Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 41
„Það hefur veríð gaman að vinna fyrír
M&ð kjÚkY'UHAY'{Y'^S[n^UMl‘
Vigdís Jónsdóttir,
hagfræðingur Félags
ísienskra hjúkrunar-
fræðinga, lét sem
kunnugt er af starfi sl.
haust eftir að hafa
starfað um árabil hjá
félaginu. Vigdís býr nú í
Kaupmannahöfn ásamt
fjölskyldu, eiginmanni og þremur börnum, þar
sem hún leggur stund á framhaldsnám í
„stjórnun mannauðsins". í stuttri ferð til
Kaupmannahafnar rétt fyrir jólin fengum við
okkur saman smáhressingu á kaffihúsi og hófum
spjall sem við ákváðum að halda áfram með
þegar hún kæmi í stutta heimsókn til landsins
skömmu eftir áramót. Og nú er hún komin til
landsins til að setja nýjan hagfræðing inn í starfið.
Hún er fyrst spurð að því hvers vegna hagfræðin hafi
orðið fyrir valinu sem framhaldsmenntun og hvort hún hafi
aldrei velt fyrir sér að verða t.d. hjúkrunarfræðingur. Hún
svarar því til að það hafi verið algjör tilviljun að hún hafi lagt
stund á þetta nám. Hún hafi verið heima með fyrsta barn
sitt sem hún átti 19. desember ’84, tveimur dögum áður
en hún útskrifaðist úr menntaskóla. „Steig upp úr rúminu á
sængurkvennadeildinni og lét á mig húfuna og fór svo
þangað aftur að lesa bækurnar sem ég fékk í útskriftar-
gjöf," segir hún brosandi. Um haustið velti hún fyrir sér
hvað hún ætti að gera, valið stóð um að fara að vinna fyrir
lítil laun eða fara í nám. Hún segist ekki hafa getað hugsað
sér að mennta sig til starfa þar sem hún gæti eingöngu
unnið hjá hinu opinbera. Hún hefði því notað útilokunar-
aðferðina, viðskiptafræðin hefði orðið fyrir valinu og hún sé
mjög sátt við þá ákvörðun núna.
Annað barn sitt átti hún í miðju námi og er hún útskrif-
aðist var hún ófrísk að þriðja barninu. „Háskólanámið
tengdist því mikið börnum og barneignum. Ég var 25 ára
með þrjú börn er ég lauk námi,“ segir hún en þau hjónin
létu þó ekki þar við sitja heldur byggðu einnig hús meðan
á námi hennar stóð. Eiginmaðurinn er smiður og byggði
húsið að mestu leyti sjálfur „og ef ég var ekki ófrísk þá var
ég að hreinsa timbur! Ég upplifði þetta þó ekki sem erfitt
tímabil þó að maður væri stundum þreyttur eftir að hafa
vakað yfir litlum börnum. Mínar aðstæður voru þó auðvitað
svolítið öðruvísi en aðstæður margra annarra sem
stunduðu með mér nám, ég gat t.d. lítið sinnt félagslífi og
skemmtunum á þessum tíma.“
Vigdís vann að ýmsum verkefnum eftir að hún lauk
náminu en svo sótti hún um starf hagfræðings sem aug-
lýst var hjá félagasamtökum. „Það var ekki tekið fram í
auglýsingu hvaða félagasamtök þetta væru, en óskað var
eftir starfsmanni í hlutastarf og það gat ég hugsað mér á
þessum tíma. Ég átti þó alls ekki von á því að fá starfið og
var á ferðalagi með fjölskyldunni úti á landi þegar hringt
var í mig og ég boðuð í viðtal. Mér fannst ég ekki góður
kostur á vinnumarkaði á þeim tíma með þrjú lítil börn. Það
var Vilborg Ingólfsdóttir, þáverandi formaður Hjúkrunar-
félags íslands, sem ræddi við mig og réð mig svo til starfa.
Ég fékk upplýsingar um það síðar að forysta hjúkrunar-
fræðinga hafi á þeim tíma talið mér það til tekna að eiga
þrjú börn og fannst það merki um dugnað að hafa lokið
námi og átt börnin á sama tíma. Ég átti ekki von á þessu
sjónarhorni frá atvinnurekanda og hef því svolítið gaman af
því að segja frá þessu í dag!“
Vigdís byrjaði 15. september 1992 í 50% starfi. „Ég var
ráðin til að vinna að kjara- og réttindamálum hjúkrunar-
fræðinga og ég var fyrsti starfsmaður félagsins sem ráðinn
var eingöngu til þess, ég mótaði því starfið að verulegu
leyti sjálf. Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem var skrifstofustjóri
félagsins um áratugaskeið, hafði reynst hjúkrunarfræð-
ingum afskaplega vel og svarað mörgum fyrirspurnum um
þessi mál en félagið hafði ekki áður haft sérstakan starfs-
mann eingöngu í samningamálum. Og ég var fyrsti
háskólamenntaði starfsmaðurinn sem vann fyrir félagið og
var ekki hjúkrunarfræðingur."
Hún segist hafa byrjað á að setja sig inn í kjarasamn-
inga, tók oft með sér verkefni heim og smám saman jókst
starfshlutfallið. Hún segist hafa átt mjög gott samstarf við
Vilborgu þann tíma sem þær unnu saman og sömu sögu
sé að segja um samstarf hennar og Ástu Möller en saman
unnu þær að erfiðum samningum í rúm fimm ár.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
41