Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 43
fræðinga innbyrðis geti verið mismunandi og það er alveg
ijóst að mínu mati að hjúkrunarfræðingar verða bæði að
berjast fyrir iaunum sínum sem einstaklingar og hópur. Þeir
sem starfa hjá félaginu á hverjum tíma geta ekki tekið
þessa ábyrgð frá einstaklingunum en þeir geta hins vegar
veitt einstaklingunum stuðning og barist um leið fyrir
bættum kjörum hópsins.
En það er erfitt að breyta rótgrónum hugsunarhætti á
skömmum tíma og hvorki hjúkrunarfræðingar sjálfir né
stofnanir hafa haft reynslu af því áður að fást við þetta nýja
launakerfi. Það var heilmikil umræða um þetta innan
félagsins, skiptar skoðanir og mikið rætt um ramma og
skilgreiningar. Við bentum t.d. samninganefnd ríkisins á
það að skilgreiningin á A-launarammanum í kjarasamn-
ingnum væri ekki lýsandi fyrir störf almennra hjúkrunar-
fræðinga en samninganefnd ríkisins fullyrti að allir almennir
starfsmenn annarra háskólamanna myndu vera í þeim
ramma og til að hafa samanburð við aðra þá þurftu
hjúkrunarfræðingar að hafa sömu skilgreiningar og aðrir
hópar. Þegar taka átti í notkun nýtt launakerfi kom þó í Ijós
að margir aðrir háskólamenn notuðu eingöngu A-ramm-
ann fyrir byrjendur í starfi á meðan tilboð heilbrigðis-
stofnana til hjúkrunarfræðinga var í þá veru að raða svo til
öllum almennum starfsmönnum neðst í A-ramma sem
hefði haft það í för með sér að taxtalaun hjúkrunar-
fræðinga yrðu mörgum tugum prósentna lægri en taxta-
laun margra annarra háskólamenntaðra hópa. Þetta var
erfið staða og það eina sem við gátum gert var að fara
með þessar upplýsingar út á stofnanir og sýna hjúkrunar-
fræðingum hvað var í boði. Hjúkrunarfræðingar urðu
arfareiðir við þetta og sögðu upp störfum eins og flestir
muna.
Framhaldið þekkjum við líka þegar félagið kom inn í
deiluna með því að gera aðlögunarnefndarsamning við
Sjúkrahús Reykjavíkur og Ríkisspítala. Hjúkrunarfræðingar
voru ekki allir sáttir við að félagið færi inn í deiluna á
þennan hátt. En ég held að meirihluti þeirra sjái nú skyn-
semina í því.“
Hún segir stjórnendur sjúkrahúsanna hafa verið gagn-
rýnda fyrir að hafa misst stjórnina varðandi þetta nýja
launakerfi en það hafi verið augljóst við gerð þessara
aðlögunarnefndarsamningana að þeir hafi fengið litla
aðstoð og upplýsingar til að útfæra þetta nýja launakerfi.
Vigdís segist viss um að hjúkrunarfræðingar komi til
með að nýta sér þetta nýja kerfi sem hópur og
einstaklingar. Hjúkrunarfræðingar verði þó áfram að sýna
samstöðu sem hópur í baráttu sinni fyrir bættum kjörum.
„Það er alveg Ijóst að á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga
ríkir ófullkomin samkeppni þar sem um er að ræða í raun
fáa atvinnurekendur sem eru einkakaupendur að vinnuafli
hjúkrunarfræðinga. Jafnvel þó stofnanirnar séu margar og
misjafnar þá koma peningarnir að mestu leyti úr sömu
buddunni og rekstraraðilar þessara stofnana hafa með sér
náið samráð um ýmsa þætti og þ.á m. um launakjör
starfsmanna. Á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga hafa því
lögmál framboðs og eftirspurnar ekki sömu áhrif og víða
annars staðar. Hjúkrunarfræðingar hafi lengi verið lágt
launaðir og því þurfa þeir að berjast saman sem hópur og
sem einstaklingar fyrir betri kjörum."
Laun hjúkrunarfræðinga hafa hækkað mikið þann tíma
sem hún starfaði sem hagfræðingur félagsins. „Ég man að
byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga voru um 67 þúsund krónur
þegar ég tók til starfa en algeng byrjunarlaun hjúkrunar-
fræðinga nú eru frá 125-140 þúsund krónur. Þetta er
auðvitað mikill árangur á skömmum tíma svona í
prósentum talið en þó geta 125 þúsund króna mánaðar-
laun ekki talist vera há eftir 4 ára háskólanám. Þetta er og
verður endalaus barátta og það er gaman að hafa tekið
þátt í henni síðastliðin 7 ár.“
Hún er spurð hvað henni sé minnistæðast þegar hún
lítur til baka þau ár sem hún hefur unnið fyrir Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Það hefur verið gaman að
vinna fyrir og með hjúkrunarfræðingum, það er gaman að
kynnast og vinna með góðu fólki og í þetta starf veljast
yfirleitt vandaðar manneskjur. Það hafa margir haldið að
ég væri hjúkrunarfræðingur þar sem ég hef verið að vinna
fyrir stéttina og ég hef tekið það sem hrós.
Ég held ég hefði orðið góður hjúkrunarfræðingur ef ég
hefði lagt það fyrir mig, ég er þó mjög sátt við það sem ég
hef gert og ég hef alltaf haft gaman að því sem ég tek mér
fyrir hendur."
Hún segist lengi hafa hugsað sér að fara í framhalds-
nám en það hafi þó verið erfitt framan af vegna barnanna.
Að vel grunduðu máli ákvað hún að fara sl. haust. „Valið
hjá mér stóð um það að hætta síðastliðið haust eða
haustið 2000. Mér fannst að mörgu leyti betra að fara
síðastliðið haust þar sem þá var heilt ár í næstu samninga
og nýr hagfræðingur hefði þar með góðan tíma til að setja
sig inn í starfið áður en næsta samningatörn hæfist. Hins
vegar var þetta líka erfiður tími að hætta á þar sem for-
mannsskipti urðu hjá félaginu aðeins nokkrum mánuðum
áður. Það er alltaf erfitt þegar fólk fer af vinnustað með
mikla þekkingu og reynslu en á móti kemur að það getur
líka verið nauðsynlegt fyrir félagið að fá inn nýtt fólk með
nýjar hugmyndir og starfsaðferðir. Kjaramál félagsins eru í
góðum höndum núna hjá nýju fólki sem vinnur að kappi
að því að bæta kjör og réttindi hjúkrunarfræðinga."
Hún segist lengi hafa haft áhuga á því hvernig fólki líði í
vinnunni og hvernig sé hægt að virkja hvern starfsmann
sem best og fá hann til að njóta sín í vinnunni og skila
góðum afköstum. Því hafi hún valið nám í „stjórnun
mannauðsins." Er hún kannski bara loksins komin í
hjúkrunina? Vigdís skellihlær og segist ekki hafa hugleitt
það fyrr, „en mikið væri Ásta hrifin af þessari skilgreiningu!"
-vkj
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
43