustið 1998 meðal íslendinga, búsettum á íslandi, á aldrinum
18-75 ára. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir
ánægju sinni með framkvæmd þessarar könnunar en niður-
stöður hennar veita upplýsingar um aðgengi mismunandi hópa
íslendinga að heilbrigðisþjónustunni.
Að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er það
áhyggjuefni að ungt fólk, barnafólk og lágtekjufólk hafi lakara
aðgengi að heilbrigðisþjónustunni en ýmsir aðrir hópar. Höfundar
skýrslunnar nefna að ísland hafi þá sérstöðu í samanburði við
nágrannalönd að sjaldnast sé boðið upp á nemendaheilsugæslu
á framhaldsskóla- eða háskólastigi. Þeir telja eðlilegt að hérlendis
fari fram skipuleg athugun á því hvort og með hvaða hætti reglu-
bundin heilsugæsla í framhaldsskólum og háskólum landsins geti
orðið fýsilegur kostur. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
tekur undir þetta og bendir á að fyrir tæpum þremur árum sendi
fulltrúaþing félagsins frá sér eftirfarandi ályktun:
Fulltrúaþing Félags ísienskra hjúkrunarfræðinga haldið
15.-16. maí 1997 skorar á yfirvöld heilbrigðis- og mennta-
mála að beita sér fyrir því að ráðnir verði skólahjúkrunar-
fræðingar til starfa í framhaldsskólum landsins í þeim tilgangi
að bæta aðgengi ungs fólks að heilbrigðisþjónustu og
heilbrigðisráðgjöf sem sniðin er að þeirra þörfum.
í greinargerð með ályktuninni kemur fram að nýlegar íslenskar
kannanir bendi til aukningar á áhættuhegðun ungs fólks sem
tengist reykingum, notkun á áfengi og öðrum vanabindandi
lyfjum, auk þess sem vanvirðing öryggisreglna, s.s. umferðar-
reglna, leiði til þess að slys eru algengari meðal þessa
aldurshóps en annarra. Aðrir áhættuþættir eru tengdir kynlífi,
næringu, ofbeldi, líkamsbeitingu og þáttum er varða geðheilbrigði
ungs fólks. í Ijósi niðurstöðu ofangreindrar könnunar á aðgengi
telur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga nauðsynlegt að
heilbrigðisþjónusta og ráðgjöf standi íslenskum ungmennum til
boða þar sem þau eru við nám og störf. Hjúkrunarfræðingar eru í
lykilaðstöðu að bregðast við yfirvofandi eða raunverulegum
heilbrigðisvandamálum ungs fólks með ráðgjöf og fræðslu.
Reynsla og rannsóknir benda til þess að hjúkrunarfræðingar,
sem eru í tengslum við ungmenni í skólum, geti náð verulegum
árangri til bætts heilbrigðis.
í stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kemur fram að
félagið telur að leggja beri megináherslu á að tryggja öfluga
heilsugæslu í landinu og jafnframt að tryggja beri rétt allra
þjóðfélagsþegna til viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Þar segir
einnig orðrétt: Félag ísienskra hjúkrunarfræðinga leggur áherslu á
40
mikilvægi þess að fram fari nákvæm athugun á áhrifum gjaldtöku
í heilbrigðiskerfinu og að tryggt sé að hún leiði ekki til mis-
mununar á möguleikum til að njóta heilbrigðisþjónustunnar vegna
fjárhagsstöðu einstaklinga.
Þær niðurstöður úr ofangreindri könnun, að lágtekjufólk og
barnafólk hafi almennt lakari aðgengi að heilbrigðisþjónustunni,
ítreka mikilvægi þess að fram fari endurskoðun á gjaldtöku í
heilbrigðiskerfinu. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur
áður lýst því yfir að sérstaklega þurfi að huga að aðstæðum ungs
fólks og tekjulægstu fjölskyldnanna í þessu sambandi. Stjórnin
hefur lagt til að sett verði lægra hámark á útgjöld fjölskyldna
vegna heilbrigðisþjónustu og útgjöld vegna lyfja verði tekin inn í
hámarkið. Að auki leggur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að
frfkort í heilsugæslu renni ekki út næstu áramót eftir að þau hafi
áunnist heldur ári síðar.
í skýrslunni um aðgengi að heilbrigðisþjónustu nefna
höfundar tímabundnar þjónustuferðir sem eina lausn á því að
auka aðgengi. Þar er átt við tímabundna þjónustu sérfræðinga á
heilsugæslustöðvum út um land. Stjórn Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga telur þetta góða ábendingu en bendir að auki á
mikilvægi símaþjónustu. í samstarfi við heilsugæslustöðvar mætti
koma á fót skipulegri símaþjónustu sérfræðinga við fólk bæði á
Reykjavíkursvæðinu og á landsbyggðinni. Einnig er mikilvægt að
styrkja og bæta slysa- og bráðamóttöku heilsugæslustöðva á
Reykjavíkursvæðinu og auka símaþjónustu hjúkrunarfræðinga á
heilsugæslustöðvum. Tíma- og peningasparnaður hlýst af
aukinni símaþjónustu samfara því að bæði aðgengi og þjónusta
eykst að einhverju marki.
Ákveðnar lýðfræðilegar og þjóðfélagslegar staðreyndir gera
það að verkum að ungar fjölskyldur á íslandi eru einkar ber-
skjaldaðar fyrir sálfélagslegum vandamálum. Má þar nefna
langan vinnudag, mörg börn í fjölskyldu, ónóg leik- og dagvistar-
rými og vöntun á einsetningu skóla. Félag íslenskra hjúkrunar-
fræðinga hefur lagt áherslu á þátt hjúkrunarfræðinga í þessum
þætti heilbrigðisþjónustunnar. í stefnu fagdeildar geðhjúkrunar-
fræðinga kemur fram að breytt þjóðfélagsgerð kalli á nýjar leiðir til
að tryggja og efla heilbrigði landsmanna. Orðrétt stendur: Með
aukinni geðheilsugæslu má koma í veg fyrir fjölda andlegra og
líkamlegra kvilla, svo og langvarandi vanlíðan og örorku í kjölfar
óhjákvæmilegra boðafalla lífsins. Aukin geðheilsugæsla er
þjóðhagslega hagkvæmur kostur og getur minnkað samfélags-
legan kostnað vegna örorku og óhamingju manna. í stefnu
fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga segir enn fremur: Vinna
þarf að því að efla geðheilsuvernd og sálfélagslegan stuðning
innan heilsugæslunnar.
í Ijósi þessa leggur stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
áherslu á að ráðnir verði geðhjúkrunarfræðingar í auknum mæli
að heilsugæslustöðvum landsins.
Að lokum þá er það stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga að leggja beri höfuðáherslu á uppbyggingu heilsugæslu í
landinu og að „heilbrigði allra“ skuli ávallt haft að leiðarljósi.
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 76. árg. 2000